Sport

Flugvél með einni þekktustu íþróttakonu heims á leið á ÓL fékk ekki að fara á loft

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lindsey Vonn.
Lindsey Vonn. Vísir/Getty
Lindsey Vonn er fyrrum Ólympíumeistari og ein þekktasta íþróttakona heims. Hún er á leiðinni á sína fjórðu Ólympíuleika en það hefur ekki gengið snuðrulaust að komast til Suður-Kóreu.

Vonn sagði frá því á Twitter að flugvélin sem átti að fara með hana til Seoul í Suður-Kóreu hafi ekki fengið leyfi til að fara á loft.

Farþegarnir, sumir líka að fara að keppa á Ólympíuleikunum, þurftu því að hanga út í vél í tvo klukkutíma áður en þeir fóru aftur frá borði.



Lufthansa flugfélagið fór síðan í það verkefni að finna aðra flugvél til að flytja alla farþegana rétta leið til Suður-Kóreu. Það var örugglega ekki auðvelt enda eru margir að fljúga þangað þessa dagana.

Vonn kom aftur inn á Twitter og spurði hversu lengi fólk héldi að það myndi taka hana að komast á Ólympíusvæðið í Pyeongchang. Hún vonaðist nú til að ná setningarhátíðinni sem verður á föstudaginn.

Flugið er rúmlega tíu tímar, það er þegar flugvélin kemst loksins í loftið. Það tókst ekki fyrr en eftir sex tíma.





 

After over 6 hours of hanging out at the gate, we’re off!! See you in another 10 hours Korea!



Lindsey Vonn vann Ólympíugull á leikunum í Vancouver fyrir átta árum en hún missti af síðustu leikum í Sotsjí vegna meiðsla.

Vonna hefur verið í frábæru formi að undanförnu og er búin að vinna fimm af síðustu átta keppnum sínum þar af þeim tveimur síðustu fyrir Ólympíuleikanna í Pyeongchang.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×