Morðtíðni á Íslandi áhyggjuefni að mati prófessors Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. janúar 2018 19:57 Óvenju mörg morð voru framin hér á landi á síðasta ári, en þau hafa ekki verið eins mörg frá árinu 2004. Fjórum var ráðinn bani á síðasta ári og í öllum tilfellum var karlmaður gerandi. Prófessor í félagsfræði segir þetta áhyggjuefni enda sé morðtíðnin hér að verða sambærileg og í hinum Norðurlöndunum. Tveimur körlum og tveimur konum var ráðinn bani á síðasta ári, en svo háar tölur hafa ekki sést í fjórtán ár, og lýsti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra yfir áhyggjum vegna þessa í Kryddsíld Stöðvar tvö á gamlársdag. „Það eru fleiri morð á Íslandi þetta ár en við höfum séð að minnsta kosti lengi. Mér finnst það vera áhyggjuefni. Það eru auðvitað þau mál sem hafa verið mest í fréttum á árinu. Mér finnst ástæða til að við veltum því fyrir okkur hvort þetta sé einhver tilviljun eða hvort þetta sé eitthvað sem við þurfum að hafa áhyggjur af,“ sagði Katrín. Frá árinu 2000 hafa þrjátíu og sex morð verið framin hér á landi. Árið 2002 voru manndrápsmálin þrjú talsins og árið 2004 voru þau fimm, en þá voru þrjár konur myrtar og tveir karlar. „Það má segja að um aldamótin hafi gengið yfir allt að því hrina manndrápa, síðan hefur fjöldinn verið heldur minni á síðustu árum en árið í fyrra minnir dálítið á aldamótin,“ segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði. Karlmenn eru í langflestum tilfellum gerendur og þolendur, í áfengis- eða fíkniefnavímu. Morðtíðni hér á landi er almennt lægri en í öðrum vestrænum ríkjum, en ef þessi þróun heldur áfram verður hún á pari við hin Norðurlöndin. „Ef við tökum tímabilið frá aldamótum þá eru þetta um það bil tvö manndráp á ári að jafnaði á Íslandi, þá er tíðnin í lægri kantinum miðað við aðrar vestrænar þjóðir og ívið lægra en við sjáum á Norðurlöndunum, þegar við horfum yfir jafn stórt tímabil og tuttugu ár. En einstök ár hefur tíðnin verið hærri og það er tíðni sem er á pari eða jafnvel heldur meiri í mörgum öðrum löndum í vestur Evrópu. Það er alltaf áhyggjuefni, þrjátíu og sex manndráp frá aldamótum.“ Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Sjá meira
Óvenju mörg morð voru framin hér á landi á síðasta ári, en þau hafa ekki verið eins mörg frá árinu 2004. Fjórum var ráðinn bani á síðasta ári og í öllum tilfellum var karlmaður gerandi. Prófessor í félagsfræði segir þetta áhyggjuefni enda sé morðtíðnin hér að verða sambærileg og í hinum Norðurlöndunum. Tveimur körlum og tveimur konum var ráðinn bani á síðasta ári, en svo háar tölur hafa ekki sést í fjórtán ár, og lýsti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra yfir áhyggjum vegna þessa í Kryddsíld Stöðvar tvö á gamlársdag. „Það eru fleiri morð á Íslandi þetta ár en við höfum séð að minnsta kosti lengi. Mér finnst það vera áhyggjuefni. Það eru auðvitað þau mál sem hafa verið mest í fréttum á árinu. Mér finnst ástæða til að við veltum því fyrir okkur hvort þetta sé einhver tilviljun eða hvort þetta sé eitthvað sem við þurfum að hafa áhyggjur af,“ sagði Katrín. Frá árinu 2000 hafa þrjátíu og sex morð verið framin hér á landi. Árið 2002 voru manndrápsmálin þrjú talsins og árið 2004 voru þau fimm, en þá voru þrjár konur myrtar og tveir karlar. „Það má segja að um aldamótin hafi gengið yfir allt að því hrina manndrápa, síðan hefur fjöldinn verið heldur minni á síðustu árum en árið í fyrra minnir dálítið á aldamótin,“ segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði. Karlmenn eru í langflestum tilfellum gerendur og þolendur, í áfengis- eða fíkniefnavímu. Morðtíðni hér á landi er almennt lægri en í öðrum vestrænum ríkjum, en ef þessi þróun heldur áfram verður hún á pari við hin Norðurlöndin. „Ef við tökum tímabilið frá aldamótum þá eru þetta um það bil tvö manndráp á ári að jafnaði á Íslandi, þá er tíðnin í lægri kantinum miðað við aðrar vestrænar þjóðir og ívið lægra en við sjáum á Norðurlöndunum, þegar við horfum yfir jafn stórt tímabil og tuttugu ár. En einstök ár hefur tíðnin verið hærri og það er tíðni sem er á pari eða jafnvel heldur meiri í mörgum öðrum löndum í vestur Evrópu. Það er alltaf áhyggjuefni, þrjátíu og sex manndráp frá aldamótum.“
Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Sjá meira