Lagfæringu lokið á sjókví eftir að umtalsvert magn regnbogasilungs slapp úr fiskeldi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. febrúar 2017 11:10 Frá Dýrafirði. Vísir/Pjetur Matvælastofnun fór í eftirlit hjá Arctic Sea Farm á laugardag í kjölfar tilkynningar fyrirtækisins um gat á sjókví með regnbogasilungi í Dýrafirði. Búið er að loka gatinu en ekki er að svo stöddu vitað hve margir fiskar hafa sloppið. Ljóst er að sá regnbogasilungur sem slapp í umhverfið síðastliðið sumar kom ekki úr þessari sjókví og eru þær slysasleppingar áfram til rannsóknar hjá stofnuninni. Eftirlitsmaður Matvælastofnunar fór í eftirlit að starfsstöð Arctic Sea Farm við Haukadalsbót í Dýrafirði síðastliðinn laugardag en fyrirtækið hafði tilkynnt um gat á kví til Fiskistofu og Matvælastofnunar. Enn er óljóst hvenær og hvernig gatið myndaðist en netið hefur verið lagfært. Fyrirtækið hefur látið kafara yfirfara aðrar kvíar og búnaðinum verður öllum skipt út á þessu ári. Starfsmenn fyrirtækisins höfðu í samráði við Fiskistofu lagt net við kvína og í eftirlitsferðinni á laugardaginn voru þau dregin um borð í vinnubát fyrirtækisins og færð til samkvæmt tilmælum eftirlitsmanns Fiskistofu. Enginn regnbogasilungur var í netinu og mun Fiskistofa ákveða næstu skref er varða eftirlitsveiðar á svæðinu. Í tilkynningu frá Matvælastofnun segir að ekki sé hægt að áætla hversu margir fiskar hafa sloppið fyrr en starfsmenn fyrirtækisins hafa lokið við slátrun úr kvínni en áætlað er að það verði í lok febrúar eða í byrjun mars. Um er að ræða geldan og sjúkdómalausan regnbogasilung sem er ekki fær um að fjölga sér í íslenskri náttúru. Í tilkynningu Arctic Sea Farm til fjölmiðla fyrir helgi kom fram að töluverður fjöldi fiska gæti hafa sloppið og að þarna hefði mögulega fundist skýring á veiðum á regnbogasilungi á Vestfjörðum síðastliðið sumar. Matvælastofnun segir þó útilokað að málin tengist og bendir í því ljósi á að flestir þeir fiskar sem veiddust af eftirlitsmanni Fiskistofu á Vestfjörðum síðasta sumar voru um hálft kíló að þyngd. Á sama tíma og þær veiðar stóðu yfir var fiskurinn í þeirri kví sem nú um ræðir um tvö kíló, en meðalþyngd fiska í kvínni er nú fjögur kíló. Rannsókn Matvælastofnunar á mögulegum sleppingum regnbogasilungs síðastliðið sumar er enn í gangi og liggja endanlegar niðurstöður ekki fyrir að svo stöddu. Fylgst verður með fjölda slátraðra regnbogasilunga úr þeim kvíum á Vestfjörðum sem ala fisk sambærilegan þeim sem Fiskistofa veiddi í eftirlitsferð sinni og mun framhald rannsóknarinnar byggja á þeim upplýsingum. Tengdar fréttir Telja ósennilegt að gatið skýri mögulega slysasleppingu Matvælastofnun telur ósennilegt að gat sem fannst á botni eldiskvíar á vegum Arctic Sea Farm í Dýrafirði geti útskýrt mögulega slysasleppingu regnbogasilungs sem var til umfjöllunar síðastliðið haust. 17. febrúar 2017 15:54 Telja að umtalsvert magn regnbogasilungs hafi sloppið úr fiskeldi í Dýrafirði Starfsmenn fiskeldisfyrirtækisins Arctic Sea Farm í Dýrafirði telja að umtalsvert magn regnbogasilungs hafi sloppið úr eldinu þar sem í dag fannst gat við botn kvíar. 16. febrúar 2017 19:32 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Fleiri fréttir Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Matvælastofnun fór í eftirlit hjá Arctic Sea Farm á laugardag í kjölfar tilkynningar fyrirtækisins um gat á sjókví með regnbogasilungi í Dýrafirði. Búið er að loka gatinu en ekki er að svo stöddu vitað hve margir fiskar hafa sloppið. Ljóst er að sá regnbogasilungur sem slapp í umhverfið síðastliðið sumar kom ekki úr þessari sjókví og eru þær slysasleppingar áfram til rannsóknar hjá stofnuninni. Eftirlitsmaður Matvælastofnunar fór í eftirlit að starfsstöð Arctic Sea Farm við Haukadalsbót í Dýrafirði síðastliðinn laugardag en fyrirtækið hafði tilkynnt um gat á kví til Fiskistofu og Matvælastofnunar. Enn er óljóst hvenær og hvernig gatið myndaðist en netið hefur verið lagfært. Fyrirtækið hefur látið kafara yfirfara aðrar kvíar og búnaðinum verður öllum skipt út á þessu ári. Starfsmenn fyrirtækisins höfðu í samráði við Fiskistofu lagt net við kvína og í eftirlitsferðinni á laugardaginn voru þau dregin um borð í vinnubát fyrirtækisins og færð til samkvæmt tilmælum eftirlitsmanns Fiskistofu. Enginn regnbogasilungur var í netinu og mun Fiskistofa ákveða næstu skref er varða eftirlitsveiðar á svæðinu. Í tilkynningu frá Matvælastofnun segir að ekki sé hægt að áætla hversu margir fiskar hafa sloppið fyrr en starfsmenn fyrirtækisins hafa lokið við slátrun úr kvínni en áætlað er að það verði í lok febrúar eða í byrjun mars. Um er að ræða geldan og sjúkdómalausan regnbogasilung sem er ekki fær um að fjölga sér í íslenskri náttúru. Í tilkynningu Arctic Sea Farm til fjölmiðla fyrir helgi kom fram að töluverður fjöldi fiska gæti hafa sloppið og að þarna hefði mögulega fundist skýring á veiðum á regnbogasilungi á Vestfjörðum síðastliðið sumar. Matvælastofnun segir þó útilokað að málin tengist og bendir í því ljósi á að flestir þeir fiskar sem veiddust af eftirlitsmanni Fiskistofu á Vestfjörðum síðasta sumar voru um hálft kíló að þyngd. Á sama tíma og þær veiðar stóðu yfir var fiskurinn í þeirri kví sem nú um ræðir um tvö kíló, en meðalþyngd fiska í kvínni er nú fjögur kíló. Rannsókn Matvælastofnunar á mögulegum sleppingum regnbogasilungs síðastliðið sumar er enn í gangi og liggja endanlegar niðurstöður ekki fyrir að svo stöddu. Fylgst verður með fjölda slátraðra regnbogasilunga úr þeim kvíum á Vestfjörðum sem ala fisk sambærilegan þeim sem Fiskistofa veiddi í eftirlitsferð sinni og mun framhald rannsóknarinnar byggja á þeim upplýsingum.
Tengdar fréttir Telja ósennilegt að gatið skýri mögulega slysasleppingu Matvælastofnun telur ósennilegt að gat sem fannst á botni eldiskvíar á vegum Arctic Sea Farm í Dýrafirði geti útskýrt mögulega slysasleppingu regnbogasilungs sem var til umfjöllunar síðastliðið haust. 17. febrúar 2017 15:54 Telja að umtalsvert magn regnbogasilungs hafi sloppið úr fiskeldi í Dýrafirði Starfsmenn fiskeldisfyrirtækisins Arctic Sea Farm í Dýrafirði telja að umtalsvert magn regnbogasilungs hafi sloppið úr eldinu þar sem í dag fannst gat við botn kvíar. 16. febrúar 2017 19:32 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Fleiri fréttir Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Telja ósennilegt að gatið skýri mögulega slysasleppingu Matvælastofnun telur ósennilegt að gat sem fannst á botni eldiskvíar á vegum Arctic Sea Farm í Dýrafirði geti útskýrt mögulega slysasleppingu regnbogasilungs sem var til umfjöllunar síðastliðið haust. 17. febrúar 2017 15:54
Telja að umtalsvert magn regnbogasilungs hafi sloppið úr fiskeldi í Dýrafirði Starfsmenn fiskeldisfyrirtækisins Arctic Sea Farm í Dýrafirði telja að umtalsvert magn regnbogasilungs hafi sloppið úr eldinu þar sem í dag fannst gat við botn kvíar. 16. febrúar 2017 19:32