Melania aftur sökuð um ritstuld Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. maí 2018 06:54 Melania Trump kynnti í gær herferð sína fyrir auknu netöryggi barna. Vísir/getty Bæklingur, sem er hluti af nýrri herferð Melaniu Trump um öryggi barna á netinu, þykir grunsamlega líkur bæklingi sem gefinn var út í stjórnartíð Baracks Obama. Málið þykir hið vandræðalegasta fyrir eiginkonu Bandaríkjaforseta - ekki síst vegna þess að hún hefur áður verið gagnrýnd fyrir ritstuld. Ræða sem hún flutti á landsþingi Repúblikanaflokksins árið 2016 var að hluta tekin orðrétt upp úr sambærilegri ræðu, sem forsetafrúin Michelle Obama flutti árið 2008.Herferð Melaniu ber nafnið Verið best, (e. Be best) og var henni ýtt úr vör í gær. Á heimasíðu Hvíta hússins er hlekkur á vefsetur herferðarinnar. Við hlekkinn stendur: „Foreldrar, smellið hér til að lesa Samtöl við börn um nethegðun, bæklingur eftir Melaniu Trump og alríkisráð viðskiptamála."Fun fact: The White House trumpets “Talking with Kids about Being Online" as "a booklet by First Lady Melania Trump and the Federal Trade Commission." Except for an intro, it's exactly the same thing Obama's FTC put out. pic.twitter.com/AEf6F0gBbt— The Rude Pundit (@rudepundit) May 7, 2018 Síðar, eftir að netverjar bentu á að bæklingurinn væri nákvæmlega eins og sambærilegur bæklingur sem gefinn var út árið 2014, var orðalaginu breytt. Hann er nú sagður vera „Bæklingur alríkisráðs viðskiptamála, kynntur af Melaniu Trump." Talsmaður Hvíta hússins staðfestir að orðalaginu hafi verið breytt. Hann segir það hafa verið gert vegna þess „misskilnings“ sem var uppi um eðli bæklingsins.Sjá einnig: Sláandi líkindi með ræðu frú Trump og átta ára ræðu Michelle Obama Þeim sem smella á hlekkinn á vef Hvíta hússins er vísað á bækling á pdf-formi. Kápan á bæklingi Melaniu er nær alfarið eins og kápan á fyrri bæklingnum, að frátöldum myndunum af farsímum. Þær hafa verið uppfærðar svo að þær líkist meira iPhone-snjallsímum. Þá er orðalagið í bæklingunum nánast algjörlega eins. Aðstoðarmaður Melaniu, Meredith McIver, sagðist bera ábyrgð á líkindum fyrrnefndar ræðu, sem forsetafrúin flutti árið 2016. McIver sagði að Melania hafi lesið brot úr ræðu Michelle Obama fyrir sig í gegnum síma í aðdraganda þingsins og að hún hafi fyrir mistök bætt brotunum við ræðu Melaniu. Bandaríkin Tengdar fréttir Sláandi líkindi með ræðu frú Trump og átta ára ræðu Michelle Obama Saka frú Trump um ritstuld. 19. júlí 2016 09:12 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Bæklingur, sem er hluti af nýrri herferð Melaniu Trump um öryggi barna á netinu, þykir grunsamlega líkur bæklingi sem gefinn var út í stjórnartíð Baracks Obama. Málið þykir hið vandræðalegasta fyrir eiginkonu Bandaríkjaforseta - ekki síst vegna þess að hún hefur áður verið gagnrýnd fyrir ritstuld. Ræða sem hún flutti á landsþingi Repúblikanaflokksins árið 2016 var að hluta tekin orðrétt upp úr sambærilegri ræðu, sem forsetafrúin Michelle Obama flutti árið 2008.Herferð Melaniu ber nafnið Verið best, (e. Be best) og var henni ýtt úr vör í gær. Á heimasíðu Hvíta hússins er hlekkur á vefsetur herferðarinnar. Við hlekkinn stendur: „Foreldrar, smellið hér til að lesa Samtöl við börn um nethegðun, bæklingur eftir Melaniu Trump og alríkisráð viðskiptamála."Fun fact: The White House trumpets “Talking with Kids about Being Online" as "a booklet by First Lady Melania Trump and the Federal Trade Commission." Except for an intro, it's exactly the same thing Obama's FTC put out. pic.twitter.com/AEf6F0gBbt— The Rude Pundit (@rudepundit) May 7, 2018 Síðar, eftir að netverjar bentu á að bæklingurinn væri nákvæmlega eins og sambærilegur bæklingur sem gefinn var út árið 2014, var orðalaginu breytt. Hann er nú sagður vera „Bæklingur alríkisráðs viðskiptamála, kynntur af Melaniu Trump." Talsmaður Hvíta hússins staðfestir að orðalaginu hafi verið breytt. Hann segir það hafa verið gert vegna þess „misskilnings“ sem var uppi um eðli bæklingsins.Sjá einnig: Sláandi líkindi með ræðu frú Trump og átta ára ræðu Michelle Obama Þeim sem smella á hlekkinn á vef Hvíta hússins er vísað á bækling á pdf-formi. Kápan á bæklingi Melaniu er nær alfarið eins og kápan á fyrri bæklingnum, að frátöldum myndunum af farsímum. Þær hafa verið uppfærðar svo að þær líkist meira iPhone-snjallsímum. Þá er orðalagið í bæklingunum nánast algjörlega eins. Aðstoðarmaður Melaniu, Meredith McIver, sagðist bera ábyrgð á líkindum fyrrnefndar ræðu, sem forsetafrúin flutti árið 2016. McIver sagði að Melania hafi lesið brot úr ræðu Michelle Obama fyrir sig í gegnum síma í aðdraganda þingsins og að hún hafi fyrir mistök bætt brotunum við ræðu Melaniu.
Bandaríkin Tengdar fréttir Sláandi líkindi með ræðu frú Trump og átta ára ræðu Michelle Obama Saka frú Trump um ritstuld. 19. júlí 2016 09:12 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Sláandi líkindi með ræðu frú Trump og átta ára ræðu Michelle Obama Saka frú Trump um ritstuld. 19. júlí 2016 09:12