Grunur um skattalagabrot og þjófnað Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 5. febrúar 2018 05:00 SS hús er verktakafyrirtæki. vísir/pjetur Grunur leikur á um stórfelld undanskot eigna og þjófnaði úr félaginu SS hús ehf. sem tekið var til gjaldþrotaskipta 10. janúar síðastliðinn. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Sigurður Kristinsson, sem átti félagið með bróður sínum og stjúpföður hefur stýrt því undanfarið. Sigurður situr í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að fíkniefnainnflutningi frá Spáni en hann var handtekinn við komuna þaðan til landsins skömmu fyrir mánaðamót. Eiginkona Sigurðar liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni eftir að hafa fallið milli hæða á heimili þeirra hjóna í Malaga. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins munu undanskot eigna og óútskýrðar millifærslur af reikningum félagsins hlaupa á hundruðum milljóna. Þá er félagið einnig til rannsóknar hjá skattayfirvöldum meðal annars vegna mikilla vanskila á vörslusköttum. Málið mun hins vegar ekki komið til rannsóknar hjá héraðssaksóknara. Bróðir Sigurðar tók við við stjórn fyrirtækisins af Sigurði um mitt síðasta ár og mun reksturinn þá hafa verið kominn í mikið óefni. Heiðar Ásberg Atlason, skiptastjóri félagsins, vildi ekki tjá sig efnislega um málið við Fréttablaðið en sagði gagnaöflun ekki lokið og að nokkrar vikur tæki að fá heildarmynd af rekstrinum. Tveimur mánuðum áður en félagið var lýst gjaldþrota var það dæmt í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða fyrrverandi starfsmanni sínum 57 milljónir í skaðabætur vegna vinnuslyss en starfsmaðurinn féll niður 14 metra af vinnupalli við byggingu blokkar í Kópavogi og hlaut 55 prósent varanlega örorku. Félagið var umsvifamikið í byggingu blokka og annarra fasteigna í Kópavogi og samkvæmt síðasta ársreikningi félagsins, fyrir árið 2015, velti fyrirtækið yfir milljarði það ár og skilaði tæplega 19 milljónum í hagnað sem var þó rúmlega helmingi minna en árið á undan þegar hagnaðurinn nam rúmum 40 milljónum króna. Fréttin hefur verið uppfærð. Í upphaflegri útgáfu hennar stóð að Sigurður hefði átt félagið með bróður sínum og föður. Það er ekki rétt, hið rétta að hann átti félagið með bróður sínum og stjúpföður. Þetta hefur nú verið leiðrétt og beðist er velvirðingar á mistökunum. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Íslendingnum í Malaga sleppt úr haldi lögreglu Íslenskum karlmanni á fertugsaldri, sem Fréttablaðið greindi frá því í gær að hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í Malaga á Spáni grunaður um alvarlegt ofbeldisbrot gegn þrítugri eiginkonu sinni, hefur verið sleppt úr haldi. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. 20. janúar 2018 08:00 Handtekinn við heimkomu frá Málaga: Úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald Maður sem handtekinn var við heimkomu frá Málaga í liðinni viku og úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í fimm daga. 2. febrúar 2018 15:03 Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Malaga Karlmaður á fertugsaldri er í haldi lögreglunnar á Spáni grunaður um ofbeldisbrot gegn íslenskri eiginkonu sinni. Hún er alvarlega slösuð eftir fall fram af svölum. 19. janúar 2018 06:00 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Grunur leikur á um stórfelld undanskot eigna og þjófnaði úr félaginu SS hús ehf. sem tekið var til gjaldþrotaskipta 10. janúar síðastliðinn. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Sigurður Kristinsson, sem átti félagið með bróður sínum og stjúpföður hefur stýrt því undanfarið. Sigurður situr í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að fíkniefnainnflutningi frá Spáni en hann var handtekinn við komuna þaðan til landsins skömmu fyrir mánaðamót. Eiginkona Sigurðar liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni eftir að hafa fallið milli hæða á heimili þeirra hjóna í Malaga. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins munu undanskot eigna og óútskýrðar millifærslur af reikningum félagsins hlaupa á hundruðum milljóna. Þá er félagið einnig til rannsóknar hjá skattayfirvöldum meðal annars vegna mikilla vanskila á vörslusköttum. Málið mun hins vegar ekki komið til rannsóknar hjá héraðssaksóknara. Bróðir Sigurðar tók við við stjórn fyrirtækisins af Sigurði um mitt síðasta ár og mun reksturinn þá hafa verið kominn í mikið óefni. Heiðar Ásberg Atlason, skiptastjóri félagsins, vildi ekki tjá sig efnislega um málið við Fréttablaðið en sagði gagnaöflun ekki lokið og að nokkrar vikur tæki að fá heildarmynd af rekstrinum. Tveimur mánuðum áður en félagið var lýst gjaldþrota var það dæmt í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða fyrrverandi starfsmanni sínum 57 milljónir í skaðabætur vegna vinnuslyss en starfsmaðurinn féll niður 14 metra af vinnupalli við byggingu blokkar í Kópavogi og hlaut 55 prósent varanlega örorku. Félagið var umsvifamikið í byggingu blokka og annarra fasteigna í Kópavogi og samkvæmt síðasta ársreikningi félagsins, fyrir árið 2015, velti fyrirtækið yfir milljarði það ár og skilaði tæplega 19 milljónum í hagnað sem var þó rúmlega helmingi minna en árið á undan þegar hagnaðurinn nam rúmum 40 milljónum króna. Fréttin hefur verið uppfærð. Í upphaflegri útgáfu hennar stóð að Sigurður hefði átt félagið með bróður sínum og föður. Það er ekki rétt, hið rétta að hann átti félagið með bróður sínum og stjúpföður. Þetta hefur nú verið leiðrétt og beðist er velvirðingar á mistökunum.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Íslendingnum í Malaga sleppt úr haldi lögreglu Íslenskum karlmanni á fertugsaldri, sem Fréttablaðið greindi frá því í gær að hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í Malaga á Spáni grunaður um alvarlegt ofbeldisbrot gegn þrítugri eiginkonu sinni, hefur verið sleppt úr haldi. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. 20. janúar 2018 08:00 Handtekinn við heimkomu frá Málaga: Úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald Maður sem handtekinn var við heimkomu frá Málaga í liðinni viku og úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í fimm daga. 2. febrúar 2018 15:03 Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Malaga Karlmaður á fertugsaldri er í haldi lögreglunnar á Spáni grunaður um ofbeldisbrot gegn íslenskri eiginkonu sinni. Hún er alvarlega slösuð eftir fall fram af svölum. 19. janúar 2018 06:00 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Íslendingnum í Malaga sleppt úr haldi lögreglu Íslenskum karlmanni á fertugsaldri, sem Fréttablaðið greindi frá því í gær að hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í Malaga á Spáni grunaður um alvarlegt ofbeldisbrot gegn þrítugri eiginkonu sinni, hefur verið sleppt úr haldi. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. 20. janúar 2018 08:00
Handtekinn við heimkomu frá Málaga: Úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald Maður sem handtekinn var við heimkomu frá Málaga í liðinni viku og úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í fimm daga. 2. febrúar 2018 15:03
Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Malaga Karlmaður á fertugsaldri er í haldi lögreglunnar á Spáni grunaður um ofbeldisbrot gegn íslenskri eiginkonu sinni. Hún er alvarlega slösuð eftir fall fram af svölum. 19. janúar 2018 06:00