Skærgulur litur á nýjum göllum vekur deilur í björgunarsveitum Baldur Guðmundsson skrifar 15. desember 2017 08:00 Nýi gallinn er meðal annars hannaður til að vera sem sýnilegastur í öllum aðstæðum. Mynd/Landsbjörg Sigurður Ólafur „Við megum ekki gleyma því að við erum fólkið sem fer út þegar aðrir fara inn. Það að við séum sýnileg skiptir meira máli en flest annað,“ segir Jón Ingi Sigvaldason hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Félagið hefur tekið í notkun endurbættan björgunarsveitargalla. Á meðal nýjunga er áberandi litabreyting. Efsti hluti gallans er nú gulur en rauði og blái liturinn heldur sér að öðru leyti. Óhætt er að segja að skiptar skoðanir séu um hið nýja útlit en óánægjan varð meðal annars til þess að sérstök nefnd, svokölluð fatanefnd, var sett á fót sem fara á yfir allan einkennisfatnað og merkingamál björgunarsveitanna. „Þetta er afskaplega lýðræðislegt félag og við erum með nefndir um allt mögulegt. Stjórnin ákvað að taka tillit til þeirrar óánægju sem var í gangi,“ segir Jón Ingi við Fréttablaðið um stofnun nefndarinnar. Hönnun gallans hefur að sögn Jóns Inga verið endurbætt til að mæta kröfu félagsmanna um aukinn sýnileika. Ferlið hafi tekið um þrjú ár. „Við höfum verið að leita að smekklegum lausnum og það er komin lending. En þegar gerðar eru breytingar eru aldrei allir sáttir,“ segir hann. Að sögn Jóns Inga geta sveitarmenn áfram notað gallann sem þeir eiga. Hann minnir á að einkennisfatnað björgunarsveitanna þurfi félagsmenn sjálfir að kaupa, eins og allan annað búnað til björgunar. Í því samhengi má nefna að buxur og stakkur kosta saman um 66 þúsund krónur, þótt sveitirnar endurgreiði kostnaðinn að einhverjum hluta. Jón Ingi segir að nýi gallinn, þar sem vösum hefur verið breytt og rennilásar settir undir hendur í því skyni að auka öndun, hafi einnig verið pantaður án gula litarins. Björgunarsveitarfólki standi þannig til boða að kaupa endurbættan galla með eða án litabreytingarinnar. Nokkuð rammt hefur kveðið að mótmælum félagsmanna á samfélagsmiðlum. Ónefndur björgunarsveitarmaður komst svo að orði á Facebook-síðu Landsbjargar að engu væri líkara en að „bæjarstarfsmaður hafi ælt yfir björgunarsveitargallann“ og vísar þar til gula litarins. Jón Ingi hefur ekki farið varhluta af þessari gagnrýni en segir að um lítinn, háværan hóp sé að ræða. Reyndin sé sú að langflestir sem pantað hafi galla undanfarið hafi valið þann með gula litnum. Hann sé nánast uppseldur, þó að mikið magn hafi verið pantað. Hann fagnar því hins vegar að fólk láti í sér heyra, það sé heilbrigðismerki á lýðræðislegri umræðu innan Landsbjargar. Eðlilegt sé að skoðanir séu skiptar þegar ráðist sé í breytingar. Hann ítrekar að öryggissjónarmið hafi ráðið för þegar liturinn var valinn. „Fólk er með mismunandi þarfir í starfinu og sem betur fer er gagnrýnin umræða í okkar starfi um flesta hluti.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
„Við megum ekki gleyma því að við erum fólkið sem fer út þegar aðrir fara inn. Það að við séum sýnileg skiptir meira máli en flest annað,“ segir Jón Ingi Sigvaldason hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Félagið hefur tekið í notkun endurbættan björgunarsveitargalla. Á meðal nýjunga er áberandi litabreyting. Efsti hluti gallans er nú gulur en rauði og blái liturinn heldur sér að öðru leyti. Óhætt er að segja að skiptar skoðanir séu um hið nýja útlit en óánægjan varð meðal annars til þess að sérstök nefnd, svokölluð fatanefnd, var sett á fót sem fara á yfir allan einkennisfatnað og merkingamál björgunarsveitanna. „Þetta er afskaplega lýðræðislegt félag og við erum með nefndir um allt mögulegt. Stjórnin ákvað að taka tillit til þeirrar óánægju sem var í gangi,“ segir Jón Ingi við Fréttablaðið um stofnun nefndarinnar. Hönnun gallans hefur að sögn Jóns Inga verið endurbætt til að mæta kröfu félagsmanna um aukinn sýnileika. Ferlið hafi tekið um þrjú ár. „Við höfum verið að leita að smekklegum lausnum og það er komin lending. En þegar gerðar eru breytingar eru aldrei allir sáttir,“ segir hann. Að sögn Jóns Inga geta sveitarmenn áfram notað gallann sem þeir eiga. Hann minnir á að einkennisfatnað björgunarsveitanna þurfi félagsmenn sjálfir að kaupa, eins og allan annað búnað til björgunar. Í því samhengi má nefna að buxur og stakkur kosta saman um 66 þúsund krónur, þótt sveitirnar endurgreiði kostnaðinn að einhverjum hluta. Jón Ingi segir að nýi gallinn, þar sem vösum hefur verið breytt og rennilásar settir undir hendur í því skyni að auka öndun, hafi einnig verið pantaður án gula litarins. Björgunarsveitarfólki standi þannig til boða að kaupa endurbættan galla með eða án litabreytingarinnar. Nokkuð rammt hefur kveðið að mótmælum félagsmanna á samfélagsmiðlum. Ónefndur björgunarsveitarmaður komst svo að orði á Facebook-síðu Landsbjargar að engu væri líkara en að „bæjarstarfsmaður hafi ælt yfir björgunarsveitargallann“ og vísar þar til gula litarins. Jón Ingi hefur ekki farið varhluta af þessari gagnrýni en segir að um lítinn, háværan hóp sé að ræða. Reyndin sé sú að langflestir sem pantað hafi galla undanfarið hafi valið þann með gula litnum. Hann sé nánast uppseldur, þó að mikið magn hafi verið pantað. Hann fagnar því hins vegar að fólk láti í sér heyra, það sé heilbrigðismerki á lýðræðislegri umræðu innan Landsbjargar. Eðlilegt sé að skoðanir séu skiptar þegar ráðist sé í breytingar. Hann ítrekar að öryggissjónarmið hafi ráðið för þegar liturinn var valinn. „Fólk er með mismunandi þarfir í starfinu og sem betur fer er gagnrýnin umræða í okkar starfi um flesta hluti.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira