Beðið eftir að Till samþykki að berjast við Gunnar: „Væri mjög undarlegt að hafna þessu“ 25. janúar 2018 09:00 Gunnar Nelson gæti barist í Lundúnum annað árið í röð. Mynd/Mjölnir/Sóllilja Baltasars Eins og kom fram í gærkvöldi vill UFC-bardagasambandið að Gunnar Nelson mæti Englendingnum Darren Till í aðalbardaga kvöldsins á UFC Fight Night í Lundúnum 17. mars. Gunnar er búinn að samþykkja að berjast umrætt kvöld en beðið er eftir því að Till samþykki svo báðir aðilar geti hafist handa við undirbúning sem og UFC geti farið að gera allt klárt. Gunnar barðist síðast í Glasgow í Skotlandi síðasta sumar og tapaði þá á umdeilanlegan hátt gegn augnpotaranum argentínska Santiago Ponzinibbio. „Sean Shelby [maðurinn sem raðar upp bardögum fyrir UFC, innsk. blm] bauð okkur þetta í gær og við sögðum já. Mér skilst að Till og hans menn séu eitthvað að draga fæturnar í þessu sem er undarlegt miðað við fyrri yfirlýsingar frá honum,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars, í samtali við Vísi.So @ufc have offered @GunniNelson v @darrentill2 main event #UFCLondon we've agreed so hoping to hear confirmation soon how do you guys like the match up? I'm reminded of the Thatch fight, big strong striker but I think Till is tougher challenge. One way to find out... pic.twitter.com/b7U81FpzBf — Coach Kavanagh (@John_Kavanagh) January 24, 2018 Eins og sást í tísti Johns Kavanagh, þjálfara Gunnars, í gærkvöldi hafa Till og Gunnar aðeins verið að æsa upp í hvorum öðrum á Twitter og því um að gera að mætast í búrinu og ganga frá sínum málum. Till átti von á „stærri“ bardaga en UFC vill að hann berjist við Stephen „Wonderboy“ Thompson sem er efstur á styrkleikalista veltivigtarinnar á eftir meistaranum Tyron Woodley. Thompson er aftur á móti meiddur og getur ekki barist. Í staðinn fær Till þarna frábært tækifæri til að berjast á heimavelli og segir Haraldur að það væri skrítið ef ekki verður af þessum bardaga. „Það væri mjög undarlegt að hafna þessu. Aðalbardaginn á UFC London er stærsti bardaginn í Evrópu á hverju ári,“ segir Haraldur Nelson. MMA Tengdar fréttir Gunnar samþykkti bardaga við Till Bardagi Gunnars Nelson og Darren Till gæti orðið aðalviðburður UFC bardagakvöldsins í London sem fer fram í mars. 24. janúar 2018 19:46 Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Leik lokið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjá meira
Eins og kom fram í gærkvöldi vill UFC-bardagasambandið að Gunnar Nelson mæti Englendingnum Darren Till í aðalbardaga kvöldsins á UFC Fight Night í Lundúnum 17. mars. Gunnar er búinn að samþykkja að berjast umrætt kvöld en beðið er eftir því að Till samþykki svo báðir aðilar geti hafist handa við undirbúning sem og UFC geti farið að gera allt klárt. Gunnar barðist síðast í Glasgow í Skotlandi síðasta sumar og tapaði þá á umdeilanlegan hátt gegn augnpotaranum argentínska Santiago Ponzinibbio. „Sean Shelby [maðurinn sem raðar upp bardögum fyrir UFC, innsk. blm] bauð okkur þetta í gær og við sögðum já. Mér skilst að Till og hans menn séu eitthvað að draga fæturnar í þessu sem er undarlegt miðað við fyrri yfirlýsingar frá honum,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars, í samtali við Vísi.So @ufc have offered @GunniNelson v @darrentill2 main event #UFCLondon we've agreed so hoping to hear confirmation soon how do you guys like the match up? I'm reminded of the Thatch fight, big strong striker but I think Till is tougher challenge. One way to find out... pic.twitter.com/b7U81FpzBf — Coach Kavanagh (@John_Kavanagh) January 24, 2018 Eins og sást í tísti Johns Kavanagh, þjálfara Gunnars, í gærkvöldi hafa Till og Gunnar aðeins verið að æsa upp í hvorum öðrum á Twitter og því um að gera að mætast í búrinu og ganga frá sínum málum. Till átti von á „stærri“ bardaga en UFC vill að hann berjist við Stephen „Wonderboy“ Thompson sem er efstur á styrkleikalista veltivigtarinnar á eftir meistaranum Tyron Woodley. Thompson er aftur á móti meiddur og getur ekki barist. Í staðinn fær Till þarna frábært tækifæri til að berjast á heimavelli og segir Haraldur að það væri skrítið ef ekki verður af þessum bardaga. „Það væri mjög undarlegt að hafna þessu. Aðalbardaginn á UFC London er stærsti bardaginn í Evrópu á hverju ári,“ segir Haraldur Nelson.
MMA Tengdar fréttir Gunnar samþykkti bardaga við Till Bardagi Gunnars Nelson og Darren Till gæti orðið aðalviðburður UFC bardagakvöldsins í London sem fer fram í mars. 24. janúar 2018 19:46 Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Leik lokið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjá meira
Gunnar samþykkti bardaga við Till Bardagi Gunnars Nelson og Darren Till gæti orðið aðalviðburður UFC bardagakvöldsins í London sem fer fram í mars. 24. janúar 2018 19:46