Sterk tengsl – stór og litrík sýning Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 11. nóvember 2017 09:15 Derek Mundell og Jónína - Ninný segja vatnslitamálara finna fyrir sterkri tengingu sín á milli, skilningi og gagnkvæmum áhuga á viðfangsefnum hver annars. Vísir/Vilhelm „Það er ekki oft sem haldnar eru vatnslitasýningar hér á landi, hvað þá svona veglegar,“ segir Jónína Magnúsdóttir um viðamikla sýningu vatnslitamálara sem opnuð verður í Norræna húsinu í dag klukkan þrjú. Myndirnar eru 95 sem þar ber fyrir augu og þær eru eftir 72 listamenn frá Wales og öllum Norðurlöndunum, þar á meðal Íslandi. Jónína segir þær endurspegla mikla fjölbreytni í formum, stíl og tækni. Skiptingin er þannig að þriðjungur verka er frá Wales, þriðjungur frá Íslandi og þriðjungur frá hinum Norðurlöndunum. Jónína, sem notar listamannsnafnið Ninný, er í stjórn Norræna vatnslitafélagsins, sem stendur að viðburðinum ásamt Konunglega vatnslitafélaginu í Wales. „Það eru tvö ár síðan ég var beðin að skipuleggja þessa sýningu og það er búið að vera stórt verkefni en skemmtilegt. Fékk hann Derek Mundell í lið með mér og hefði aldrei getað þetta án hans,“ segir Jónína sem á von á mörgum erlendum gestum, varla þó Karli Bretaprins þrátt fyrir að hann sé verndari hins velska félags.Sýningin verður opnuð á efri hæð Norræna hússins klukkan 15 stundvíslega með ávörpum forseta félaganna og léttum veitingum. Svo verður haldið niður í stóra salinn þar sem myndunum er fallega fyrir komið á veggjum og flekum. Klukkan 16 ætlar þekkt tónlistarkona frá Wales, Eira Lynn Jone, að spila á hörpu í salnum á efri hæðinni útfrá sínum hughrifum frá listaverkunum og myndir af þeim munu rúlla á tjaldi á bak við hana. Jónína er ekki í vafa um að það verði einstakt og spennandi. „Svo getur fólk farið niður í sýningarsalinn aftur og notið listarinnar þar,“ segir hún og tekur fram að allir séu velkomnir. Sýningin Tenging landa og lita stendur til 10. desember og aðgangur er ókeypis. Menning Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Heimatilbúið „corny“ Lífið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
„Það er ekki oft sem haldnar eru vatnslitasýningar hér á landi, hvað þá svona veglegar,“ segir Jónína Magnúsdóttir um viðamikla sýningu vatnslitamálara sem opnuð verður í Norræna húsinu í dag klukkan þrjú. Myndirnar eru 95 sem þar ber fyrir augu og þær eru eftir 72 listamenn frá Wales og öllum Norðurlöndunum, þar á meðal Íslandi. Jónína segir þær endurspegla mikla fjölbreytni í formum, stíl og tækni. Skiptingin er þannig að þriðjungur verka er frá Wales, þriðjungur frá Íslandi og þriðjungur frá hinum Norðurlöndunum. Jónína, sem notar listamannsnafnið Ninný, er í stjórn Norræna vatnslitafélagsins, sem stendur að viðburðinum ásamt Konunglega vatnslitafélaginu í Wales. „Það eru tvö ár síðan ég var beðin að skipuleggja þessa sýningu og það er búið að vera stórt verkefni en skemmtilegt. Fékk hann Derek Mundell í lið með mér og hefði aldrei getað þetta án hans,“ segir Jónína sem á von á mörgum erlendum gestum, varla þó Karli Bretaprins þrátt fyrir að hann sé verndari hins velska félags.Sýningin verður opnuð á efri hæð Norræna hússins klukkan 15 stundvíslega með ávörpum forseta félaganna og léttum veitingum. Svo verður haldið niður í stóra salinn þar sem myndunum er fallega fyrir komið á veggjum og flekum. Klukkan 16 ætlar þekkt tónlistarkona frá Wales, Eira Lynn Jone, að spila á hörpu í salnum á efri hæðinni útfrá sínum hughrifum frá listaverkunum og myndir af þeim munu rúlla á tjaldi á bak við hana. Jónína er ekki í vafa um að það verði einstakt og spennandi. „Svo getur fólk farið niður í sýningarsalinn aftur og notið listarinnar þar,“ segir hún og tekur fram að allir séu velkomnir. Sýningin Tenging landa og lita stendur til 10. desember og aðgangur er ókeypis.
Menning Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Heimatilbúið „corny“ Lífið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira