Ólympíuleikarnir í Tókýó verða þrisvar sinnum dýrari en reiknað var með Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2018 23:00 Yuriko Koike, fylkisstjóri í Tókýó. Vísir/Getty Það er ekkert grín að halda Ólympíuleika í dag og kostnaður við þetta stærsta íþróttamót í heiminum hleypur nú á þúsund milljörðum íslenskra króna. Það versta er að kostnaðurinn heldur alltaf áfram að hækka þrátt fyrir aðgerðir til að koma í veg fyrir það. Svoleiðis var þetta í kringum Ólympíuleikana í Ríó 2016 en sú saga mun líka endurtaka sig í kringum næstu sumarleika sem fara fram í júlí og ágúst 2020 í Tókýó í Japan. Skipuleggjendur Ólympíuleikanna sem fara fram eftir rúm tvö ár greindu frá því á dögunum að verkefnið kalli á miklu meiri peninga. Washington Post segir frá. Í lok desember talaði skipulagsnefnd leikanna að kostnaðurinn yrði um 12,4 milljarða dollara og það var strax mikil hækkun. Aðeins nokkrum vikum síðar var aftur á móti haldinn annar blaðamannafundur og reikningurinn var þá orðinn talsvert hærri. Á fundinum kom fram að leikarnir þurfi 7,5 milljarða dollara til viðbótar sem þýðir að heildarkostnaðurinn er nú kominn upp í meira en tuttugu milljarða dollara. Tuttugu milljarðar dollara eru meira en tvö þúsund milljarðar íslenskra króna. Þetta er þreföldun á upphaflegri fjárhagsáætluninni sem var gefinn út þegar Tókýó var úthlutað Ólympíuleikunum árið 2013. Það kom líka fram á fundinum hvernig skiptingin á reikningnum verður. Borgaryfirvöld í Tókýó munu leggja til 13 milljarða dollara og 1,4 milljaður dollara kemur frá japönskum stjórnvöldum. Restina, um 5,5 milljarða dollara, þarf skipulagsnefnd leikanna að safna frá einkaaðilum. Þetta verður í annað skiptið sem sumarólympíuleikarnir fara fram í Japan en þeir fóru líka fram í Tókýó 1964. Ólympíuleikar Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Sjá meira
Það er ekkert grín að halda Ólympíuleika í dag og kostnaður við þetta stærsta íþróttamót í heiminum hleypur nú á þúsund milljörðum íslenskra króna. Það versta er að kostnaðurinn heldur alltaf áfram að hækka þrátt fyrir aðgerðir til að koma í veg fyrir það. Svoleiðis var þetta í kringum Ólympíuleikana í Ríó 2016 en sú saga mun líka endurtaka sig í kringum næstu sumarleika sem fara fram í júlí og ágúst 2020 í Tókýó í Japan. Skipuleggjendur Ólympíuleikanna sem fara fram eftir rúm tvö ár greindu frá því á dögunum að verkefnið kalli á miklu meiri peninga. Washington Post segir frá. Í lok desember talaði skipulagsnefnd leikanna að kostnaðurinn yrði um 12,4 milljarða dollara og það var strax mikil hækkun. Aðeins nokkrum vikum síðar var aftur á móti haldinn annar blaðamannafundur og reikningurinn var þá orðinn talsvert hærri. Á fundinum kom fram að leikarnir þurfi 7,5 milljarða dollara til viðbótar sem þýðir að heildarkostnaðurinn er nú kominn upp í meira en tuttugu milljarða dollara. Tuttugu milljarðar dollara eru meira en tvö þúsund milljarðar íslenskra króna. Þetta er þreföldun á upphaflegri fjárhagsáætluninni sem var gefinn út þegar Tókýó var úthlutað Ólympíuleikunum árið 2013. Það kom líka fram á fundinum hvernig skiptingin á reikningnum verður. Borgaryfirvöld í Tókýó munu leggja til 13 milljarða dollara og 1,4 milljaður dollara kemur frá japönskum stjórnvöldum. Restina, um 5,5 milljarða dollara, þarf skipulagsnefnd leikanna að safna frá einkaaðilum. Þetta verður í annað skiptið sem sumarólympíuleikarnir fara fram í Japan en þeir fóru líka fram í Tókýó 1964.
Ólympíuleikar Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Sjá meira