Vélaherdeildir í heyskap á besta þurrkdegi sumarsins Kristján Már Unnarsson skrifar 18. júlí 2018 22:00 Jóhannes Gissurarson, bóndi á Herjólfsstöðum í Álftaveri. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Sunnlenskir bændur hafa verið á útopnu í heyskap síðustu sólarhringa í lengsta samfellda þurrviðriskafla sumarsins. Bóndi í Álftaveri segir gærdaginn hafa verið besta þurrkdaginn til þessa en minnir á að sumarið sé ekki búið. Sýnt var frá heyskap í Skaftárhreppi í fréttum Stöðvar 2. Loksins varð góður þurrkur á Suðurlandi í gær og hvarvetna mátti sjá traktora í heyskap. Eftir fádæma vætutíð ómuðu vélarhljóðin á ný á túnum sunnlenskra bænda. Á Þykkvabæjarklaustri í Álftaveri voru nánast öll tæki sem dugað gátu dregin fram. Sigurður Arnar Sverrisson bóndi ræsti meira að segja nærri sextugan Massey Ferguson í heyskapinn. Þar var reyndar verið að bíða eftir nýjum traktor en á meðan sagði hann að sá gamli yrði að standa sig.Sigurður Sverrisson á Þykkvabæjarklaustri ræsti gamlan Ferguson fyrir heyskapinn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Á nágrannabænum Herjólfsstöðum var Örvar Egill Kolbeinsson bóndi að raka saman og ungur sonur fékk að sitja í. Pabbinn og afinn Jóhannes Gissurarson þurfti að taka sér pásu frá heyskapnum til að mjólka kýrnar þegar við gripum hann í spjall í gærkvöldi. Hann segir að dagurinn hafi klárlega verið besti þurrkdagur sumarsins.Traktorar í heyskap á Þykkvabæjarklaustri í gær.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Jóhannes telur bændur í Skaftárhreppi hafa sloppið betur en starfsbræður vestar. „Við erum það austarlega á Suðurlandinu að við erum ekki eins illa settir með suðvestanáttina eins og vestan við Vík. Þannig að það hafa komið þurrir dagar og svona þolanlegir heyskapardagar. En þeir hafa verið mjög fáir samt. Þannig að þetta gengur hægt og þetta gengur stirt. Það er góður dagur í dag og vonandi er þetta eitthvað að breytast.” Frá heyskap í Álftaveri. Kirkjan á Þykkvabæjarklaustri í baksýn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Gæði heyjanna sýnist honum rýrari en undanfarin sumur. „Það er verið að taka þetta svona fullsprottið og kannski óþarflega sprottið, margt af þessum heyjum sem tekin eru. Og þau eru tekin blaut. Það svo sem skiptir ekki höfuðmáli. Það er þyngra að gefa þetta í vetur. En ég held að þau eigi svona að vera þolanleg að gæðum. Ég held það,” segir Jóhannes en bætir við: „Það er ekki búið, sumarið.” Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Næstu tíu dagar ráða miklu um heyskapinn Bóndinn á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum segir að næstu tíu dagar ráði miklu um hvernig úr rætist með heyskap í sveitinni. 16. júní 2018 23:00 Bændur fyrir austan alsælir en vorkenna Sunnlendingum Bændur á Austurlandi eru almennt langt komnir með heyskap og sumir búnir að heyja eftir óvenju góða tíð undanfarna tvo mánuði. 3. júlí 2018 21:45 Hóf slátt þegar spáð var sólskini en þá hélt bara áfram að rigna Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, segist aldrei hafa upplifað annað eins vor, það komi engar almennilegar uppstyttur. 14. júní 2018 22:00 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Sunnlenskir bændur hafa verið á útopnu í heyskap síðustu sólarhringa í lengsta samfellda þurrviðriskafla sumarsins. Bóndi í Álftaveri segir gærdaginn hafa verið besta þurrkdaginn til þessa en minnir á að sumarið sé ekki búið. Sýnt var frá heyskap í Skaftárhreppi í fréttum Stöðvar 2. Loksins varð góður þurrkur á Suðurlandi í gær og hvarvetna mátti sjá traktora í heyskap. Eftir fádæma vætutíð ómuðu vélarhljóðin á ný á túnum sunnlenskra bænda. Á Þykkvabæjarklaustri í Álftaveri voru nánast öll tæki sem dugað gátu dregin fram. Sigurður Arnar Sverrisson bóndi ræsti meira að segja nærri sextugan Massey Ferguson í heyskapinn. Þar var reyndar verið að bíða eftir nýjum traktor en á meðan sagði hann að sá gamli yrði að standa sig.Sigurður Sverrisson á Þykkvabæjarklaustri ræsti gamlan Ferguson fyrir heyskapinn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Á nágrannabænum Herjólfsstöðum var Örvar Egill Kolbeinsson bóndi að raka saman og ungur sonur fékk að sitja í. Pabbinn og afinn Jóhannes Gissurarson þurfti að taka sér pásu frá heyskapnum til að mjólka kýrnar þegar við gripum hann í spjall í gærkvöldi. Hann segir að dagurinn hafi klárlega verið besti þurrkdagur sumarsins.Traktorar í heyskap á Þykkvabæjarklaustri í gær.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Jóhannes telur bændur í Skaftárhreppi hafa sloppið betur en starfsbræður vestar. „Við erum það austarlega á Suðurlandinu að við erum ekki eins illa settir með suðvestanáttina eins og vestan við Vík. Þannig að það hafa komið þurrir dagar og svona þolanlegir heyskapardagar. En þeir hafa verið mjög fáir samt. Þannig að þetta gengur hægt og þetta gengur stirt. Það er góður dagur í dag og vonandi er þetta eitthvað að breytast.” Frá heyskap í Álftaveri. Kirkjan á Þykkvabæjarklaustri í baksýn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Gæði heyjanna sýnist honum rýrari en undanfarin sumur. „Það er verið að taka þetta svona fullsprottið og kannski óþarflega sprottið, margt af þessum heyjum sem tekin eru. Og þau eru tekin blaut. Það svo sem skiptir ekki höfuðmáli. Það er þyngra að gefa þetta í vetur. En ég held að þau eigi svona að vera þolanleg að gæðum. Ég held það,” segir Jóhannes en bætir við: „Það er ekki búið, sumarið.” Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Næstu tíu dagar ráða miklu um heyskapinn Bóndinn á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum segir að næstu tíu dagar ráði miklu um hvernig úr rætist með heyskap í sveitinni. 16. júní 2018 23:00 Bændur fyrir austan alsælir en vorkenna Sunnlendingum Bændur á Austurlandi eru almennt langt komnir með heyskap og sumir búnir að heyja eftir óvenju góða tíð undanfarna tvo mánuði. 3. júlí 2018 21:45 Hóf slátt þegar spáð var sólskini en þá hélt bara áfram að rigna Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, segist aldrei hafa upplifað annað eins vor, það komi engar almennilegar uppstyttur. 14. júní 2018 22:00 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Næstu tíu dagar ráða miklu um heyskapinn Bóndinn á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum segir að næstu tíu dagar ráði miklu um hvernig úr rætist með heyskap í sveitinni. 16. júní 2018 23:00
Bændur fyrir austan alsælir en vorkenna Sunnlendingum Bændur á Austurlandi eru almennt langt komnir með heyskap og sumir búnir að heyja eftir óvenju góða tíð undanfarna tvo mánuði. 3. júlí 2018 21:45
Hóf slátt þegar spáð var sólskini en þá hélt bara áfram að rigna Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, segist aldrei hafa upplifað annað eins vor, það komi engar almennilegar uppstyttur. 14. júní 2018 22:00