Sögðust vera íslenskir landsliðsmenn Kolbeinn Tumi Daðason í Rostov við Don skrifar 25. júní 2018 09:00 Frá vinstri: Magnús SIgurbjörnsson, Davíð Teitsson og Jón Júlíus Karlsson í banastuði í Gdansk. Bíllinn á myndinni kom ekki við sögu á sólarhringsferðalagi þeirra til Rússlands. Magnús Sigurbjörnsson Vinirnir Davíð Teitsson, Jón Júlíus Karlsson og Magnús Sigurbjörnsson eru dyggir stuðningsmenn íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu og eru eins og svo margur annar mættur til Rússlands til að styðja strákana með ráðum og dáðum. Félagarnir horfðu á jafnteflið gegn Argentínu í grenjandi rigningu í Hljómskálagarðinum áður en stokkið var upp í flugvél á vit leikjanna gegn Nígeríu í Volgograd og Króatíu í Rostov við Don. Við skipulagningu ferðarinnar ákváðu þeir að millilenda í Gdansk í Póllandi. „Það er ekki svo langt frá Kalinigrad, sem er rússneskur skiki. Þaðan var hægt að fljúga til Volgograd,“ segir Magnús. Hann er fyrrverandi framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins en er í dag ráðgjafi á sviði samfélagsmiðla. „Svo þegar við vorum í Gdansk áttum við okkur á því að það væri hellings vesen. Eftir að hafa skoðað rútuferðir yfir til Kalinigrad, sem voru nokkuð tæpar og hætta á að missa af fluginu, ákváðum við að taka Über frá Gdansk á flugvöllinn í Kalinigrad.“ Strákarnir hafa notið hverrar stundar í Rússland, meira að segja á ferðalaginu til Kaliningrad.Jón JúlíusKeyrði mjöööög hrattÁkvörðunin var tekin að næturlagi eftir töluvert sumbl kvöldið áður. Þeir töldu vissara að vera í fyrra fallinu enda alls óvíst hvernig ferðalagið til Kalinigrad gengi.Vegalengdin er um 170 kílómetrar, um þriggja tíma akstur, en eðli málsins samkvæmt eru landamæri á leiðinni.„Um leið og við settumst í leigubílinn í Gdansk áttuðum við okkur á því að leigubílstjórinn væri ekki með vegabréfsáritun til að fara til Rússlands,“ segir Magnús. Hann gæti bara skutlað þeim að landamærunum. Til að koma bílstjóranum í skilning um að þeir væru á hraðferð ákváðu þeir að beita bellibrögðum.„Við lugum að bílstjóranum að við værum leikmenn sem væru að fara að spila leikinn við Nígeríu. Svo hann var orðinn enn þá stressaðri fyrir okkar hönd og keyrði mjööööög hratt,“ segir Magnús og hlær.Gleðin við völd á leikdegi í Volgograd. Úrslitin voru ekki eins og vonast var eftir en ferðalagið heldur áfram.Engin enska í boðiEkkert annað var í stöðunni en að fara út við landamærin en þá reyndist ekki í boði að ganga yfir landamærin.„Við ætluðum bara að rölta yfir og taka annan leigubíl hinum megin,“ segir Magnús. Í staðinn fóru þeir að næsta bílstjóra og báðu um hjálp. Jiznik hét maðurinn, var í eldri kantinum og ók gömlum Ford Focus.„Hann sagði okkur að fara upp í bílinn. Við tók klukkutími þar sem tékkað var á bílnum, vegabréfin skoðuð og alls konar dæmi. Hann talaði enga ensku, leið greinlega ekki vel en samt til í að hjálpa okkur,“ segir Magnús. Eftir ítarlega skoðun á pappírum og farartækinu voru Íslendingarnir þrír komnir til Rússlands.Hinn pólski Jiznik var á leiðinni yfir landamærin til að taka bensín. Hann henti strákunum út á bensínstöðinni þar sem þeir fengu leigubíl til Kalinigrad. Um 170 kílómetrar eru frá Gdansk í Póllandi til Kaliningrad í Rússlandi.Google mapsLognuðust útaf á grjónapokaÞeir komu svo til Volgograd, eftir millilendingu í Moskvu, seint að kvöldi eftir tæplega sólarhringsferðalag. Upphaflegt plan hafði verið að kíkja út á lífið en þeir voru gjörsamlega búnir á því eftir ferðalagið.„Við sváfum á helstu stöðum á leiðinni. Hápunkturinn var líklega þegar við fundum þrjá hrísgrjónapoka fyrir utan hliðið á flugvellinum í Moskvu þar sem við lögðumst og dóum allir,“ segir Magnús. Margir hafi nýtt tækifærið og tekið mynd af þeim en skyttunum þremur stóð á sama.Strákarnir voru viðstaddir tapið gegn Nígeríu í Volgograd og eru nú mættir til Rostov þar sem okkar menn mæta Króatíu í lokaleik sínum í riðlinum annað kvöld. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Vinirnir Davíð Teitsson, Jón Júlíus Karlsson og Magnús Sigurbjörnsson eru dyggir stuðningsmenn íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu og eru eins og svo margur annar mættur til Rússlands til að styðja strákana með ráðum og dáðum. Félagarnir horfðu á jafnteflið gegn Argentínu í grenjandi rigningu í Hljómskálagarðinum áður en stokkið var upp í flugvél á vit leikjanna gegn Nígeríu í Volgograd og Króatíu í Rostov við Don. Við skipulagningu ferðarinnar ákváðu þeir að millilenda í Gdansk í Póllandi. „Það er ekki svo langt frá Kalinigrad, sem er rússneskur skiki. Þaðan var hægt að fljúga til Volgograd,“ segir Magnús. Hann er fyrrverandi framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins en er í dag ráðgjafi á sviði samfélagsmiðla. „Svo þegar við vorum í Gdansk áttum við okkur á því að það væri hellings vesen. Eftir að hafa skoðað rútuferðir yfir til Kalinigrad, sem voru nokkuð tæpar og hætta á að missa af fluginu, ákváðum við að taka Über frá Gdansk á flugvöllinn í Kalinigrad.“ Strákarnir hafa notið hverrar stundar í Rússland, meira að segja á ferðalaginu til Kaliningrad.Jón JúlíusKeyrði mjöööög hrattÁkvörðunin var tekin að næturlagi eftir töluvert sumbl kvöldið áður. Þeir töldu vissara að vera í fyrra fallinu enda alls óvíst hvernig ferðalagið til Kalinigrad gengi.Vegalengdin er um 170 kílómetrar, um þriggja tíma akstur, en eðli málsins samkvæmt eru landamæri á leiðinni.„Um leið og við settumst í leigubílinn í Gdansk áttuðum við okkur á því að leigubílstjórinn væri ekki með vegabréfsáritun til að fara til Rússlands,“ segir Magnús. Hann gæti bara skutlað þeim að landamærunum. Til að koma bílstjóranum í skilning um að þeir væru á hraðferð ákváðu þeir að beita bellibrögðum.„Við lugum að bílstjóranum að við værum leikmenn sem væru að fara að spila leikinn við Nígeríu. Svo hann var orðinn enn þá stressaðri fyrir okkar hönd og keyrði mjööööög hratt,“ segir Magnús og hlær.Gleðin við völd á leikdegi í Volgograd. Úrslitin voru ekki eins og vonast var eftir en ferðalagið heldur áfram.Engin enska í boðiEkkert annað var í stöðunni en að fara út við landamærin en þá reyndist ekki í boði að ganga yfir landamærin.„Við ætluðum bara að rölta yfir og taka annan leigubíl hinum megin,“ segir Magnús. Í staðinn fóru þeir að næsta bílstjóra og báðu um hjálp. Jiznik hét maðurinn, var í eldri kantinum og ók gömlum Ford Focus.„Hann sagði okkur að fara upp í bílinn. Við tók klukkutími þar sem tékkað var á bílnum, vegabréfin skoðuð og alls konar dæmi. Hann talaði enga ensku, leið greinlega ekki vel en samt til í að hjálpa okkur,“ segir Magnús. Eftir ítarlega skoðun á pappírum og farartækinu voru Íslendingarnir þrír komnir til Rússlands.Hinn pólski Jiznik var á leiðinni yfir landamærin til að taka bensín. Hann henti strákunum út á bensínstöðinni þar sem þeir fengu leigubíl til Kalinigrad. Um 170 kílómetrar eru frá Gdansk í Póllandi til Kaliningrad í Rússlandi.Google mapsLognuðust útaf á grjónapokaÞeir komu svo til Volgograd, eftir millilendingu í Moskvu, seint að kvöldi eftir tæplega sólarhringsferðalag. Upphaflegt plan hafði verið að kíkja út á lífið en þeir voru gjörsamlega búnir á því eftir ferðalagið.„Við sváfum á helstu stöðum á leiðinni. Hápunkturinn var líklega þegar við fundum þrjá hrísgrjónapoka fyrir utan hliðið á flugvellinum í Moskvu þar sem við lögðumst og dóum allir,“ segir Magnús. Margir hafi nýtt tækifærið og tekið mynd af þeim en skyttunum þremur stóð á sama.Strákarnir voru viðstaddir tapið gegn Nígeríu í Volgograd og eru nú mættir til Rostov þar sem okkar menn mæta Króatíu í lokaleik sínum í riðlinum annað kvöld.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira