Greiddi aksturinn margfalt því borgin kynnti ekki nemaafslátt Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 13. október 2017 06:00 Mæðginin Ásta og Haraldur á heimili sínu í Vesturbænum. Ásta er starfandi sálfræðingur og Haraldur er á sínu lokaári í framhaldsskóla. Vísir/eyþór „Ég var að borga í kringum 30 þúsund á mánuði fyrir akstursþjónustuna og búin að gera það í um það bil eitt og hálft ár, þegar ég heyri af þessu ódýra nemakorti,“ segir Ásta K. Ólafsdóttir, móðir fatlaðs ungmennis á lokaári í framhaldsskóla. „Það var fyrrverandi starfsmaður Strætó bs. sem sagði mér að sonur minn ætti þennan rétt,“ segir Ásta sem kveðst hafa rætt málið við aðra foreldra fatlaðra barna sem ekki hafi heldur vitað um ódýru árskortin. Ásta leitaði til Strætó vorið 2016 og krafðist endurgreiðslu, enda hafði hún greitt yfir 300 þúsund krónur á ári fyrir þjónustu sem unnt hefði verið að kaupa fyrir 20 þúsund (47 þúsund fyrir 18 ára og eldri). Beiðni hennar var áframsend frá Strætó til velferðarsviðs borgarinnar.Árni Múli Jónsson er framkvæmdastjóri Þroskahjálpar.Í svari velferðarsviðs til Ástu kemur fram að ákvörðun um að bjóða nemakortin hafi verið tekin á fundi velferðarráðs í október 2009. Eftir það áttu fatlaðir nemendur val um hvort þeir keyptu nemakort eða greiddu hálft fargjald í ferðaþjónustunni. Árið 2015 hafi verið rætt um breytt fyrirkomulag greiðsluþátttöku en umræðunni frestað og því vísað til samráðsvettvangs sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hvort bjóða ætti upp á nemakortin í öllum sveitarfélögunum. „Meðan ekki er búið að taka ákvörðun um að leggja niður nemakortin eða taka upp aðra leið til greiðsluþátttöku er ekki hægt að hætta að bjóða upp á kortin. Því hefur verið farin sú leið að leyfa nemendum að sækja kortið, en það er ekki auglýst,“ segir í svarinu. Kröfu Ástu um endurgreiðslu var hafnað með þeim rökum að sveitarfélaginu væri ekki skylt að bjóða upp á nemakortin heldur væru þau valkostur við annars konar greiðsluþátttöku sveitarfélagsins. Árni Múli Jónsson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, segir borgina hafa brotið lögbundna upplýsinga- og leiðbeiningarskyldu stjórnsýslulaga. „Um leið og ákvörðun um að bjóða þessi nemakort fyrir fatlaða nemendur er tekin og ákvörðun um að hætta því hefur ekki verið tekin, fellur strax sú skylda á Reykjavíkurborg að upplýsa alla þá sem gætu hugsanlega haft hagsmuni af því að nýta þennan rétt,“ segir Árni. Þessa upplýsinga- og leiðbeiningarskyldu segir Árni sérstaklega mikilvæga þegar um sé að ræða viðkvæma hópa eins og fatlaða einstaklinga. „Bæði vegna þess að þessi hópur kann að hafa skerta getu til að afla sér upplýsinga upp á eigin spýtur, en einnig vegna þess að fjárhagsleg staða þessa hóps er oft þannig að þessi kjör geta skipt algerum sköpum og varðað þannig fleiri réttindi eins og réttinn til náms.“ Samkvæmt velferðarsviði Reykjavíkurborgar var tekin ákvörðun um að halda áfram með nemakortin í júní 2016. Í kjölfarið hafi þau verið kynnt á vefsíðu borgarinnar. „Við ætluðum að setja þetta inn á heimasíðu Strætó en ákváðum að gera það ekki vegna þess að önnur sveitarfélög eru ekki að bjóða upp á þetta. Þetta er inni á heimasíðunni okkar, en ég skal viðurkenna að þetta er ekki mjög áberandi,“ segir Sigurbjörg Fjölnisdóttir, deildarstjóri á velferðarsviði. Hún lætur þess getið að nemendur eða forráðamenn þeirra þurfi að sækja sérstaklega um kortin hjá Reykjavíkurborg. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
„Ég var að borga í kringum 30 þúsund á mánuði fyrir akstursþjónustuna og búin að gera það í um það bil eitt og hálft ár, þegar ég heyri af þessu ódýra nemakorti,“ segir Ásta K. Ólafsdóttir, móðir fatlaðs ungmennis á lokaári í framhaldsskóla. „Það var fyrrverandi starfsmaður Strætó bs. sem sagði mér að sonur minn ætti þennan rétt,“ segir Ásta sem kveðst hafa rætt málið við aðra foreldra fatlaðra barna sem ekki hafi heldur vitað um ódýru árskortin. Ásta leitaði til Strætó vorið 2016 og krafðist endurgreiðslu, enda hafði hún greitt yfir 300 þúsund krónur á ári fyrir þjónustu sem unnt hefði verið að kaupa fyrir 20 þúsund (47 þúsund fyrir 18 ára og eldri). Beiðni hennar var áframsend frá Strætó til velferðarsviðs borgarinnar.Árni Múli Jónsson er framkvæmdastjóri Þroskahjálpar.Í svari velferðarsviðs til Ástu kemur fram að ákvörðun um að bjóða nemakortin hafi verið tekin á fundi velferðarráðs í október 2009. Eftir það áttu fatlaðir nemendur val um hvort þeir keyptu nemakort eða greiddu hálft fargjald í ferðaþjónustunni. Árið 2015 hafi verið rætt um breytt fyrirkomulag greiðsluþátttöku en umræðunni frestað og því vísað til samráðsvettvangs sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hvort bjóða ætti upp á nemakortin í öllum sveitarfélögunum. „Meðan ekki er búið að taka ákvörðun um að leggja niður nemakortin eða taka upp aðra leið til greiðsluþátttöku er ekki hægt að hætta að bjóða upp á kortin. Því hefur verið farin sú leið að leyfa nemendum að sækja kortið, en það er ekki auglýst,“ segir í svarinu. Kröfu Ástu um endurgreiðslu var hafnað með þeim rökum að sveitarfélaginu væri ekki skylt að bjóða upp á nemakortin heldur væru þau valkostur við annars konar greiðsluþátttöku sveitarfélagsins. Árni Múli Jónsson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, segir borgina hafa brotið lögbundna upplýsinga- og leiðbeiningarskyldu stjórnsýslulaga. „Um leið og ákvörðun um að bjóða þessi nemakort fyrir fatlaða nemendur er tekin og ákvörðun um að hætta því hefur ekki verið tekin, fellur strax sú skylda á Reykjavíkurborg að upplýsa alla þá sem gætu hugsanlega haft hagsmuni af því að nýta þennan rétt,“ segir Árni. Þessa upplýsinga- og leiðbeiningarskyldu segir Árni sérstaklega mikilvæga þegar um sé að ræða viðkvæma hópa eins og fatlaða einstaklinga. „Bæði vegna þess að þessi hópur kann að hafa skerta getu til að afla sér upplýsinga upp á eigin spýtur, en einnig vegna þess að fjárhagsleg staða þessa hóps er oft þannig að þessi kjör geta skipt algerum sköpum og varðað þannig fleiri réttindi eins og réttinn til náms.“ Samkvæmt velferðarsviði Reykjavíkurborgar var tekin ákvörðun um að halda áfram með nemakortin í júní 2016. Í kjölfarið hafi þau verið kynnt á vefsíðu borgarinnar. „Við ætluðum að setja þetta inn á heimasíðu Strætó en ákváðum að gera það ekki vegna þess að önnur sveitarfélög eru ekki að bjóða upp á þetta. Þetta er inni á heimasíðunni okkar, en ég skal viðurkenna að þetta er ekki mjög áberandi,“ segir Sigurbjörg Fjölnisdóttir, deildarstjóri á velferðarsviði. Hún lætur þess getið að nemendur eða forráðamenn þeirra þurfi að sækja sérstaklega um kortin hjá Reykjavíkurborg.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira