Erlent

Ekkert lát á hryðju­verka­á­rásum í norður­hluta Mó­sambik

Atli Ísleifsson skrifar
Lögum í Mósambík var breytt í apríl síðastliðinn þannig að refsiramminn þegar kemur að brotum gegn hryðjuverkalögum var rýmkaður.
Lögum í Mósambík var breytt í apríl síðastliðinn þannig að refsiramminn þegar kemur að brotum gegn hryðjuverkalögum var rýmkaður. Vísir/Getty
Tólf eru látnir og þúsundir hafa flúið heimili sín eftir árás íslamskra öfgamanna á bæ í norðurhluta Mósambik um helgina.

Árásarmennirnir ráðust á bæinn Nangade í Cabo Delgado-héraði, vopnaðir sveðjum, og kveiktu þar í húsum. Margir þorpsbúar flúðu yfir til Tansaníu, en þorpið er að finna skammt frá landamærunum.

Árásir hafa verið tíðar í héraðinu, en áætlað er að á annað hindrað manns hafi látið lífið um fimmtíu árásunum síðasta árið.

Lögregla og herinn í Mósambik hefur handtekið um tvö hundruð manns eftir að árásin var gerð í gær.

Hyggja á olíu- og gasvinnslu

Stjórnvöld í bæði Mósambik og Tansaníu hafa reynt að stöðva árásir íslamskra vígamanna í tilraun þeirra að ná fótfestu á svæðum í kringum landamærin. Mósambikar hafa í hyggju að auka olíu- og gasvinnslu í Cabo Degado.

Tæplega tvö hundruð manns voru ákærðir fyrir aðild að hryðjuverkaárásum á svæðinu í síðasta mánuði.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.