Sjaldan fleiri slasast illa eða látið lífið Baldur Guðmundsson skrifar 17. janúar 2018 06:00 Alvarlegt rútuslys varð í desember. Tveir eru látnir. Vísir/Vilhelm Nýliðið ár var eitt versta árið í umferðinni þegar horft er til alvarlegra meiðsla og dauðsfalla. Þegar saman er lagður fjöldi þeirra sem létust eða slösuðust alvarlega voru það ríflega 200 manns, þar af létust 16. Aðeins árið 2016 var verra þegar horft er tíu ár aftur í tímann. Fjórðungi fleiri létust í umferðinni í fyrra en að meðaltali síðustu tíu árin. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá EuroRAP, samtökum 29 bifreiðaeigendafélaga í Evrópu. Ólafur Guðmundsson, tæknistjóri hjá EuroRAP á Íslandi, segir sorglegt að horfa til þess að því fjármagni sem veitt er til samgangna sé sjaldnast varið í að gera úrbætur á þeim vegum þar sem flest alvarleg slys verða á fólki. Einu undantekningarnar á því um þessar mundir séu framkvæmdir við Krýsuvíkurgatnamót annars vegar og ný hringtorg við Reykjanesbæ hins vegar. Samkvæmt nýrri úttekt EuroRAP á slysamestu vegum landsins á árunum 2009 til 2014 varð helmingur 462 alvarlegra slysa á vegarköflum sem telja 551 kílómetra. Á vegarköflum á höfuðborgarsvæðinu, sem samtals telja 194 kílómetra, urðu 100 alvarleg umferðarslys á umræddu árabili, eða um fimmtungur allra alvarlegra slysa. Á samanlagðri Miklubraut og Hringbraut, ellefu kílómetra kafla, urðu 29 alvarleg umferðarslys á árunum 2009 til 2014. Hvergi voru slysin fleiri. Sá vegarkafli sem næstur kemur er Reykjanesbraut í þéttbýli. Þar urðu 20 alvarleg slys. Hellisheiði, Hafnarfjarðarvegur og Reykjanesbraut frá Kaplakrika að Keflavíkurflugvelli fylgja fast á eftir með 17 alvarleg slys. Þegar hættulegustu vegarkaflarnir hafa verið reiknaðir út frá fjölda alvarlegra slysa á tímabilinu, lengd þeirra og umferð kemur í ljós að Suðurfjarðarvegur, þar sem þjóðvegur 1 liggur nú, og Hringvegurinn frá Fellabæ að Upphéraðsvegi eru hættulegastir. Þar er áhættan miðað við umferðarmagn mjög mikil að mati EuroRAP. Á Grindavíkurvegi urðu 13 alvarleg slys á tímabilinu en á honum er áhættan mikil. Ólafur segir að með nýrri nálgun megi fækka alvarlegum slysum verulega. „Aðferðirnar og tölfræðin liggur fyrir. Núna snýst þetta bara um vilja og peninga.“ Samgönguslys Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Nýliðið ár var eitt versta árið í umferðinni þegar horft er til alvarlegra meiðsla og dauðsfalla. Þegar saman er lagður fjöldi þeirra sem létust eða slösuðust alvarlega voru það ríflega 200 manns, þar af létust 16. Aðeins árið 2016 var verra þegar horft er tíu ár aftur í tímann. Fjórðungi fleiri létust í umferðinni í fyrra en að meðaltali síðustu tíu árin. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá EuroRAP, samtökum 29 bifreiðaeigendafélaga í Evrópu. Ólafur Guðmundsson, tæknistjóri hjá EuroRAP á Íslandi, segir sorglegt að horfa til þess að því fjármagni sem veitt er til samgangna sé sjaldnast varið í að gera úrbætur á þeim vegum þar sem flest alvarleg slys verða á fólki. Einu undantekningarnar á því um þessar mundir séu framkvæmdir við Krýsuvíkurgatnamót annars vegar og ný hringtorg við Reykjanesbæ hins vegar. Samkvæmt nýrri úttekt EuroRAP á slysamestu vegum landsins á árunum 2009 til 2014 varð helmingur 462 alvarlegra slysa á vegarköflum sem telja 551 kílómetra. Á vegarköflum á höfuðborgarsvæðinu, sem samtals telja 194 kílómetra, urðu 100 alvarleg umferðarslys á umræddu árabili, eða um fimmtungur allra alvarlegra slysa. Á samanlagðri Miklubraut og Hringbraut, ellefu kílómetra kafla, urðu 29 alvarleg umferðarslys á árunum 2009 til 2014. Hvergi voru slysin fleiri. Sá vegarkafli sem næstur kemur er Reykjanesbraut í þéttbýli. Þar urðu 20 alvarleg slys. Hellisheiði, Hafnarfjarðarvegur og Reykjanesbraut frá Kaplakrika að Keflavíkurflugvelli fylgja fast á eftir með 17 alvarleg slys. Þegar hættulegustu vegarkaflarnir hafa verið reiknaðir út frá fjölda alvarlegra slysa á tímabilinu, lengd þeirra og umferð kemur í ljós að Suðurfjarðarvegur, þar sem þjóðvegur 1 liggur nú, og Hringvegurinn frá Fellabæ að Upphéraðsvegi eru hættulegastir. Þar er áhættan miðað við umferðarmagn mjög mikil að mati EuroRAP. Á Grindavíkurvegi urðu 13 alvarleg slys á tímabilinu en á honum er áhættan mikil. Ólafur segir að með nýrri nálgun megi fækka alvarlegum slysum verulega. „Aðferðirnar og tölfræðin liggur fyrir. Núna snýst þetta bara um vilja og peninga.“
Samgönguslys Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira