Popp-pönk sveitin PUP spilar á Íslandi Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 21. nóvember 2018 14:45 Kanadíska pönksveitin PUP er við það að ljúka mánaðarlöngu tónleikaferðalagi um Evrópu. Aðsend mynd. Kanadíska popp pönk hljómsveitin PUP mun leika fyrir dansi á tónleikastaðnum Húrra 25. nóvember næstkomandi. Nafn sveitarinnar er skammstöfun á Pathetic Use of Potential sem mætti þýða sem Aumkunarverð nýting á hæfileikum. Þessir Toronto-búar eru gríðarlega vinsælir vestanhafs og hafa tónlistarmyndbönd þeirra vakið sérstaka lukku. Í tveimur þeirra leikur Finn Wolfhard sem sló svo eftirminnilega í gegn sem hinn 12 ára gamli Mike Wheeler í þáttunum Stranger Things. Myndbandið við lagið Guilt Trip var meira að segja með fyrstu skrefum Finn í leiklistinni. Það hefur einnig verið endurtekið þema í myndböndum sveitarinnar að meðlimum sveitarinnar sé misþyrmt eða þeir drepnir, eins og í myndböndum við lögin Reservoir og If This Tour Doesn’t Kill You, I Will. Sveitin hefur verið tilnefnd til fjölmargra tónlistarverðlauna í Kanada, og unnið nokkur þeirra. Meðal tilnefninganna hafa minnst fimm verið fyrir metnaðarfull myndbönd. Pönk- og harðkjarnamiðaði flokkurinn Crisis Party Collective standa fyrir tónleikunum og munu íslensku sveitirnar Great Grief og Snowed In hita upp. Hér fyrir neðan má sjá seinna myndbandið sem Finn lék í fyrir PUP-vélina. Tónlist Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Kanadíska popp pönk hljómsveitin PUP mun leika fyrir dansi á tónleikastaðnum Húrra 25. nóvember næstkomandi. Nafn sveitarinnar er skammstöfun á Pathetic Use of Potential sem mætti þýða sem Aumkunarverð nýting á hæfileikum. Þessir Toronto-búar eru gríðarlega vinsælir vestanhafs og hafa tónlistarmyndbönd þeirra vakið sérstaka lukku. Í tveimur þeirra leikur Finn Wolfhard sem sló svo eftirminnilega í gegn sem hinn 12 ára gamli Mike Wheeler í þáttunum Stranger Things. Myndbandið við lagið Guilt Trip var meira að segja með fyrstu skrefum Finn í leiklistinni. Það hefur einnig verið endurtekið þema í myndböndum sveitarinnar að meðlimum sveitarinnar sé misþyrmt eða þeir drepnir, eins og í myndböndum við lögin Reservoir og If This Tour Doesn’t Kill You, I Will. Sveitin hefur verið tilnefnd til fjölmargra tónlistarverðlauna í Kanada, og unnið nokkur þeirra. Meðal tilnefninganna hafa minnst fimm verið fyrir metnaðarfull myndbönd. Pönk- og harðkjarnamiðaði flokkurinn Crisis Party Collective standa fyrir tónleikunum og munu íslensku sveitirnar Great Grief og Snowed In hita upp. Hér fyrir neðan má sjá seinna myndbandið sem Finn lék í fyrir PUP-vélina.
Tónlist Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira