Sá liðið sitt vinna Super Bowl í Minneapolis og ætlaði að taka sætið með heim Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2018 23:30 Stuðningsmaður Philadelphia Eagles. Myndin tengist ekki fréttinni beint. Vísir/Getty Síðustu daga hafa farið margar sögur af stuðningsmönnum Philadelphia Eagles sem fögnuðu því mikið og lengi þegar lið þeirra vann Super Bowl leikinn síðasta sunnudagskvöld. Þetta var í fyrsta sinn sem Philadelphia Eagles liðið vinnur Super Bowl og stuðningsmennirnir voru því margir búnir að bíða ansi lengi eftir titlinum. Þeir eru líka þekktir fyrir að fagna hraustlega og skrautlega góðum árangri síns liðs. Það var engin breyting á því núna og fréttist af stuðningsfólki Philadelphia Eagles meðal annars kveikja í bílum og hoppa upp um allt í miðbæ Philadelphia. Leikvangurinn í Minneapolis sem hýsti Super Bowl leikinn þarf líka að ganga í gegnum ýmsar lagfæringar eftir meðferðina frá stuðningsmönnum liðanna. Meðal annars þurftu starfsmenn leikvangsins að gera við sætin á vellinum. Mörg þeirra voru brotin og einhver hreinlega horfin.ICYMI: Eagles fan flies home with swiped U.S. Bank Stadium seat https://t.co/t2sBnI3Lnjpic.twitter.com/AS96eqahQC — Star Tribune (@StarTribune) February 7, 2018 Eitt sætið frá vellinum í Minneapolis birtist síðan á alþjóðaflugvellnum í Minneapolis-St. Paul þar sem einn stuðningsmaður Philadelphia Eagles var á heimleið. Það var ekki nóg fyrir hann að eiga miðann sinn til minningar um þennan sögulega leik heldur tók hann allt sætið með af vellinum. Maðurinn var hinsvegar stöðvaður í öryggiseftirlitinu og þurfti að skilja sætið eftir í Minneapolis. Það voru kannski stór mistök hjá honum að taka sætið með í handfarangur, kannski hefði þetta sloppið með í ferðatöskunni. Hann mættir hinsvegar með sætið utan á litlu ferðatöskunni og uppátæki hans vakti mikla athygli á samfélagamiðlum vestanhafs. NFL Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Sjá meira
Síðustu daga hafa farið margar sögur af stuðningsmönnum Philadelphia Eagles sem fögnuðu því mikið og lengi þegar lið þeirra vann Super Bowl leikinn síðasta sunnudagskvöld. Þetta var í fyrsta sinn sem Philadelphia Eagles liðið vinnur Super Bowl og stuðningsmennirnir voru því margir búnir að bíða ansi lengi eftir titlinum. Þeir eru líka þekktir fyrir að fagna hraustlega og skrautlega góðum árangri síns liðs. Það var engin breyting á því núna og fréttist af stuðningsfólki Philadelphia Eagles meðal annars kveikja í bílum og hoppa upp um allt í miðbæ Philadelphia. Leikvangurinn í Minneapolis sem hýsti Super Bowl leikinn þarf líka að ganga í gegnum ýmsar lagfæringar eftir meðferðina frá stuðningsmönnum liðanna. Meðal annars þurftu starfsmenn leikvangsins að gera við sætin á vellinum. Mörg þeirra voru brotin og einhver hreinlega horfin.ICYMI: Eagles fan flies home with swiped U.S. Bank Stadium seat https://t.co/t2sBnI3Lnjpic.twitter.com/AS96eqahQC — Star Tribune (@StarTribune) February 7, 2018 Eitt sætið frá vellinum í Minneapolis birtist síðan á alþjóðaflugvellnum í Minneapolis-St. Paul þar sem einn stuðningsmaður Philadelphia Eagles var á heimleið. Það var ekki nóg fyrir hann að eiga miðann sinn til minningar um þennan sögulega leik heldur tók hann allt sætið með af vellinum. Maðurinn var hinsvegar stöðvaður í öryggiseftirlitinu og þurfti að skilja sætið eftir í Minneapolis. Það voru kannski stór mistök hjá honum að taka sætið með í handfarangur, kannski hefði þetta sloppið með í ferðatöskunni. Hann mættir hinsvegar með sætið utan á litlu ferðatöskunni og uppátæki hans vakti mikla athygli á samfélagamiðlum vestanhafs.
NFL Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Sjá meira