Slysasleppingarnar þrjár á innan við ári Svavar Hávarðsson skrifar 27. febrúar 2017 09:00 Bjarni Benediktsson kastar fyrir lax í Norðurá. Stjórnvöld leyfa eldi á regnbogasilungi í gömlum sjókvíum sem standast ekki nýjar reglur um búnað. vísir/daníel Nú þegar það liggur fyrir að gat á eldiskví fyrirtækisins Arctic Sea Farm í Dýrafirði skýrir ekki mikið magn eldisregnbogasilungs sem slapp úr eldiskvíum í fyrrasumar og -haust, er ljóst að slysasleppingar regnbogasilungs á nokkurra mánaða tímabili eru að öllum líkindum þrjár – en ekki tvær eins áður var talið. Þetta mál er víða litið alvarlegum augum og spurt er af hverju fyrirtækjunum sem ala regnbogasilung er leyft að nýta úreldan búnað. Regnbogasilungur úr sjókvíaeldi gekk í veiðiár í öllum landsfjórðungum í fyrra. Eftirlitsmaður Fiskistofu staðfesti í september að regnbogasilung var að finna um alla Vestfirði. Næstu daga og vikur bárust fregnir af þessum eldisfiski úr öllum landsfjórðungum – veiddum í rúmlega 30 ám. Þó það sé lögboðin skylda rekstraraðila að tilkynna um slysasleppingu úr sjókvíaeldi, hefur enn engin skýring á slysasleppingunni á Vestfjörðum borist þar sem tvö fyrirtæki ala regnbogasilung í Önundarfirði, í Dýrafirði, Tálknafirði og Ísafjarðardjúpi. Í júní fékk Fiskistofa hins vegar staðfestingu á því frá Fiskeldi Austfjarða að regnbogasilungur hefði sloppið úr sjókví fyrirtækisins í Berufirði.Fyrirtækið Arctic Sea Farm tilkynnti eftirlitsaðilum um gat á sjókví fyrir skemmstu. Tekið var fram að ekki væri ljóst hversu mikið af regnbogasilungi hefði sloppið en að öllu eðlilegu hefði í kringum 200 tonn af sláturfiski átt að vera í kvínni. Það verður ekki fyrr en að lokinni slátrun sem í ljós kemur hversu mikið slapp. Framkvæmdastjóri Arctic Sea Farm sagði við Fréttablaðið að málið væri bagalegt, en jafnframt að kvíin sem um ræðir sé úrelt samkvæmt nýjum reglum um fiskeldi í sjó. Hann sagði að þessar eldri kvíar yrðu ekki notaðar framvegis eftir að slátrun lýkur úr þeim, en taldi jafnframt að menn hefðu talið óhætt að bíða með endurnýjun þangað til slátrað hefði verið úr þeim – en tvö ár eru liðin síðan seiði voru sett út. Matvælastofnun segir í tilkynningu að rannsókn á mögulegum sleppingum regnbogasilungs síðasta sumar sé enn í gangi. „Fylgst verður með fjölda slátraðra regnbogasilunga úr þeim kvíum á Vestfjörðum sem ala fisk sambærilegan þeim sem Fiskistofa veiddi í eftirlitsferð sinni og mun framhald rannsóknarinnar byggja á þeim upplýsingum.“ Þetta þýðir að langt er þar til upplýsingar um slysasleppinguna munu liggja fyrir. Miðað við stærð þess fiskjar sem slapp í fyrrasumar má ætla að slátrun á þeim árgangi hefjist sennilega ekki fyrr en eftir ár héðan í frá og má því segja að þeirri slátrun ljúki síðla árs 2018. Þangað til verður ekkert upplýst um slysasleppinguna. Fréttablaðið hefur spurst fyrir innan stjórnkerfisins um af hverju það sé látið viðgangast að eldisregnbogi sé alinn í kvíum sem eru í raun úreldar samkvæmt nýjustu reglum. Svörin, þó menn kjósi að tjá sig ekki undir nafni, eru að rökréttast væri, miðað við sögu liðinna mánaða, að gera eldismönnum að skipta þessum eldri búnaði út, og það ekki seinna en strax. Eldismenn benda reyndar á að lög skuli ekki virka afturvirkt og þess vegna sé yfirvöldum ekki stætt á að fyrirskipa slíkt, þeir eigi að fá að slátra upp það sem komið var í kvíarnar áður en strangar reglur voru innleiddar. Á móti er bent á að náttúran skuli njóta vafans enda muni sá búnaður sem fjárfest yrði í núna verða nýttur lengi áfram. Kostnaðurinn muni falla til, en þá aðeins litlu fyrr en annars.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Tengdar fréttir Lagfæringu lokið á sjókví eftir að umtalsvert magn regnbogasilungs slapp úr fiskeldi Matvælastofnun fór í eftirlit hjá Arctic Sea Farm á laugardag í kjölfar tilkynningar fyrirtækisins um gat á sjókví með regnbogasilungi í Dýrafirði. 20. febrúar 2017 11:10 Veiðimenn kæra sleppingar regnbogasilungs Landssamband veiðifélaga hefur kært sleppingu regnbogasilunga úr fiskeldi á Vestfjörðum til lögreglu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem sambandið sendi út í gær. 26. janúar 2017 07:00 Telja að umtalsvert magn regnbogasilungs hafi sloppið úr fiskeldi í Dýrafirði Starfsmenn fiskeldisfyrirtækisins Arctic Sea Farm í Dýrafirði telja að umtalsvert magn regnbogasilungs hafi sloppið úr eldinu þar sem í dag fannst gat við botn kvíar. 16. febrúar 2017 19:32 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Fleiri fréttir „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Sjá meira
Nú þegar það liggur fyrir að gat á eldiskví fyrirtækisins Arctic Sea Farm í Dýrafirði skýrir ekki mikið magn eldisregnbogasilungs sem slapp úr eldiskvíum í fyrrasumar og -haust, er ljóst að slysasleppingar regnbogasilungs á nokkurra mánaða tímabili eru að öllum líkindum þrjár – en ekki tvær eins áður var talið. Þetta mál er víða litið alvarlegum augum og spurt er af hverju fyrirtækjunum sem ala regnbogasilung er leyft að nýta úreldan búnað. Regnbogasilungur úr sjókvíaeldi gekk í veiðiár í öllum landsfjórðungum í fyrra. Eftirlitsmaður Fiskistofu staðfesti í september að regnbogasilung var að finna um alla Vestfirði. Næstu daga og vikur bárust fregnir af þessum eldisfiski úr öllum landsfjórðungum – veiddum í rúmlega 30 ám. Þó það sé lögboðin skylda rekstraraðila að tilkynna um slysasleppingu úr sjókvíaeldi, hefur enn engin skýring á slysasleppingunni á Vestfjörðum borist þar sem tvö fyrirtæki ala regnbogasilung í Önundarfirði, í Dýrafirði, Tálknafirði og Ísafjarðardjúpi. Í júní fékk Fiskistofa hins vegar staðfestingu á því frá Fiskeldi Austfjarða að regnbogasilungur hefði sloppið úr sjókví fyrirtækisins í Berufirði.Fyrirtækið Arctic Sea Farm tilkynnti eftirlitsaðilum um gat á sjókví fyrir skemmstu. Tekið var fram að ekki væri ljóst hversu mikið af regnbogasilungi hefði sloppið en að öllu eðlilegu hefði í kringum 200 tonn af sláturfiski átt að vera í kvínni. Það verður ekki fyrr en að lokinni slátrun sem í ljós kemur hversu mikið slapp. Framkvæmdastjóri Arctic Sea Farm sagði við Fréttablaðið að málið væri bagalegt, en jafnframt að kvíin sem um ræðir sé úrelt samkvæmt nýjum reglum um fiskeldi í sjó. Hann sagði að þessar eldri kvíar yrðu ekki notaðar framvegis eftir að slátrun lýkur úr þeim, en taldi jafnframt að menn hefðu talið óhætt að bíða með endurnýjun þangað til slátrað hefði verið úr þeim – en tvö ár eru liðin síðan seiði voru sett út. Matvælastofnun segir í tilkynningu að rannsókn á mögulegum sleppingum regnbogasilungs síðasta sumar sé enn í gangi. „Fylgst verður með fjölda slátraðra regnbogasilunga úr þeim kvíum á Vestfjörðum sem ala fisk sambærilegan þeim sem Fiskistofa veiddi í eftirlitsferð sinni og mun framhald rannsóknarinnar byggja á þeim upplýsingum.