Bláa hafið heldur til Frakklands að nýju Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 14. janúar 2017 07:00 Ólafur Helgi, lengst til vinstri í efri röð, hefur einu sinni áður farið á keppnina. Þá var hann jarðaður af Norðmönnum í stuðningi. Slíkt mun ekki gerast aftur. vísir/eyþór Allt að 200 Íslendingar munu halda til Frakklands síðar í mánuðinum til að styðja Viktor Örn Andrésson matreiðslumeistara í Bocuse d’Or keppninni, sem er heimsmeistarakeppni einstaklinga í matreiðslu. Búið er að prenta búninga fyrir stuðningsmenn hans og þegar Fréttablaðið bar að garði við lokaæfingu Viktors var verið að panta þriðju prentun. Ólafur Helgi Kristjánsson, yfirkokkur á Hótel Sögu, sem heldur utan um búningasöluna hafði varla tíma til að spjalla við blaðamann því það voru svo margir að koma til að kaupa búning. „Ég pantaði fyrst 60 treyjur en það seldist nánast strax upp þannig að ég setti aðra prentun í gang og hún fór líka á undraskömmum tíma þannig að ég er núna bara að taka við pöntunum fyrir næstu pöntun.“ Hann segir að stuðningsmennirnir séu flestir innan matreiðslubransans; kokkar, birgjar og aðrir. Ekki er um skipulagða hópferð að ræða heldur ferðast allir til Lyon, þar sem keppnin fer fram, á eigin vegum. „Það hafa sjaldan eða aldrei verið jafn margir að fara á þessa keppni, um 150-200 manns.Viktor Örn er fulltrúi Íslands í keppninni í ár. Hann hélt lokaæfinguna í gær.vísir/eyþórViktor trekkir að og við, sem erum í kringum þetta hjá honum, höfum mikla trú á að hann standi sig vel. Þetta lítur allavega mjög vel út hjá honum og það er ekki annað hægt að segja en að stemningin sé að magnast upp.“ Ólafur hefur einu sinni áður farið á Bocuse d’Or-keppnina en íslenskir matreiðslumenn hafa alltaf lent í efstu tíu sætunum í keppninni. Árið 2000 tóku Íslendingar fyrst þátt en keppnin er haldin á tveggja ára fresti. „Þessi keppni er svo sérstök miðað við allar aðrar því þetta er eins og fótboltaleikur. Það er ævintýraleg stemning þarna. Það eru stuðningsmannapallar, stuðningsmenn með trommur, stuðningsmannasöngvar, lúðrar og annað. Við fórum fyrir tveimur árum og þá komu Norðmenn með fána og norsku kúabjöllurnar. Þeir völtuðu yfir okkur í stuðningnum og það er ekki að fara gerast aftur. Viktor er kandídat sem er líklegur til góðra verka og við mætum betur undirbúnir núna til að styðja hann á toppinn. Við erum með stuðningsmannavísur, fána, búninga, lúðra og ég veit ekki hvað og hvað. Það eina sem vantar er alvöru víkingahjálmur,“ segir hann og hlær.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Allt að 200 Íslendingar munu halda til Frakklands síðar í mánuðinum til að styðja Viktor Örn Andrésson matreiðslumeistara í Bocuse d’Or keppninni, sem er heimsmeistarakeppni einstaklinga í matreiðslu. Búið er að prenta búninga fyrir stuðningsmenn hans og þegar Fréttablaðið bar að garði við lokaæfingu Viktors var verið að panta þriðju prentun. Ólafur Helgi Kristjánsson, yfirkokkur á Hótel Sögu, sem heldur utan um búningasöluna hafði varla tíma til að spjalla við blaðamann því það voru svo margir að koma til að kaupa búning. „Ég pantaði fyrst 60 treyjur en það seldist nánast strax upp þannig að ég setti aðra prentun í gang og hún fór líka á undraskömmum tíma þannig að ég er núna bara að taka við pöntunum fyrir næstu pöntun.“ Hann segir að stuðningsmennirnir séu flestir innan matreiðslubransans; kokkar, birgjar og aðrir. Ekki er um skipulagða hópferð að ræða heldur ferðast allir til Lyon, þar sem keppnin fer fram, á eigin vegum. „Það hafa sjaldan eða aldrei verið jafn margir að fara á þessa keppni, um 150-200 manns.Viktor Örn er fulltrúi Íslands í keppninni í ár. Hann hélt lokaæfinguna í gær.vísir/eyþórViktor trekkir að og við, sem erum í kringum þetta hjá honum, höfum mikla trú á að hann standi sig vel. Þetta lítur allavega mjög vel út hjá honum og það er ekki annað hægt að segja en að stemningin sé að magnast upp.“ Ólafur hefur einu sinni áður farið á Bocuse d’Or-keppnina en íslenskir matreiðslumenn hafa alltaf lent í efstu tíu sætunum í keppninni. Árið 2000 tóku Íslendingar fyrst þátt en keppnin er haldin á tveggja ára fresti. „Þessi keppni er svo sérstök miðað við allar aðrar því þetta er eins og fótboltaleikur. Það er ævintýraleg stemning þarna. Það eru stuðningsmannapallar, stuðningsmenn með trommur, stuðningsmannasöngvar, lúðrar og annað. Við fórum fyrir tveimur árum og þá komu Norðmenn með fána og norsku kúabjöllurnar. Þeir völtuðu yfir okkur í stuðningnum og það er ekki að fara gerast aftur. Viktor er kandídat sem er líklegur til góðra verka og við mætum betur undirbúnir núna til að styðja hann á toppinn. Við erum með stuðningsmannavísur, fána, búninga, lúðra og ég veit ekki hvað og hvað. Það eina sem vantar er alvöru víkingahjálmur,“ segir hann og hlær.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira