Hlakkar til að keppa á Ólympíuleikunum Elín Albertsdóttir skrifar 18. janúar 2018 10:30 Freydís Halla er landsliðskona í alpagreinum en í næsta mánuði reynir á hana á Vetrarólympíuleikunum í S-Kóreu. Freydís Halla Einarsdóttir, landsliðskona í alpagreinum, heldur til Suður-Kóreu í næsta mánuði þar sem hún tekur þátt í Vetrarólympíuleikunum fyrir Íslands hönd. Hún æfir þessa dagana af miklum krafti í Bandaríkjunum. Þetta er í fyrsta skipti sem Freydís Halla keppir á Ólympíuleikunum. Hún segir mikla tilhlökkun vera í loftinu enda hefur hún aldrei áður komið til Asíu. „Ég er spennt fyrir mótinu sjálfu og öllu í kringum það, líka því að fara til Suður-Kóreu. Mér finnst spennandi að sjá nýja staði og kynnast öðruvísi menningu. Ég hlakka mikið til að sjá þetta flotta Ólympíusvæði og keppa þar. Fyrir utan keppnina sjálfa hlakka ég til að vera á opnunarhátíðinni og ganga þar inn með íslenska liðinu,“ segir Freydís Halla en hún var mjög nálægt því fyrir fjórum árum að komast á leikana og var næsta stelpa inn. Nú fær gamall draumur að rætast. „Það hefur alltaf verið draumur hjá mér að keppa á Ólympíuleiknum. Það er einhvern veginn öðruvísi stemning í kringum Ólympíuleikana heldur en til dæmis á heimsmeistaramótum,“ segir hún. Freydís Halla fór í nokkrar æfingaferðir síðasta haust, meðal annars til Austurríkis, Sviss og Kaliforníu. Undanfarið hefur hún verið við æfingar í Bandaríkjunum en hún er í BSc-námi í íþróttalífeðlisfræði eða Exercise and Sport Physiology í Plymouth í New Hampshire þar sem hún segist hafa mjög flottar aðstæður til æfinga en þær hafa verið á fullu núna í janúar. „Skólinn byrjar ekki fyrr en í lok mánaðar svo ég get einbeitt mér 100% að því að æfa og keppa,“ segir hún. „Hér eru topp aðstæður flesta daga, en það fer auðvitað eftir veðri eins og alls staðar annars staðar. Við erum með þrjú skíðasvæði hér sem eru í innan við hálftíma akstursfjarlægð, svo ef heimasvæðið okkar, Waterville Valley, er lokað þá förum við bara eitthvert annað.“Freydís Halla hefur stundað æfingar af miklu kappi undanfarna mánuði.Foreldrar Freydísar Höllu, Einar Þór Bjarnason og Iðunn Lára Ólafsdóttir, ætla til Suður-Kóreu og fylgjast með sinni konu. „Það er frábær stuðningur fyrir mig að hafa foreldra mína á staðnum. Þau hafa komið með mér og fylgst með mér keppa á nokkrum heimsmeistaramótum en þetta verður klárlega allt öðruvísi og stærra,“ segir hún og viðurkennir að foreldrarnir séu bæði stoltir af henni og spenntir fyrir hennar hönd. Þegar Freydís Halla er spurð hvort hún stefni á verðlaunapall, svarar hún. „Ég myndi nú ekki segja að verðlaunapallur sé raunhæft markmið fyrir mig en auðvitað stefni ég á að gera mitt besta og við sjáum til hversu langt það fleytir mér.“ Vetrarólympíuleikarnir fara fram í PyeongChang í Suður-Kóreu frá 9.- 25. febrúar. Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Freydís Halla Einarsdóttir, landsliðskona í alpagreinum, heldur til Suður-Kóreu í næsta mánuði þar sem hún tekur þátt í Vetrarólympíuleikunum fyrir Íslands hönd. Hún æfir þessa dagana af miklum krafti í Bandaríkjunum. Þetta er í fyrsta skipti sem Freydís Halla keppir á Ólympíuleikunum. Hún segir mikla tilhlökkun vera í loftinu enda hefur hún aldrei áður komið til Asíu. „Ég er spennt fyrir mótinu sjálfu og öllu í kringum það, líka því að fara til Suður-Kóreu. Mér finnst spennandi að sjá nýja staði og kynnast öðruvísi menningu. Ég hlakka mikið til að sjá þetta flotta Ólympíusvæði og keppa þar. Fyrir utan keppnina sjálfa hlakka ég til að vera á opnunarhátíðinni og ganga þar inn með íslenska liðinu,“ segir Freydís Halla en hún var mjög nálægt því fyrir fjórum árum að komast á leikana og var næsta stelpa inn. Nú fær gamall draumur að rætast. „Það hefur alltaf verið draumur hjá mér að keppa á Ólympíuleiknum. Það er einhvern veginn öðruvísi stemning í kringum Ólympíuleikana heldur en til dæmis á heimsmeistaramótum,“ segir hún. Freydís Halla fór í nokkrar æfingaferðir síðasta haust, meðal annars til Austurríkis, Sviss og Kaliforníu. Undanfarið hefur hún verið við æfingar í Bandaríkjunum en hún er í BSc-námi í íþróttalífeðlisfræði eða Exercise and Sport Physiology í Plymouth í New Hampshire þar sem hún segist hafa mjög flottar aðstæður til æfinga en þær hafa verið á fullu núna í janúar. „Skólinn byrjar ekki fyrr en í lok mánaðar svo ég get einbeitt mér 100% að því að æfa og keppa,“ segir hún. „Hér eru topp aðstæður flesta daga, en það fer auðvitað eftir veðri eins og alls staðar annars staðar. Við erum með þrjú skíðasvæði hér sem eru í innan við hálftíma akstursfjarlægð, svo ef heimasvæðið okkar, Waterville Valley, er lokað þá förum við bara eitthvert annað.“Freydís Halla hefur stundað æfingar af miklu kappi undanfarna mánuði.Foreldrar Freydísar Höllu, Einar Þór Bjarnason og Iðunn Lára Ólafsdóttir, ætla til Suður-Kóreu og fylgjast með sinni konu. „Það er frábær stuðningur fyrir mig að hafa foreldra mína á staðnum. Þau hafa komið með mér og fylgst með mér keppa á nokkrum heimsmeistaramótum en þetta verður klárlega allt öðruvísi og stærra,“ segir hún og viðurkennir að foreldrarnir séu bæði stoltir af henni og spenntir fyrir hennar hönd. Þegar Freydís Halla er spurð hvort hún stefni á verðlaunapall, svarar hún. „Ég myndi nú ekki segja að verðlaunapallur sé raunhæft markmið fyrir mig en auðvitað stefni ég á að gera mitt besta og við sjáum til hversu langt það fleytir mér.“ Vetrarólympíuleikarnir fara fram í PyeongChang í Suður-Kóreu frá 9.- 25. febrúar.
Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög