Sport

Einstakt samband Lindsey Vonn og hundanna hennar sem elta hana líka í skíðabrekkunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lindsey Vonn með Lucy.
Lindsey Vonn með Lucy. Vísir/Getty
Skíðadrottniningin Lindsey Vonn er á leiðinni á Ólympíuleikanna í Pyeongchang og hún er andlit leikanna hjá NBC sjónvarpsstöðinni.

Lindsey Vonn missti af síðustu leikum vegna meiðsla en gafst ekki upp, kom til baka og er nú að fara að keppa á sínu fjórðu Ólympíuleikum.

NBC hefur tekið saman dramatískt myndaband um feril Lindsey Vonn, bæði sigra og vonbrigði, en annað myndband  hefur ekki vakið síður athygli.

Þeir á NBC skoðuðu nefnilega aðeins betur samband Lindsey Vonn og hundanna hennar. Þau gera allt saman eins og sjá má hér fyrir neðan.







Lindsey Vonn hafði sjálf sett inn myndbandið af sér renna sér niður brekkuna á meðan hundurinn hennar hleypur á eftir henni.

Hundurinn heitir Lucy (Vonn) og er verðlaunahundur. Hann sprengir líka flesta krúttmæla eins og sjá má í þessu myndbandi hér fyrir neðan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×