Hóta sektum og vilja að ryki sé fargað Haraldur Guðmundsson skrifar 6. janúar 2018 07:00 Kratus keypti rekstur Al álvinnslu í árslok 2014 og flutti hann í húsnæðið á Grundartanga. vísir/Ernir Umhverfisstofnun (UST) hótar að leggja dagsektir á Kratus ehf. sem hefur síðustu fimm ár ítrekað fengið frest til að fjarlægja mörg tonn af úrgangsryki af lóð sinni á iðnaðarsvæðinu á Grundartanga. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir útlit fyrir að öll spilliefnin verði fjarlægð af lóðinni og send úr landi á næstu vikum. Stofnunin sendi forsvarsmönnum Kratusar bréf rétt fyrir jól, þess efnis að verksmiðjan yrði sektuð um 50 þúsund krónur á dag frá og með 11. janúar. Álagningu dagsekta hafði þá áður verið frestað eftir að mörg hundruð tonn af síuryki og fínryki höfðu safnast upp í lokuðum gámum á lóðinni og í geymslu við Gjáhellu í Hafnarfirði. Um er að ræða framleiðsluúrgang en fyrirtækið vinnur ál úr álgjalli og hóf starfsemi í nóvember 2012. Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir enga staðfestingu um úrbætur hafa borist en að fyrirtækið hafi fundað með forsvarsmönnum Kratusar eftir að bréfið var sent. Von sé á frekari gögnum og því komi í ljós í næstu viku hvort það verði sektað. „Það er búið að fjarlægja allt fínrykið og það er farið úr landi. Ég tók við starfi framkvæmdastjóra fyrir ári og þurfti þá að finna aðila fyrir þessi efni. Í lok 2017 kláruðum við þann hluta og restin fer í janúar eða febrúar og við munum svara Umhverfisstofnun fyrir þann tíma sem okkur er gefinn,“ segir Brynja E. Silness, framkvæmdastjóri Kratusar, í samtali við Fréttablaðið. Brynja segir að spilliefnin séu send til Asíu og að 400 tonn hafi farið utan í desember. Hún vill ekki svara hversu mikið af ryki megi enn finna á lóðinni. Umhverfisstofnun hótaði fyrirtækinu einnig dagsektum í júní 2014 þegar í ljós kom að svokölluð saltkaka, spilliefni sem getur myndað eldfim gös í hættulegu magni komist hún í snertingu við vatn, var geymd óvarin á malarplani við verksmiðjuna. Síðan þá hefur stofnunin gert aðrar athugasemdir við starfsemina og í árslok 2015 fóru starfsmenn hennar í fyrirvaralausa eftirlitsferð eftir ábendingu frá slökkviliðsstjóra Vesturlands um „megna ammóníakslykt á lóðinni“. Kratus er samkvæmt fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra í eigu einkahlutafélaga Eyþórs Laxdals Arnalds, fjárfestis og fyrrverandi bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks í Árborg, og hjónanna Þorsteins I. Sigfússonar, forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, og Bergþóru Karenar Ketilsdóttur, forstöðumanns viðskiptavers Borgunar. Eyþór var hluthafi í verksmiðju GMR Endurvinnslunnar á næstu lóð á Grundartanga sem Umhverfisstofnun hafði einnig aukið eftirlit með, hótað dagsektum og afturköllun starfsleyfis, áður en hún var úrskurðuð gjaldþrota í janúar í fyrra. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Erlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Umhverfisstofnun (UST) hótar að leggja dagsektir á Kratus ehf. sem hefur síðustu fimm ár ítrekað fengið frest til að fjarlægja mörg tonn af úrgangsryki af lóð sinni á iðnaðarsvæðinu á Grundartanga. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir útlit fyrir að öll spilliefnin verði fjarlægð af lóðinni og send úr landi á næstu vikum. Stofnunin sendi forsvarsmönnum Kratusar bréf rétt fyrir jól, þess efnis að verksmiðjan yrði sektuð um 50 þúsund krónur á dag frá og með 11. janúar. Álagningu dagsekta hafði þá áður verið frestað eftir að mörg hundruð tonn af síuryki og fínryki höfðu safnast upp í lokuðum gámum á lóðinni og í geymslu við Gjáhellu í Hafnarfirði. Um er að ræða framleiðsluúrgang en fyrirtækið vinnur ál úr álgjalli og hóf starfsemi í nóvember 2012. Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir enga staðfestingu um úrbætur hafa borist en að fyrirtækið hafi fundað með forsvarsmönnum Kratusar eftir að bréfið var sent. Von sé á frekari gögnum og því komi í ljós í næstu viku hvort það verði sektað. „Það er búið að fjarlægja allt fínrykið og það er farið úr landi. Ég tók við starfi framkvæmdastjóra fyrir ári og þurfti þá að finna aðila fyrir þessi efni. Í lok 2017 kláruðum við þann hluta og restin fer í janúar eða febrúar og við munum svara Umhverfisstofnun fyrir þann tíma sem okkur er gefinn,“ segir Brynja E. Silness, framkvæmdastjóri Kratusar, í samtali við Fréttablaðið. Brynja segir að spilliefnin séu send til Asíu og að 400 tonn hafi farið utan í desember. Hún vill ekki svara hversu mikið af ryki megi enn finna á lóðinni. Umhverfisstofnun hótaði fyrirtækinu einnig dagsektum í júní 2014 þegar í ljós kom að svokölluð saltkaka, spilliefni sem getur myndað eldfim gös í hættulegu magni komist hún í snertingu við vatn, var geymd óvarin á malarplani við verksmiðjuna. Síðan þá hefur stofnunin gert aðrar athugasemdir við starfsemina og í árslok 2015 fóru starfsmenn hennar í fyrirvaralausa eftirlitsferð eftir ábendingu frá slökkviliðsstjóra Vesturlands um „megna ammóníakslykt á lóðinni“. Kratus er samkvæmt fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra í eigu einkahlutafélaga Eyþórs Laxdals Arnalds, fjárfestis og fyrrverandi bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks í Árborg, og hjónanna Þorsteins I. Sigfússonar, forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, og Bergþóru Karenar Ketilsdóttur, forstöðumanns viðskiptavers Borgunar. Eyþór var hluthafi í verksmiðju GMR Endurvinnslunnar á næstu lóð á Grundartanga sem Umhverfisstofnun hafði einnig aukið eftirlit með, hótað dagsektum og afturköllun starfsleyfis, áður en hún var úrskurðuð gjaldþrota í janúar í fyrra.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Erlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira