Umdeilt brugghús setur súr hvalseistu í bjórinn Haraldur Guðmundsson skrifar 27. janúar 2018 07:00 Brugghúsið er starfrækt á bænum Steðja í Borgarfirði. „Við ákváðum að búa til bjór með súrhval en á okkar forsendum,“ segir Dagbjartur Arilíusson, eigandi Brugghúss Steðja í Borgarfirði, um nýjan þorrabjór fyrirtækisins sem inniheldur hvalseistu sýrð upp úr gerjaða drykknum Kombucha. Þorrabjórar Steðja hafa vakið heimsathygli síðan í janúar 2014 þegar brugghúsið kynnti bjór sem innihélt hvalmjöl. Ári síðar fór í sölu bjór með taðreyktum eistum langreyða sem Dagbjartur segir stoltur að sé umdeildasti bjór heims. Umfjöllun Fréttablaðsins um bjórinn rataði í fréttir erlendra fjölmiðla á borð við BBC og The Guardian og vakti framleiðslan reiði erlendra dýraverndunarsinna.Dagbjartur Arilíusson, eigandi Steðja.Eistun koma að sögn Dagbjarts frá Hval hf. í Hafnarfirði eða sama fyrirtæki og sá Steðja fyrir hvalmjölinu og kynkirtlinum sem brugghúsið hefur taðreykt síðustu ár. Í umfjöllun um Kombucha í blaðinu í ágúst í fyrra kom fram að drykkurinn er gerður úr grænu tei, hrásykri og lifandi gerlum. „Þetta er mjög heilnæmt fyrir meltingarveginn og bætir þarmaflóruna. Við ákváðum að nota gerið til að búa til súrhval og svo er bjórinn bruggaður í belgískum Lambic-stíl en á okkar forsendum. Útkoman er súrbjór þar sem þetta gefur bjórnum eilitla sýru,“ segir Dagbjartur..„Við verkum eistun samkvæmt ákveðinni gæðahandbók og það er mjög langt ferli að sýra þetta á réttan hátt. Yfirleitt eru súrbjórar bruggaðir með súrgeri eða villtum bakteríum en við notum bara sýrðu eistun og ölger,“ segir Dagbjartur og bætir við að mikið af erlendu ferðafólki heimsæki brugghúsið eingöngu vegna hvalabjóranna. „Við opnuðum gestastofu hjá okkur í fyrravor og þetta er það sem þeir eru að leita eftir eða að finna eitthvað íslenskt og öðruvísi,“ segir Dagbjartur og nefnir sem dæmi að leikararnir Tori Spelling og Ian Ziering, sem gerðu garðinn frægan í sjónvarpsþáttunum Beverly Hills 90210 á tíunda áratugnum, hafi heimsótt Steðja í september síðastliðnum. „Þau voru alveg vitlaus í þetta og fóru með þetta heim til sín í Hollywood og auglýstu þar. Ég er búinn að fá fullt af fyrirspurnum þaðan en þetta er auðvitað hvalafurð og vandmeðfarin vara,“ segir bruggarinn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
„Við ákváðum að búa til bjór með súrhval en á okkar forsendum,“ segir Dagbjartur Arilíusson, eigandi Brugghúss Steðja í Borgarfirði, um nýjan þorrabjór fyrirtækisins sem inniheldur hvalseistu sýrð upp úr gerjaða drykknum Kombucha. Þorrabjórar Steðja hafa vakið heimsathygli síðan í janúar 2014 þegar brugghúsið kynnti bjór sem innihélt hvalmjöl. Ári síðar fór í sölu bjór með taðreyktum eistum langreyða sem Dagbjartur segir stoltur að sé umdeildasti bjór heims. Umfjöllun Fréttablaðsins um bjórinn rataði í fréttir erlendra fjölmiðla á borð við BBC og The Guardian og vakti framleiðslan reiði erlendra dýraverndunarsinna.Dagbjartur Arilíusson, eigandi Steðja.Eistun koma að sögn Dagbjarts frá Hval hf. í Hafnarfirði eða sama fyrirtæki og sá Steðja fyrir hvalmjölinu og kynkirtlinum sem brugghúsið hefur taðreykt síðustu ár. Í umfjöllun um Kombucha í blaðinu í ágúst í fyrra kom fram að drykkurinn er gerður úr grænu tei, hrásykri og lifandi gerlum. „Þetta er mjög heilnæmt fyrir meltingarveginn og bætir þarmaflóruna. Við ákváðum að nota gerið til að búa til súrhval og svo er bjórinn bruggaður í belgískum Lambic-stíl en á okkar forsendum. Útkoman er súrbjór þar sem þetta gefur bjórnum eilitla sýru,“ segir Dagbjartur..„Við verkum eistun samkvæmt ákveðinni gæðahandbók og það er mjög langt ferli að sýra þetta á réttan hátt. Yfirleitt eru súrbjórar bruggaðir með súrgeri eða villtum bakteríum en við notum bara sýrðu eistun og ölger,“ segir Dagbjartur og bætir við að mikið af erlendu ferðafólki heimsæki brugghúsið eingöngu vegna hvalabjóranna. „Við opnuðum gestastofu hjá okkur í fyrravor og þetta er það sem þeir eru að leita eftir eða að finna eitthvað íslenskt og öðruvísi,“ segir Dagbjartur og nefnir sem dæmi að leikararnir Tori Spelling og Ian Ziering, sem gerðu garðinn frægan í sjónvarpsþáttunum Beverly Hills 90210 á tíunda áratugnum, hafi heimsótt Steðja í september síðastliðnum. „Þau voru alveg vitlaus í þetta og fóru með þetta heim til sín í Hollywood og auglýstu þar. Ég er búinn að fá fullt af fyrirspurnum þaðan en þetta er auðvitað hvalafurð og vandmeðfarin vara,“ segir bruggarinn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira