Umdeilt brugghús setur súr hvalseistu í bjórinn Haraldur Guðmundsson skrifar 27. janúar 2018 07:00 Brugghúsið er starfrækt á bænum Steðja í Borgarfirði. „Við ákváðum að búa til bjór með súrhval en á okkar forsendum,“ segir Dagbjartur Arilíusson, eigandi Brugghúss Steðja í Borgarfirði, um nýjan þorrabjór fyrirtækisins sem inniheldur hvalseistu sýrð upp úr gerjaða drykknum Kombucha. Þorrabjórar Steðja hafa vakið heimsathygli síðan í janúar 2014 þegar brugghúsið kynnti bjór sem innihélt hvalmjöl. Ári síðar fór í sölu bjór með taðreyktum eistum langreyða sem Dagbjartur segir stoltur að sé umdeildasti bjór heims. Umfjöllun Fréttablaðsins um bjórinn rataði í fréttir erlendra fjölmiðla á borð við BBC og The Guardian og vakti framleiðslan reiði erlendra dýraverndunarsinna.Dagbjartur Arilíusson, eigandi Steðja.Eistun koma að sögn Dagbjarts frá Hval hf. í Hafnarfirði eða sama fyrirtæki og sá Steðja fyrir hvalmjölinu og kynkirtlinum sem brugghúsið hefur taðreykt síðustu ár. Í umfjöllun um Kombucha í blaðinu í ágúst í fyrra kom fram að drykkurinn er gerður úr grænu tei, hrásykri og lifandi gerlum. „Þetta er mjög heilnæmt fyrir meltingarveginn og bætir þarmaflóruna. Við ákváðum að nota gerið til að búa til súrhval og svo er bjórinn bruggaður í belgískum Lambic-stíl en á okkar forsendum. Útkoman er súrbjór þar sem þetta gefur bjórnum eilitla sýru,“ segir Dagbjartur..„Við verkum eistun samkvæmt ákveðinni gæðahandbók og það er mjög langt ferli að sýra þetta á réttan hátt. Yfirleitt eru súrbjórar bruggaðir með súrgeri eða villtum bakteríum en við notum bara sýrðu eistun og ölger,“ segir Dagbjartur og bætir við að mikið af erlendu ferðafólki heimsæki brugghúsið eingöngu vegna hvalabjóranna. „Við opnuðum gestastofu hjá okkur í fyrravor og þetta er það sem þeir eru að leita eftir eða að finna eitthvað íslenskt og öðruvísi,“ segir Dagbjartur og nefnir sem dæmi að leikararnir Tori Spelling og Ian Ziering, sem gerðu garðinn frægan í sjónvarpsþáttunum Beverly Hills 90210 á tíunda áratugnum, hafi heimsótt Steðja í september síðastliðnum. „Þau voru alveg vitlaus í þetta og fóru með þetta heim til sín í Hollywood og auglýstu þar. Ég er búinn að fá fullt af fyrirspurnum þaðan en þetta er auðvitað hvalafurð og vandmeðfarin vara,“ segir bruggarinn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
„Við ákváðum að búa til bjór með súrhval en á okkar forsendum,“ segir Dagbjartur Arilíusson, eigandi Brugghúss Steðja í Borgarfirði, um nýjan þorrabjór fyrirtækisins sem inniheldur hvalseistu sýrð upp úr gerjaða drykknum Kombucha. Þorrabjórar Steðja hafa vakið heimsathygli síðan í janúar 2014 þegar brugghúsið kynnti bjór sem innihélt hvalmjöl. Ári síðar fór í sölu bjór með taðreyktum eistum langreyða sem Dagbjartur segir stoltur að sé umdeildasti bjór heims. Umfjöllun Fréttablaðsins um bjórinn rataði í fréttir erlendra fjölmiðla á borð við BBC og The Guardian og vakti framleiðslan reiði erlendra dýraverndunarsinna.Dagbjartur Arilíusson, eigandi Steðja.Eistun koma að sögn Dagbjarts frá Hval hf. í Hafnarfirði eða sama fyrirtæki og sá Steðja fyrir hvalmjölinu og kynkirtlinum sem brugghúsið hefur taðreykt síðustu ár. Í umfjöllun um Kombucha í blaðinu í ágúst í fyrra kom fram að drykkurinn er gerður úr grænu tei, hrásykri og lifandi gerlum. „Þetta er mjög heilnæmt fyrir meltingarveginn og bætir þarmaflóruna. Við ákváðum að nota gerið til að búa til súrhval og svo er bjórinn bruggaður í belgískum Lambic-stíl en á okkar forsendum. Útkoman er súrbjór þar sem þetta gefur bjórnum eilitla sýru,“ segir Dagbjartur..„Við verkum eistun samkvæmt ákveðinni gæðahandbók og það er mjög langt ferli að sýra þetta á réttan hátt. Yfirleitt eru súrbjórar bruggaðir með súrgeri eða villtum bakteríum en við notum bara sýrðu eistun og ölger,“ segir Dagbjartur og bætir við að mikið af erlendu ferðafólki heimsæki brugghúsið eingöngu vegna hvalabjóranna. „Við opnuðum gestastofu hjá okkur í fyrravor og þetta er það sem þeir eru að leita eftir eða að finna eitthvað íslenskt og öðruvísi,“ segir Dagbjartur og nefnir sem dæmi að leikararnir Tori Spelling og Ian Ziering, sem gerðu garðinn frægan í sjónvarpsþáttunum Beverly Hills 90210 á tíunda áratugnum, hafi heimsótt Steðja í september síðastliðnum. „Þau voru alveg vitlaus í þetta og fóru með þetta heim til sín í Hollywood og auglýstu þar. Ég er búinn að fá fullt af fyrirspurnum þaðan en þetta er auðvitað hvalafurð og vandmeðfarin vara,“ segir bruggarinn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira