Hóta sektum og vilja að ryki sé fargað Haraldur Guðmundsson skrifar 6. janúar 2018 07:00 Kratus keypti rekstur Al álvinnslu í árslok 2014 og flutti hann í húsnæðið á Grundartanga. vísir/Ernir Umhverfisstofnun (UST) hótar að leggja dagsektir á Kratus ehf. sem hefur síðustu fimm ár ítrekað fengið frest til að fjarlægja mörg tonn af úrgangsryki af lóð sinni á iðnaðarsvæðinu á Grundartanga. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir útlit fyrir að öll spilliefnin verði fjarlægð af lóðinni og send úr landi á næstu vikum. Stofnunin sendi forsvarsmönnum Kratusar bréf rétt fyrir jól, þess efnis að verksmiðjan yrði sektuð um 50 þúsund krónur á dag frá og með 11. janúar. Álagningu dagsekta hafði þá áður verið frestað eftir að mörg hundruð tonn af síuryki og fínryki höfðu safnast upp í lokuðum gámum á lóðinni og í geymslu við Gjáhellu í Hafnarfirði. Um er að ræða framleiðsluúrgang en fyrirtækið vinnur ál úr álgjalli og hóf starfsemi í nóvember 2012. Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir enga staðfestingu um úrbætur hafa borist en að fyrirtækið hafi fundað með forsvarsmönnum Kratusar eftir að bréfið var sent. Von sé á frekari gögnum og því komi í ljós í næstu viku hvort það verði sektað. „Það er búið að fjarlægja allt fínrykið og það er farið úr landi. Ég tók við starfi framkvæmdastjóra fyrir ári og þurfti þá að finna aðila fyrir þessi efni. Í lok 2017 kláruðum við þann hluta og restin fer í janúar eða febrúar og við munum svara Umhverfisstofnun fyrir þann tíma sem okkur er gefinn,“ segir Brynja E. Silness, framkvæmdastjóri Kratusar, í samtali við Fréttablaðið. Brynja segir að spilliefnin séu send til Asíu og að 400 tonn hafi farið utan í desember. Hún vill ekki svara hversu mikið af ryki megi enn finna á lóðinni. Umhverfisstofnun hótaði fyrirtækinu einnig dagsektum í júní 2014 þegar í ljós kom að svokölluð saltkaka, spilliefni sem getur myndað eldfim gös í hættulegu magni komist hún í snertingu við vatn, var geymd óvarin á malarplani við verksmiðjuna. Síðan þá hefur stofnunin gert aðrar athugasemdir við starfsemina og í árslok 2015 fóru starfsmenn hennar í fyrirvaralausa eftirlitsferð eftir ábendingu frá slökkviliðsstjóra Vesturlands um „megna ammóníakslykt á lóðinni“. Kratus er samkvæmt fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra í eigu einkahlutafélaga Eyþórs Laxdals Arnalds, fjárfestis og fyrrverandi bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks í Árborg, og hjónanna Þorsteins I. Sigfússonar, forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, og Bergþóru Karenar Ketilsdóttur, forstöðumanns viðskiptavers Borgunar. Eyþór var hluthafi í verksmiðju GMR Endurvinnslunnar á næstu lóð á Grundartanga sem Umhverfisstofnun hafði einnig aukið eftirlit með, hótað dagsektum og afturköllun starfsleyfis, áður en hún var úrskurðuð gjaldþrota í janúar í fyrra. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Fleiri fréttir Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Sjá meira
Umhverfisstofnun (UST) hótar að leggja dagsektir á Kratus ehf. sem hefur síðustu fimm ár ítrekað fengið frest til að fjarlægja mörg tonn af úrgangsryki af lóð sinni á iðnaðarsvæðinu á Grundartanga. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir útlit fyrir að öll spilliefnin verði fjarlægð af lóðinni og send úr landi á næstu vikum. Stofnunin sendi forsvarsmönnum Kratusar bréf rétt fyrir jól, þess efnis að verksmiðjan yrði sektuð um 50 þúsund krónur á dag frá og með 11. janúar. Álagningu dagsekta hafði þá áður verið frestað eftir að mörg hundruð tonn af síuryki og fínryki höfðu safnast upp í lokuðum gámum á lóðinni og í geymslu við Gjáhellu í Hafnarfirði. Um er að ræða framleiðsluúrgang en fyrirtækið vinnur ál úr álgjalli og hóf starfsemi í nóvember 2012. Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir enga staðfestingu um úrbætur hafa borist en að fyrirtækið hafi fundað með forsvarsmönnum Kratusar eftir að bréfið var sent. Von sé á frekari gögnum og því komi í ljós í næstu viku hvort það verði sektað. „Það er búið að fjarlægja allt fínrykið og það er farið úr landi. Ég tók við starfi framkvæmdastjóra fyrir ári og þurfti þá að finna aðila fyrir þessi efni. Í lok 2017 kláruðum við þann hluta og restin fer í janúar eða febrúar og við munum svara Umhverfisstofnun fyrir þann tíma sem okkur er gefinn,“ segir Brynja E. Silness, framkvæmdastjóri Kratusar, í samtali við Fréttablaðið. Brynja segir að spilliefnin séu send til Asíu og að 400 tonn hafi farið utan í desember. Hún vill ekki svara hversu mikið af ryki megi enn finna á lóðinni. Umhverfisstofnun hótaði fyrirtækinu einnig dagsektum í júní 2014 þegar í ljós kom að svokölluð saltkaka, spilliefni sem getur myndað eldfim gös í hættulegu magni komist hún í snertingu við vatn, var geymd óvarin á malarplani við verksmiðjuna. Síðan þá hefur stofnunin gert aðrar athugasemdir við starfsemina og í árslok 2015 fóru starfsmenn hennar í fyrirvaralausa eftirlitsferð eftir ábendingu frá slökkviliðsstjóra Vesturlands um „megna ammóníakslykt á lóðinni“. Kratus er samkvæmt fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra í eigu einkahlutafélaga Eyþórs Laxdals Arnalds, fjárfestis og fyrrverandi bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks í Árborg, og hjónanna Þorsteins I. Sigfússonar, forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, og Bergþóru Karenar Ketilsdóttur, forstöðumanns viðskiptavers Borgunar. Eyþór var hluthafi í verksmiðju GMR Endurvinnslunnar á næstu lóð á Grundartanga sem Umhverfisstofnun hafði einnig aukið eftirlit með, hótað dagsektum og afturköllun starfsleyfis, áður en hún var úrskurðuð gjaldþrota í janúar í fyrra.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Fleiri fréttir Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Sjá meira