Hlakkar til að keppa á Ólympíuleikunum Elín Albertsdóttir skrifar 18. janúar 2018 10:30 Freydís Halla er landsliðskona í alpagreinum en í næsta mánuði reynir á hana á Vetrarólympíuleikunum í S-Kóreu. Freydís Halla Einarsdóttir, landsliðskona í alpagreinum, heldur til Suður-Kóreu í næsta mánuði þar sem hún tekur þátt í Vetrarólympíuleikunum fyrir Íslands hönd. Hún æfir þessa dagana af miklum krafti í Bandaríkjunum. Þetta er í fyrsta skipti sem Freydís Halla keppir á Ólympíuleikunum. Hún segir mikla tilhlökkun vera í loftinu enda hefur hún aldrei áður komið til Asíu. „Ég er spennt fyrir mótinu sjálfu og öllu í kringum það, líka því að fara til Suður-Kóreu. Mér finnst spennandi að sjá nýja staði og kynnast öðruvísi menningu. Ég hlakka mikið til að sjá þetta flotta Ólympíusvæði og keppa þar. Fyrir utan keppnina sjálfa hlakka ég til að vera á opnunarhátíðinni og ganga þar inn með íslenska liðinu,“ segir Freydís Halla en hún var mjög nálægt því fyrir fjórum árum að komast á leikana og var næsta stelpa inn. Nú fær gamall draumur að rætast. „Það hefur alltaf verið draumur hjá mér að keppa á Ólympíuleiknum. Það er einhvern veginn öðruvísi stemning í kringum Ólympíuleikana heldur en til dæmis á heimsmeistaramótum,“ segir hún. Freydís Halla fór í nokkrar æfingaferðir síðasta haust, meðal annars til Austurríkis, Sviss og Kaliforníu. Undanfarið hefur hún verið við æfingar í Bandaríkjunum en hún er í BSc-námi í íþróttalífeðlisfræði eða Exercise and Sport Physiology í Plymouth í New Hampshire þar sem hún segist hafa mjög flottar aðstæður til æfinga en þær hafa verið á fullu núna í janúar. „Skólinn byrjar ekki fyrr en í lok mánaðar svo ég get einbeitt mér 100% að því að æfa og keppa,“ segir hún. „Hér eru topp aðstæður flesta daga, en það fer auðvitað eftir veðri eins og alls staðar annars staðar. Við erum með þrjú skíðasvæði hér sem eru í innan við hálftíma akstursfjarlægð, svo ef heimasvæðið okkar, Waterville Valley, er lokað þá förum við bara eitthvert annað.“Freydís Halla hefur stundað æfingar af miklu kappi undanfarna mánuði.Foreldrar Freydísar Höllu, Einar Þór Bjarnason og Iðunn Lára Ólafsdóttir, ætla til Suður-Kóreu og fylgjast með sinni konu. „Það er frábær stuðningur fyrir mig að hafa foreldra mína á staðnum. Þau hafa komið með mér og fylgst með mér keppa á nokkrum heimsmeistaramótum en þetta verður klárlega allt öðruvísi og stærra,“ segir hún og viðurkennir að foreldrarnir séu bæði stoltir af henni og spenntir fyrir hennar hönd. Þegar Freydís Halla er spurð hvort hún stefni á verðlaunapall, svarar hún. „Ég myndi nú ekki segja að verðlaunapallur sé raunhæft markmið fyrir mig en auðvitað stefni ég á að gera mitt besta og við sjáum til hversu langt það fleytir mér.“ Vetrarólympíuleikarnir fara fram í PyeongChang í Suður-Kóreu frá 9.- 25. febrúar. Mest lesið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Fleiri fréttir Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Sjá meira
Freydís Halla Einarsdóttir, landsliðskona í alpagreinum, heldur til Suður-Kóreu í næsta mánuði þar sem hún tekur þátt í Vetrarólympíuleikunum fyrir Íslands hönd. Hún æfir þessa dagana af miklum krafti í Bandaríkjunum. Þetta er í fyrsta skipti sem Freydís Halla keppir á Ólympíuleikunum. Hún segir mikla tilhlökkun vera í loftinu enda hefur hún aldrei áður komið til Asíu. „Ég er spennt fyrir mótinu sjálfu og öllu í kringum það, líka því að fara til Suður-Kóreu. Mér finnst spennandi að sjá nýja staði og kynnast öðruvísi menningu. Ég hlakka mikið til að sjá þetta flotta Ólympíusvæði og keppa þar. Fyrir utan keppnina sjálfa hlakka ég til að vera á opnunarhátíðinni og ganga þar inn með íslenska liðinu,“ segir Freydís Halla en hún var mjög nálægt því fyrir fjórum árum að komast á leikana og var næsta stelpa inn. Nú fær gamall draumur að rætast. „Það hefur alltaf verið draumur hjá mér að keppa á Ólympíuleiknum. Það er einhvern veginn öðruvísi stemning í kringum Ólympíuleikana heldur en til dæmis á heimsmeistaramótum,“ segir hún. Freydís Halla fór í nokkrar æfingaferðir síðasta haust, meðal annars til Austurríkis, Sviss og Kaliforníu. Undanfarið hefur hún verið við æfingar í Bandaríkjunum en hún er í BSc-námi í íþróttalífeðlisfræði eða Exercise and Sport Physiology í Plymouth í New Hampshire þar sem hún segist hafa mjög flottar aðstæður til æfinga en þær hafa verið á fullu núna í janúar. „Skólinn byrjar ekki fyrr en í lok mánaðar svo ég get einbeitt mér 100% að því að æfa og keppa,“ segir hún. „Hér eru topp aðstæður flesta daga, en það fer auðvitað eftir veðri eins og alls staðar annars staðar. Við erum með þrjú skíðasvæði hér sem eru í innan við hálftíma akstursfjarlægð, svo ef heimasvæðið okkar, Waterville Valley, er lokað þá förum við bara eitthvert annað.“Freydís Halla hefur stundað æfingar af miklu kappi undanfarna mánuði.Foreldrar Freydísar Höllu, Einar Þór Bjarnason og Iðunn Lára Ólafsdóttir, ætla til Suður-Kóreu og fylgjast með sinni konu. „Það er frábær stuðningur fyrir mig að hafa foreldra mína á staðnum. Þau hafa komið með mér og fylgst með mér keppa á nokkrum heimsmeistaramótum en þetta verður klárlega allt öðruvísi og stærra,“ segir hún og viðurkennir að foreldrarnir séu bæði stoltir af henni og spenntir fyrir hennar hönd. Þegar Freydís Halla er spurð hvort hún stefni á verðlaunapall, svarar hún. „Ég myndi nú ekki segja að verðlaunapallur sé raunhæft markmið fyrir mig en auðvitað stefni ég á að gera mitt besta og við sjáum til hversu langt það fleytir mér.“ Vetrarólympíuleikarnir fara fram í PyeongChang í Suður-Kóreu frá 9.- 25. febrúar.
Mest lesið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Fleiri fréttir Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Sjá meira