Starfshópur leggur til að klukkan verði leiðrétt Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 8. febrúar 2018 21:18 Starfshópurinn mælir gegn því að hafa sumar- og vetrartíma og vísar til þess að rannsóknir bendi til þess að slíkar breytingar hafi neikvæð áhrif á heilsu fólks. Vísir/Getty Starfshópur sem falið var að kanna mögulegan ávinning fyrir lýðheilsu og vellíðan landsmanna af því að leiðrétta klukkuna til samræmis við sólarganginn hefur nú skilað heilbrigðisráðherra greinargerð með tillögu þess efnis. Í henni kemur fram að sólarupprás og sólsetur eru að meðaltali einum klukkutíma seinna hér á landi en ef miðað er við rétt tímabili. Það misræmi hafi verið lögfest árið 1968 með svokölluðum miðtíma. Var hann ákveðinn með efnahags- og viðskiptahagsmuni fyrst og fremst að leiðarljósi. Bendir starfshópurinn á að seinni ár hafi rannsóknir leitt í ljós neikvæð áhrif miðtíma á heilsufar fólks. Skýrist það af því að líkamsklukkan sem samhæfir starfsemi líkamans, þarf birtuboð til að halda réttum takti og þar ræður sólarupprásin hvað mestu. Seinki líkamsklukkunni er hætta á að svefntíminn skerðist og með því aukast líkur á ýmsum sjúkdómum, svo sem offitu, sykursýki og hjarta- og æðasjúkdómum. Einnig valdi þetta lakari framleiðni og kemur til dæmis niður á námsárangri í skólum auk þess sem sýnt hefur verið fram á samband milli seinkaðrar líkamsklukku og aukinnar depurðar/þunglyndis hjá unglingum og ungu fólki.Klukkuþreyta algeng meðal íslenskra ungmenna Í greinargerðinni kemur fram að svefntími íslenskra unglinga sé skemmri en hjá evrópskum jafnöldrum þeirra og þeir sofi einungis um sex klukkutíma á virkum dögum og að svokölluð „klukkuþreyta“ sé algeng meðal þeirra. Klukkuþreyta felst í því að háttatíma seinkar og er ekki í samræmi við fastákveðinn fótaferðartíma á virkum dögum og því skerðist svefntíminn. Að mati starfshópsins er mögulegt að of lítill svefn hafi áhrif á hátt brottfall nemenda úr framhaldsskólum hér á landi. Tillaga starfshópsins felur í sér að klukkan yrði færð aftur um eina klukkustund sem myndi seinka fótaferð fólks sem því nemur. Með því móti myndi birtustundum á morgnana fjölga um 13% (vestast á landinu) í svartasta skammdeginu (nóvember – janúar) og vetrardögum þar sem bjart er orðið kl. 9.00 myndi fjölga um 64. Birtustundum síðdegis myndi við þessa breytingu fækka um 13% en skerðing þeirra yrði aðallega snemm- og síðsumars, þ.e. í apríl og ágúst. Þá mælir hópurinn gegn því að hafa sumar- og vetrartíma og vísar til þess að rannsóknir bendi til að slíkar breytingar hafi einnig neikvæð áhrif á heilsu fólks. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að nú hafi verið dregin helstu niðurstöður í málinu og að hún muni kynna þær ríkisstjórn. Ákvörðun um að breyta klukkunni hafi áhrif á marga þætti í samfélaginu. „Slík ákvörðun þarf að byggjast á þroskaðri umræðu. Því er mikilvægt að fólk sé reiðubúið að ræða þetta mál af skynsemi og velta fyrir sér rökum með og á móti áður en það myndar sér afstöðu, því þetta skiptir sannarlega máli“ segir heilbrigðisráðherra. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira
Starfshópur sem falið var að kanna mögulegan ávinning fyrir lýðheilsu og vellíðan landsmanna af því að leiðrétta klukkuna til samræmis við sólarganginn hefur nú skilað heilbrigðisráðherra greinargerð með tillögu þess efnis. Í henni kemur fram að sólarupprás og sólsetur eru að meðaltali einum klukkutíma seinna hér á landi en ef miðað er við rétt tímabili. Það misræmi hafi verið lögfest árið 1968 með svokölluðum miðtíma. Var hann ákveðinn með efnahags- og viðskiptahagsmuni fyrst og fremst að leiðarljósi. Bendir starfshópurinn á að seinni ár hafi rannsóknir leitt í ljós neikvæð áhrif miðtíma á heilsufar fólks. Skýrist það af því að líkamsklukkan sem samhæfir starfsemi líkamans, þarf birtuboð til að halda réttum takti og þar ræður sólarupprásin hvað mestu. Seinki líkamsklukkunni er hætta á að svefntíminn skerðist og með því aukast líkur á ýmsum sjúkdómum, svo sem offitu, sykursýki og hjarta- og æðasjúkdómum. Einnig valdi þetta lakari framleiðni og kemur til dæmis niður á námsárangri í skólum auk þess sem sýnt hefur verið fram á samband milli seinkaðrar líkamsklukku og aukinnar depurðar/þunglyndis hjá unglingum og ungu fólki.Klukkuþreyta algeng meðal íslenskra ungmenna Í greinargerðinni kemur fram að svefntími íslenskra unglinga sé skemmri en hjá evrópskum jafnöldrum þeirra og þeir sofi einungis um sex klukkutíma á virkum dögum og að svokölluð „klukkuþreyta“ sé algeng meðal þeirra. Klukkuþreyta felst í því að háttatíma seinkar og er ekki í samræmi við fastákveðinn fótaferðartíma á virkum dögum og því skerðist svefntíminn. Að mati starfshópsins er mögulegt að of lítill svefn hafi áhrif á hátt brottfall nemenda úr framhaldsskólum hér á landi. Tillaga starfshópsins felur í sér að klukkan yrði færð aftur um eina klukkustund sem myndi seinka fótaferð fólks sem því nemur. Með því móti myndi birtustundum á morgnana fjölga um 13% (vestast á landinu) í svartasta skammdeginu (nóvember – janúar) og vetrardögum þar sem bjart er orðið kl. 9.00 myndi fjölga um 64. Birtustundum síðdegis myndi við þessa breytingu fækka um 13% en skerðing þeirra yrði aðallega snemm- og síðsumars, þ.e. í apríl og ágúst. Þá mælir hópurinn gegn því að hafa sumar- og vetrartíma og vísar til þess að rannsóknir bendi til að slíkar breytingar hafi einnig neikvæð áhrif á heilsu fólks. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að nú hafi verið dregin helstu niðurstöður í málinu og að hún muni kynna þær ríkisstjórn. Ákvörðun um að breyta klukkunni hafi áhrif á marga þætti í samfélaginu. „Slík ákvörðun þarf að byggjast á þroskaðri umræðu. Því er mikilvægt að fólk sé reiðubúið að ræða þetta mál af skynsemi og velta fyrir sér rökum með og á móti áður en það myndar sér afstöðu, því þetta skiptir sannarlega máli“ segir heilbrigðisráðherra.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira