Morðtíðni á Íslandi áhyggjuefni að mati prófessors Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. janúar 2018 19:57 Óvenju mörg morð voru framin hér á landi á síðasta ári, en þau hafa ekki verið eins mörg frá árinu 2004. Fjórum var ráðinn bani á síðasta ári og í öllum tilfellum var karlmaður gerandi. Prófessor í félagsfræði segir þetta áhyggjuefni enda sé morðtíðnin hér að verða sambærileg og í hinum Norðurlöndunum. Tveimur körlum og tveimur konum var ráðinn bani á síðasta ári, en svo háar tölur hafa ekki sést í fjórtán ár, og lýsti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra yfir áhyggjum vegna þessa í Kryddsíld Stöðvar tvö á gamlársdag. „Það eru fleiri morð á Íslandi þetta ár en við höfum séð að minnsta kosti lengi. Mér finnst það vera áhyggjuefni. Það eru auðvitað þau mál sem hafa verið mest í fréttum á árinu. Mér finnst ástæða til að við veltum því fyrir okkur hvort þetta sé einhver tilviljun eða hvort þetta sé eitthvað sem við þurfum að hafa áhyggjur af,“ sagði Katrín. Frá árinu 2000 hafa þrjátíu og sex morð verið framin hér á landi. Árið 2002 voru manndrápsmálin þrjú talsins og árið 2004 voru þau fimm, en þá voru þrjár konur myrtar og tveir karlar. „Það má segja að um aldamótin hafi gengið yfir allt að því hrina manndrápa, síðan hefur fjöldinn verið heldur minni á síðustu árum en árið í fyrra minnir dálítið á aldamótin,“ segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði. Karlmenn eru í langflestum tilfellum gerendur og þolendur, í áfengis- eða fíkniefnavímu. Morðtíðni hér á landi er almennt lægri en í öðrum vestrænum ríkjum, en ef þessi þróun heldur áfram verður hún á pari við hin Norðurlöndin. „Ef við tökum tímabilið frá aldamótum þá eru þetta um það bil tvö manndráp á ári að jafnaði á Íslandi, þá er tíðnin í lægri kantinum miðað við aðrar vestrænar þjóðir og ívið lægra en við sjáum á Norðurlöndunum, þegar við horfum yfir jafn stórt tímabil og tuttugu ár. En einstök ár hefur tíðnin verið hærri og það er tíðni sem er á pari eða jafnvel heldur meiri í mörgum öðrum löndum í vestur Evrópu. Það er alltaf áhyggjuefni, þrjátíu og sex manndráp frá aldamótum.“ Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skert hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Sjá meira
Óvenju mörg morð voru framin hér á landi á síðasta ári, en þau hafa ekki verið eins mörg frá árinu 2004. Fjórum var ráðinn bani á síðasta ári og í öllum tilfellum var karlmaður gerandi. Prófessor í félagsfræði segir þetta áhyggjuefni enda sé morðtíðnin hér að verða sambærileg og í hinum Norðurlöndunum. Tveimur körlum og tveimur konum var ráðinn bani á síðasta ári, en svo háar tölur hafa ekki sést í fjórtán ár, og lýsti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra yfir áhyggjum vegna þessa í Kryddsíld Stöðvar tvö á gamlársdag. „Það eru fleiri morð á Íslandi þetta ár en við höfum séð að minnsta kosti lengi. Mér finnst það vera áhyggjuefni. Það eru auðvitað þau mál sem hafa verið mest í fréttum á árinu. Mér finnst ástæða til að við veltum því fyrir okkur hvort þetta sé einhver tilviljun eða hvort þetta sé eitthvað sem við þurfum að hafa áhyggjur af,“ sagði Katrín. Frá árinu 2000 hafa þrjátíu og sex morð verið framin hér á landi. Árið 2002 voru manndrápsmálin þrjú talsins og árið 2004 voru þau fimm, en þá voru þrjár konur myrtar og tveir karlar. „Það má segja að um aldamótin hafi gengið yfir allt að því hrina manndrápa, síðan hefur fjöldinn verið heldur minni á síðustu árum en árið í fyrra minnir dálítið á aldamótin,“ segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði. Karlmenn eru í langflestum tilfellum gerendur og þolendur, í áfengis- eða fíkniefnavímu. Morðtíðni hér á landi er almennt lægri en í öðrum vestrænum ríkjum, en ef þessi þróun heldur áfram verður hún á pari við hin Norðurlöndin. „Ef við tökum tímabilið frá aldamótum þá eru þetta um það bil tvö manndráp á ári að jafnaði á Íslandi, þá er tíðnin í lægri kantinum miðað við aðrar vestrænar þjóðir og ívið lægra en við sjáum á Norðurlöndunum, þegar við horfum yfir jafn stórt tímabil og tuttugu ár. En einstök ár hefur tíðnin verið hærri og það er tíðni sem er á pari eða jafnvel heldur meiri í mörgum öðrum löndum í vestur Evrópu. Það er alltaf áhyggjuefni, þrjátíu og sex manndráp frá aldamótum.“
Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skert hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Sjá meira