Upphitun: Gylfi mætir á Wembley Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. janúar 2018 08:00 Enska úrvalsdeildin fer aftur í gang í dag eftir hlé vegna bikarkeppninnar um síðustu helgi og það er 23. umferðin sem fer í gang með sjö leikjum. Við fáum engan hádegisleik þennan laugardaginn og byrjar því veislan klukkan þrjú. Sjónvarpsleikur dagsins er viðureign Englandsmeistara síðustu tveggja ára, Chelsea og Leicester. Chelsea er í harðri baráttu við Manchester United um annað sæti deildarinnar, en meistararnir eru með einu stigi minna en United. Aðeins tvö stig eru niður í Liverpool í fjórða sætinu svo allt getur gerst í toppbaráttunni, fyrir utan sjálft efsta sætið. Leicester situr hins vegar nokkuð þægilega um miðja deild í áttunda sæti, og verða þar sama hvernig leikir helgarinnar fara. Þegar þessi lið mættust á King Power vellinum í september fór Chelsea með 1-2 sigur. Jóhann Berg Guðmundsson fer með liðsfélögum sínum í Burnley niður til London og sækir heim Roy Hodgson og hans lærisveina í Crystal Palace. Hodgson hefur gefið Palace endurnýjun lífdaga og situr liðið í 14. sæti með 22 stig. Burnley hefur aðeins dottið niður frá toppliðunum, en er samt virðingavert í sjöunda sæti með 34 stig. Nýliðar Huddersfield fá Hamrana hans David Moyes í heimsókn. Aðeins tvö stig aðskilja liðin, en Huddersfield er í 11. sæti með 24 stig og West Ham í því 15. með 22 stig. Huddersfield hefur gert jafntefli í síðustu tveimur leikjum sínum á John Smith's vellinum og West Ham gerði jafntefli í síðustu tveimur útileikjum, svo ef það hefur einhver áhrif þá mun jafntefli líklegast verða niðurstaðan. Newcastle fær botnlið Swansea í heimsókn á St. James' Park. Swansea getur komist af botninum með hagstæðum úrslitum í dag, en liðið er jafnt að stigum og West Bromwich Albion. Albion fær nýliða Brighton í heimsókn á The Hawthorns á sama tíma, en Brighton er í 12. sæti með 23 stig. Brighton fór með 3-1 sigur á West Brom þegar liðin mættust á Amex vellinum í september. Southampton þarf að sækja stig gegn Watford á útivelli til þess að forða sér frá vandræðum, en liðið situr í 17. sæti með 20 stig, líkt og Stoke í 18. sætinu. Deginum líkur svo með viðureign Tottenham og Everton á Wembley. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hafa harma að hefna en Spurs unnu 0-3 á Goodison Park fyrr á tímabilinu. Everton er án sigurs í síðustu fjórum deildarleikjum og þarf að passa sig að falla ekki aftur í neðri hluta tímabilsins, en frá níunda sætinu eru aðeins sjö stig niður í það 18.Leikir dagisns: 15:00 Chelsea - Leicester, beint á Stöð 2 Sport 15:00 Crystal Palace - Burnley 15:00 Huddersfield - West Ham 15:00 Newcastle - Swansea 15:00 Watford - Southampton 15:00 West Bromwich Albion - Brighton 17:30 Tottenham - Everton, beint á Stöð 2 Sport Enski boltinn Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira
Enska úrvalsdeildin fer aftur í gang í dag eftir hlé vegna bikarkeppninnar um síðustu helgi og það er 23. umferðin sem fer í gang með sjö leikjum. Við fáum engan hádegisleik þennan laugardaginn og byrjar því veislan klukkan þrjú. Sjónvarpsleikur dagsins er viðureign Englandsmeistara síðustu tveggja ára, Chelsea og Leicester. Chelsea er í harðri baráttu við Manchester United um annað sæti deildarinnar, en meistararnir eru með einu stigi minna en United. Aðeins tvö stig eru niður í Liverpool í fjórða sætinu svo allt getur gerst í toppbaráttunni, fyrir utan sjálft efsta sætið. Leicester situr hins vegar nokkuð þægilega um miðja deild í áttunda sæti, og verða þar sama hvernig leikir helgarinnar fara. Þegar þessi lið mættust á King Power vellinum í september fór Chelsea með 1-2 sigur. Jóhann Berg Guðmundsson fer með liðsfélögum sínum í Burnley niður til London og sækir heim Roy Hodgson og hans lærisveina í Crystal Palace. Hodgson hefur gefið Palace endurnýjun lífdaga og situr liðið í 14. sæti með 22 stig. Burnley hefur aðeins dottið niður frá toppliðunum, en er samt virðingavert í sjöunda sæti með 34 stig. Nýliðar Huddersfield fá Hamrana hans David Moyes í heimsókn. Aðeins tvö stig aðskilja liðin, en Huddersfield er í 11. sæti með 24 stig og West Ham í því 15. með 22 stig. Huddersfield hefur gert jafntefli í síðustu tveimur leikjum sínum á John Smith's vellinum og West Ham gerði jafntefli í síðustu tveimur útileikjum, svo ef það hefur einhver áhrif þá mun jafntefli líklegast verða niðurstaðan. Newcastle fær botnlið Swansea í heimsókn á St. James' Park. Swansea getur komist af botninum með hagstæðum úrslitum í dag, en liðið er jafnt að stigum og West Bromwich Albion. Albion fær nýliða Brighton í heimsókn á The Hawthorns á sama tíma, en Brighton er í 12. sæti með 23 stig. Brighton fór með 3-1 sigur á West Brom þegar liðin mættust á Amex vellinum í september. Southampton þarf að sækja stig gegn Watford á útivelli til þess að forða sér frá vandræðum, en liðið situr í 17. sæti með 20 stig, líkt og Stoke í 18. sætinu. Deginum líkur svo með viðureign Tottenham og Everton á Wembley. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hafa harma að hefna en Spurs unnu 0-3 á Goodison Park fyrr á tímabilinu. Everton er án sigurs í síðustu fjórum deildarleikjum og þarf að passa sig að falla ekki aftur í neðri hluta tímabilsins, en frá níunda sætinu eru aðeins sjö stig niður í það 18.Leikir dagisns: 15:00 Chelsea - Leicester, beint á Stöð 2 Sport 15:00 Crystal Palace - Burnley 15:00 Huddersfield - West Ham 15:00 Newcastle - Swansea 15:00 Watford - Southampton 15:00 West Bromwich Albion - Brighton 17:30 Tottenham - Everton, beint á Stöð 2 Sport
Enski boltinn Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira