Innlent

Veiðimenn kæra sleppingar regnbogasilungs

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Landssamband veiðifélaga hefur kært sleppingu regnbogasilunga úr fiskeldi á Vestfjörðum til lögreglu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem sambandið sendi út í gær.

Í henni segir að regnbogasilungur hafi veiðst í fjölmörgum ám víða um land undanfarna mánuði. Meðal annars í Vatnsdalsá, Haffjarðará og Hítará á Mýrum.

„Samkvæmt lögum ber að tilkynna um slysasleppingar án tafar til Fiskistofu en ljóst er að engar slíkar tilkynningar hafa borist. Óhugsandi er að fiskur sleppi úr sjókvíum í þeim mæli sem vísbendingar eru um án vitundar rekstrarleyfishafa,“ segir í tilkynningunni. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×