Kyle Walker var stressaður fyrir því að spila fyrir Pep Guardiola þegar hann kom fyrst til Manchester City.
„Leikmennirnir sem hann hefur stýrt eru margir af hetjum mínum svo það var svolítið stressandi að koma hingað og vinna fyrir hann,“ sagði Walker við BBC.
„Ég vissi að hann myndi hjálpa mér að bæta mig sem leikmaður og var hungraður í að fá að læra af honum.“
Walker var hjá Tottenham í níu ár áður en hann gekk til liðs við Manchester City í sumar.
„Hann kenndi mér að spara orku, ég þarf ekki að vera alltaf á fullu gasi. Þetta snýst um að velja rétt hlaup sem hafa tilgang en ekki hlaupa bara til þess að hlaupa,“ sagði Kyle Walker.
Manchester City mætir á Anfield á morgun í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.
Walker: Stressaður að spila fyrir Guardiola
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion
Enski boltinn





Segist viss um að Isak fari ekki fet
Fótbolti


