„Þetta yrði rosalega hættulegur bardagi fyrir Gunnar“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. janúar 2018 11:00 Gunnar Nelson pakkaði Alan Jouban saman í Lundúnum fyrir ári síðan. vísir/getty Eins og Vísir hefur greint frá bíður Gunnar Nelson eftir því að Englendingurinn Darren Till samþykki að berjast við hann í aðalbardaga kvöldsins á UFC Fight Night í Lundúnum 17. mars. UFC vill að þeir sjái um aðalskemmtiatriðið þetta kvöldið og er Gunnar búinn að samþykkja en Till og hans menn eru eitthvað að draga fæturnar í málinu eins og Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars, komst að orði við Vísi í morgun. Liverpool-maðurinn Darren Till er einn sá allra heitasti í UFC þessa dagana eftir að hann tók Donald „Cowboy“ Cerrone og pakkaði honum saman á síðasta ári en hann er í sjöunda sæti styrkleikalista veltivigtarinnar og hefur farið mikinn undanfarin misseri.Darren Till er bragð mánaðarins í UFC.vísir/gettyMikil áhætta Sigur á stærsta bardagakvöldi Evrópu myndi heldur betur hjálpa Gunnari aftur á fætur eftir tapið umdeilda gegn argentínska augnpotaranum Santiago Ponzinibbio í Glasgow á síðasta ári. „Þessi bardagi kemur eilítið á óvart þar sem ég hélt að Darren Till myndi fá hærra skrifaðan andstæðing eftir hans síðasta sigur og sérstaklega þar sem Gunni tapaði síðast. UFC hefur væntanlega reynt að fá Stephen Thompson til að mæta Till en það ekki gengið. Þetta kemur skemmtilega á óvart en samt er ég drullu stressaður fyrir þennan bardaga ef af verður,“ segir Pétur Marinó Jónsson, ritstjóri MMA Frétta og sérfræðingur og aðallýsari UFC á Stöð 2 Sport. „Þetta er mikil áhætta en gæti líka skotið Gunna hátt upp. Þessa dagana eru allir að tala um Darren Till, Colby Covington og Kamaru Usman sem einhverja mögulega framtíðar meistara en það er enginn að tala um Gunna. Með sigri á Till gæti Gunni stolið sviðsljósinu af Till og komist aftur í þessa umræðu sem líklegur áskorandi. Annað tap, og þá sérstaklega eftir rothögg, væri hálfgert áfall og er ég viss um að ansi margir myndu afskrifa Gunnar. Það er því til mikils að vinna fyrir Gunna en líka mikil áhætta.“Gunnar var rotaður í Glasgow í fyrra.vísir/gettyÓbilandi trú Pétur segir að margir séu að afskrifa Gunnar Nelson og telji hann ekki eiga mikla mögulega gegn Till. Það er þá helst vegna þess að Till er svo miklu stærri en að eigin sögn vill sá enski berjast í léttþungavigt (93 kg) en ekki veltivigt (77 kg). „Það má samt ekki gleyma því að Till er í raun bara með einn geggjaðan sigur gegn Donald Cerrone í október. Fram að því hafði hann unnið þrjá bardaga, einn eftir rothögg, og gert eitt jafntefli og það gegn minni spámönnum. Till gerði frábærlega gegn Cerrone en hann nýtti sér líka veikleika Cerrone mjög vel og kom með góða leikáætlun. Maðurinn er ekkert ósigrandi þó hann hafi litið vel út síðast,“ segir Pétur. „Þetta verður rosalega hættulegur bardagi og ég á alveg eftir að farast úr stressi ef það verður af þessu. En þetta er áhætta sem Gunni er tilbúinn að taka og það sýnir kannski þá trú sem hann hefur á sjálfan sig og sýnir visst hugrekki. Hann hefði pottþétt getað fengið auðveldari bardaga en Gunni vill mæta öllum þeim bestu,“ segir Pétur Marinó Jónsson. MMA Tengdar fréttir Gunnar samþykkti bardaga við Till Bardagi Gunnars Nelson og Darren Till gæti orðið aðalviðburður UFC bardagakvöldsins í London sem fer fram í mars. 24. janúar 2018 19:46 Beðið eftir að Till samþykki að berjast við Gunnar: „Væri mjög undarlegt að hafna þessu“ Gunnar Nelson gæti barist í aðalbardaga kvöldsins í Lundúnum annað árið í röð. 25. janúar 2018 09:00 Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leo vann brons í Svíþjóð Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjá meira
Eins og Vísir hefur greint frá bíður Gunnar Nelson eftir því að Englendingurinn Darren Till samþykki að berjast við hann í aðalbardaga kvöldsins á UFC Fight Night í Lundúnum 17. mars. UFC vill að þeir sjái um aðalskemmtiatriðið þetta kvöldið og er Gunnar búinn að samþykkja en Till og hans menn eru eitthvað að draga fæturnar í málinu eins og Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars, komst að orði við Vísi í morgun. Liverpool-maðurinn Darren Till er einn sá allra heitasti í UFC þessa dagana eftir að hann tók Donald „Cowboy“ Cerrone og pakkaði honum saman á síðasta ári en hann er í sjöunda sæti styrkleikalista veltivigtarinnar og hefur farið mikinn undanfarin misseri.Darren Till er bragð mánaðarins í UFC.vísir/gettyMikil áhætta Sigur á stærsta bardagakvöldi Evrópu myndi heldur betur hjálpa Gunnari aftur á fætur eftir tapið umdeilda gegn argentínska augnpotaranum Santiago Ponzinibbio í Glasgow á síðasta ári. „Þessi bardagi kemur eilítið á óvart þar sem ég hélt að Darren Till myndi fá hærra skrifaðan andstæðing eftir hans síðasta sigur og sérstaklega þar sem Gunni tapaði síðast. UFC hefur væntanlega reynt að fá Stephen Thompson til að mæta Till en það ekki gengið. Þetta kemur skemmtilega á óvart en samt er ég drullu stressaður fyrir þennan bardaga ef af verður,“ segir Pétur Marinó Jónsson, ritstjóri MMA Frétta og sérfræðingur og aðallýsari UFC á Stöð 2 Sport. „Þetta er mikil áhætta en gæti líka skotið Gunna hátt upp. Þessa dagana eru allir að tala um Darren Till, Colby Covington og Kamaru Usman sem einhverja mögulega framtíðar meistara en það er enginn að tala um Gunna. Með sigri á Till gæti Gunni stolið sviðsljósinu af Till og komist aftur í þessa umræðu sem líklegur áskorandi. Annað tap, og þá sérstaklega eftir rothögg, væri hálfgert áfall og er ég viss um að ansi margir myndu afskrifa Gunnar. Það er því til mikils að vinna fyrir Gunna en líka mikil áhætta.“Gunnar var rotaður í Glasgow í fyrra.vísir/gettyÓbilandi trú Pétur segir að margir séu að afskrifa Gunnar Nelson og telji hann ekki eiga mikla mögulega gegn Till. Það er þá helst vegna þess að Till er svo miklu stærri en að eigin sögn vill sá enski berjast í léttþungavigt (93 kg) en ekki veltivigt (77 kg). „Það má samt ekki gleyma því að Till er í raun bara með einn geggjaðan sigur gegn Donald Cerrone í október. Fram að því hafði hann unnið þrjá bardaga, einn eftir rothögg, og gert eitt jafntefli og það gegn minni spámönnum. Till gerði frábærlega gegn Cerrone en hann nýtti sér líka veikleika Cerrone mjög vel og kom með góða leikáætlun. Maðurinn er ekkert ósigrandi þó hann hafi litið vel út síðast,“ segir Pétur. „Þetta verður rosalega hættulegur bardagi og ég á alveg eftir að farast úr stressi ef það verður af þessu. En þetta er áhætta sem Gunni er tilbúinn að taka og það sýnir kannski þá trú sem hann hefur á sjálfan sig og sýnir visst hugrekki. Hann hefði pottþétt getað fengið auðveldari bardaga en Gunni vill mæta öllum þeim bestu,“ segir Pétur Marinó Jónsson.
MMA Tengdar fréttir Gunnar samþykkti bardaga við Till Bardagi Gunnars Nelson og Darren Till gæti orðið aðalviðburður UFC bardagakvöldsins í London sem fer fram í mars. 24. janúar 2018 19:46 Beðið eftir að Till samþykki að berjast við Gunnar: „Væri mjög undarlegt að hafna þessu“ Gunnar Nelson gæti barist í aðalbardaga kvöldsins í Lundúnum annað árið í röð. 25. janúar 2018 09:00 Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leo vann brons í Svíþjóð Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjá meira
Gunnar samþykkti bardaga við Till Bardagi Gunnars Nelson og Darren Till gæti orðið aðalviðburður UFC bardagakvöldsins í London sem fer fram í mars. 24. janúar 2018 19:46
Beðið eftir að Till samþykki að berjast við Gunnar: „Væri mjög undarlegt að hafna þessu“ Gunnar Nelson gæti barist í aðalbardaga kvöldsins í Lundúnum annað árið í röð. 25. janúar 2018 09:00