Melania aftur sökuð um ritstuld Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. maí 2018 06:54 Melania Trump kynnti í gær herferð sína fyrir auknu netöryggi barna. Vísir/getty Bæklingur, sem er hluti af nýrri herferð Melaniu Trump um öryggi barna á netinu, þykir grunsamlega líkur bæklingi sem gefinn var út í stjórnartíð Baracks Obama. Málið þykir hið vandræðalegasta fyrir eiginkonu Bandaríkjaforseta - ekki síst vegna þess að hún hefur áður verið gagnrýnd fyrir ritstuld. Ræða sem hún flutti á landsþingi Repúblikanaflokksins árið 2016 var að hluta tekin orðrétt upp úr sambærilegri ræðu, sem forsetafrúin Michelle Obama flutti árið 2008.Herferð Melaniu ber nafnið Verið best, (e. Be best) og var henni ýtt úr vör í gær. Á heimasíðu Hvíta hússins er hlekkur á vefsetur herferðarinnar. Við hlekkinn stendur: „Foreldrar, smellið hér til að lesa Samtöl við börn um nethegðun, bæklingur eftir Melaniu Trump og alríkisráð viðskiptamála."Fun fact: The White House trumpets “Talking with Kids about Being Online" as "a booklet by First Lady Melania Trump and the Federal Trade Commission." Except for an intro, it's exactly the same thing Obama's FTC put out. pic.twitter.com/AEf6F0gBbt— The Rude Pundit (@rudepundit) May 7, 2018 Síðar, eftir að netverjar bentu á að bæklingurinn væri nákvæmlega eins og sambærilegur bæklingur sem gefinn var út árið 2014, var orðalaginu breytt. Hann er nú sagður vera „Bæklingur alríkisráðs viðskiptamála, kynntur af Melaniu Trump." Talsmaður Hvíta hússins staðfestir að orðalaginu hafi verið breytt. Hann segir það hafa verið gert vegna þess „misskilnings“ sem var uppi um eðli bæklingsins.Sjá einnig: Sláandi líkindi með ræðu frú Trump og átta ára ræðu Michelle Obama Þeim sem smella á hlekkinn á vef Hvíta hússins er vísað á bækling á pdf-formi. Kápan á bæklingi Melaniu er nær alfarið eins og kápan á fyrri bæklingnum, að frátöldum myndunum af farsímum. Þær hafa verið uppfærðar svo að þær líkist meira iPhone-snjallsímum. Þá er orðalagið í bæklingunum nánast algjörlega eins. Aðstoðarmaður Melaniu, Meredith McIver, sagðist bera ábyrgð á líkindum fyrrnefndar ræðu, sem forsetafrúin flutti árið 2016. McIver sagði að Melania hafi lesið brot úr ræðu Michelle Obama fyrir sig í gegnum síma í aðdraganda þingsins og að hún hafi fyrir mistök bætt brotunum við ræðu Melaniu. Bandaríkin Tengdar fréttir Sláandi líkindi með ræðu frú Trump og átta ára ræðu Michelle Obama Saka frú Trump um ritstuld. 19. júlí 2016 09:12 Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Bæklingur, sem er hluti af nýrri herferð Melaniu Trump um öryggi barna á netinu, þykir grunsamlega líkur bæklingi sem gefinn var út í stjórnartíð Baracks Obama. Málið þykir hið vandræðalegasta fyrir eiginkonu Bandaríkjaforseta - ekki síst vegna þess að hún hefur áður verið gagnrýnd fyrir ritstuld. Ræða sem hún flutti á landsþingi Repúblikanaflokksins árið 2016 var að hluta tekin orðrétt upp úr sambærilegri ræðu, sem forsetafrúin Michelle Obama flutti árið 2008.Herferð Melaniu ber nafnið Verið best, (e. Be best) og var henni ýtt úr vör í gær. Á heimasíðu Hvíta hússins er hlekkur á vefsetur herferðarinnar. Við hlekkinn stendur: „Foreldrar, smellið hér til að lesa Samtöl við börn um nethegðun, bæklingur eftir Melaniu Trump og alríkisráð viðskiptamála."Fun fact: The White House trumpets “Talking with Kids about Being Online" as "a booklet by First Lady Melania Trump and the Federal Trade Commission." Except for an intro, it's exactly the same thing Obama's FTC put out. pic.twitter.com/AEf6F0gBbt— The Rude Pundit (@rudepundit) May 7, 2018 Síðar, eftir að netverjar bentu á að bæklingurinn væri nákvæmlega eins og sambærilegur bæklingur sem gefinn var út árið 2014, var orðalaginu breytt. Hann er nú sagður vera „Bæklingur alríkisráðs viðskiptamála, kynntur af Melaniu Trump." Talsmaður Hvíta hússins staðfestir að orðalaginu hafi verið breytt. Hann segir það hafa verið gert vegna þess „misskilnings“ sem var uppi um eðli bæklingsins.Sjá einnig: Sláandi líkindi með ræðu frú Trump og átta ára ræðu Michelle Obama Þeim sem smella á hlekkinn á vef Hvíta hússins er vísað á bækling á pdf-formi. Kápan á bæklingi Melaniu er nær alfarið eins og kápan á fyrri bæklingnum, að frátöldum myndunum af farsímum. Þær hafa verið uppfærðar svo að þær líkist meira iPhone-snjallsímum. Þá er orðalagið í bæklingunum nánast algjörlega eins. Aðstoðarmaður Melaniu, Meredith McIver, sagðist bera ábyrgð á líkindum fyrrnefndar ræðu, sem forsetafrúin flutti árið 2016. McIver sagði að Melania hafi lesið brot úr ræðu Michelle Obama fyrir sig í gegnum síma í aðdraganda þingsins og að hún hafi fyrir mistök bætt brotunum við ræðu Melaniu.
Bandaríkin Tengdar fréttir Sláandi líkindi með ræðu frú Trump og átta ára ræðu Michelle Obama Saka frú Trump um ritstuld. 19. júlí 2016 09:12 Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Sláandi líkindi með ræðu frú Trump og átta ára ræðu Michelle Obama Saka frú Trump um ritstuld. 19. júlí 2016 09:12