“ Þetta þýðir að langt er þar til upplýsingar um slysasleppinguna munu liggja fyrir. Miðað við stærð þess fiskjar sem slapp í fyrrasumar má ætla að slátrun á þeim árgangi hefjist sennilega ekki fyrr en eftir ár héðan í frá og má því segja að þeirri slátrun ljúki síðla árs 2018. Þangað til verður ekkert upplýst um slysasleppinguna. Fréttablaðið hefur spurst fyrir innan stjórnkerfisins um af hverju það sé látið viðgangast að eldisregnbogi sé alinn í kvíum sem eru í raun úreldar samkvæmt nýjustu reglum. Svörin, þó menn kjósi að tjá sig ekki undir nafni, eru að rökréttast væri, miðað við sögu liðinna mánaða, að gera eldismönnum að skipta þessum eldri búnaði út, og það ekki seinna en strax. Eldismenn benda reyndar á að lög skuli ekki virka afturvirkt og þess vegna sé yfirvöldum ekki stætt á að fyrirskipa slíkt, þeir eigi að fá að slátra upp það sem komið var í kvíarnar áður en strangar reglur voru innleiddar. Á móti er bent á að náttúran skuli njóta vafans enda muni sá búnaður sem fjárfest yrði í núna verða nýttur lengi áfram. Kostnaðurinn muni falla til, en þá aðeins litlu fyrr en annars.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Tengdar fréttir Lagfæringu lokið á sjókví eftir að umtalsvert magn regnbogasilungs slapp úr fiskeldi Matvælastofnun fór í eftirlit hjá Arctic Sea Farm á laugardag í kjölfar tilkynningar fyrirtækisins um gat á sjókví með regnbogasilungi í Dýrafirði. 20. febrúar 2017 11:10 Veiðimenn kæra sleppingar regnbogasilungs Landssamband veiðifélaga hefur kært sleppingu regnbogasilunga úr fiskeldi á Vestfjörðum til lögreglu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem sambandið sendi út í gær. 26. janúar 2017 07:00 Telja að umtalsvert magn regnbogasilungs hafi sloppið úr fiskeldi í Dýrafirði Starfsmenn fiskeldisfyrirtækisins Arctic Sea Farm í Dýrafirði telja að umtalsvert magn regnbogasilungs hafi sloppið úr eldinu þar sem í dag fannst gat við botn kvíar. 16. febrúar 2017 19:32 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Fleiri fréttir „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Sjá meira
Lagfæringu lokið á sjókví eftir að umtalsvert magn regnbogasilungs slapp úr fiskeldi Matvælastofnun fór í eftirlit hjá Arctic Sea Farm á laugardag í kjölfar tilkynningar fyrirtækisins um gat á sjókví með regnbogasilungi í Dýrafirði. 20. febrúar 2017 11:10
Veiðimenn kæra sleppingar regnbogasilungs Landssamband veiðifélaga hefur kært sleppingu regnbogasilunga úr fiskeldi á Vestfjörðum til lögreglu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem sambandið sendi út í gær. 26. janúar 2017 07:00
Telja að umtalsvert magn regnbogasilungs hafi sloppið úr fiskeldi í Dýrafirði Starfsmenn fiskeldisfyrirtækisins Arctic Sea Farm í Dýrafirði telja að umtalsvert magn regnbogasilungs hafi sloppið úr eldinu þar sem í dag fannst gat við botn kvíar. 16. febrúar 2017 19:32