Umdeilt brugghús setur súr hvalseistu í bjórinn Haraldur Guðmundsson skrifar 27. janúar 2018 07:00 Brugghúsið er starfrækt á bænum Steðja í Borgarfirði. „Við ákváðum að búa til bjór með súrhval en á okkar forsendum,“ segir Dagbjartur Arilíusson, eigandi Brugghúss Steðja í Borgarfirði, um nýjan þorrabjór fyrirtækisins sem inniheldur hvalseistu sýrð upp úr gerjaða drykknum Kombucha. Þorrabjórar Steðja hafa vakið heimsathygli síðan í janúar 2014 þegar brugghúsið kynnti bjór sem innihélt hvalmjöl. Ári síðar fór í sölu bjór með taðreyktum eistum langreyða sem Dagbjartur segir stoltur að sé umdeildasti bjór heims. Umfjöllun Fréttablaðsins um bjórinn rataði í fréttir erlendra fjölmiðla á borð við BBC og The Guardian og vakti framleiðslan reiði erlendra dýraverndunarsinna.Dagbjartur Arilíusson, eigandi Steðja.Eistun koma að sögn Dagbjarts frá Hval hf. í Hafnarfirði eða sama fyrirtæki og sá Steðja fyrir hvalmjölinu og kynkirtlinum sem brugghúsið hefur taðreykt síðustu ár. Í umfjöllun um Kombucha í blaðinu í ágúst í fyrra kom fram að drykkurinn er gerður úr grænu tei, hrásykri og lifandi gerlum. „Þetta er mjög heilnæmt fyrir meltingarveginn og bætir þarmaflóruna. Við ákváðum að nota gerið til að búa til súrhval og svo er bjórinn bruggaður í belgískum Lambic-stíl en á okkar forsendum. Útkoman er súrbjór þar sem þetta gefur bjórnum eilitla sýru,“ segir Dagbjartur..„Við verkum eistun samkvæmt ákveðinni gæðahandbók og það er mjög langt ferli að sýra þetta á réttan hátt. Yfirleitt eru súrbjórar bruggaðir með súrgeri eða villtum bakteríum en við notum bara sýrðu eistun og ölger,“ segir Dagbjartur og bætir við að mikið af erlendu ferðafólki heimsæki brugghúsið eingöngu vegna hvalabjóranna. „Við opnuðum gestastofu hjá okkur í fyrravor og þetta er það sem þeir eru að leita eftir eða að finna eitthvað íslenskt og öðruvísi,“ segir Dagbjartur og nefnir sem dæmi að leikararnir Tori Spelling og Ian Ziering, sem gerðu garðinn frægan í sjónvarpsþáttunum Beverly Hills 90210 á tíunda áratugnum, hafi heimsótt Steðja í september síðastliðnum. „Þau voru alveg vitlaus í þetta og fóru með þetta heim til sín í Hollywood og auglýstu þar. Ég er búinn að fá fullt af fyrirspurnum þaðan en þetta er auðvitað hvalafurð og vandmeðfarin vara,“ segir bruggarinn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira
„Við ákváðum að búa til bjór með súrhval en á okkar forsendum,“ segir Dagbjartur Arilíusson, eigandi Brugghúss Steðja í Borgarfirði, um nýjan þorrabjór fyrirtækisins sem inniheldur hvalseistu sýrð upp úr gerjaða drykknum Kombucha. Þorrabjórar Steðja hafa vakið heimsathygli síðan í janúar 2014 þegar brugghúsið kynnti bjór sem innihélt hvalmjöl. Ári síðar fór í sölu bjór með taðreyktum eistum langreyða sem Dagbjartur segir stoltur að sé umdeildasti bjór heims. Umfjöllun Fréttablaðsins um bjórinn rataði í fréttir erlendra fjölmiðla á borð við BBC og The Guardian og vakti framleiðslan reiði erlendra dýraverndunarsinna.Dagbjartur Arilíusson, eigandi Steðja.Eistun koma að sögn Dagbjarts frá Hval hf. í Hafnarfirði eða sama fyrirtæki og sá Steðja fyrir hvalmjölinu og kynkirtlinum sem brugghúsið hefur taðreykt síðustu ár. Í umfjöllun um Kombucha í blaðinu í ágúst í fyrra kom fram að drykkurinn er gerður úr grænu tei, hrásykri og lifandi gerlum. „Þetta er mjög heilnæmt fyrir meltingarveginn og bætir þarmaflóruna. Við ákváðum að nota gerið til að búa til súrhval og svo er bjórinn bruggaður í belgískum Lambic-stíl en á okkar forsendum. Útkoman er súrbjór þar sem þetta gefur bjórnum eilitla sýru,“ segir Dagbjartur..„Við verkum eistun samkvæmt ákveðinni gæðahandbók og það er mjög langt ferli að sýra þetta á réttan hátt. Yfirleitt eru súrbjórar bruggaðir með súrgeri eða villtum bakteríum en við notum bara sýrðu eistun og ölger,“ segir Dagbjartur og bætir við að mikið af erlendu ferðafólki heimsæki brugghúsið eingöngu vegna hvalabjóranna. „Við opnuðum gestastofu hjá okkur í fyrravor og þetta er það sem þeir eru að leita eftir eða að finna eitthvað íslenskt og öðruvísi,“ segir Dagbjartur og nefnir sem dæmi að leikararnir Tori Spelling og Ian Ziering, sem gerðu garðinn frægan í sjónvarpsþáttunum Beverly Hills 90210 á tíunda áratugnum, hafi heimsótt Steðja í september síðastliðnum. „Þau voru alveg vitlaus í þetta og fóru með þetta heim til sín í Hollywood og auglýstu þar. Ég er búinn að fá fullt af fyrirspurnum þaðan en þetta er auðvitað hvalafurð og vandmeðfarin vara,“ segir bruggarinn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira