Fótbolti

Kári var rifbeinsbrotinn: Kominn með grænt ljós

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kári Árnason gerir allt til að spila fyrir Ísland.
Kári Árnason gerir allt til að spila fyrir Ísland. vísir/getty
Varnarmaðurinn Kári Árnason verður klár í slaginn þegar flautað verður til leiks á föstudag þegar Kósóvó tekur á móti Íslandi í undankeppni HM 2018.

Kári hefur lítið spilað með liði sínu á Kýpur síðustu vikurnar þar sem hann hefur verið rifbeinsbrotinn. Hann segir að staðan á honum í dag sé fín.

Sjá einnig:Gylfi Þór: Liðsheildin er það mikilvægasta og hún hefur ekki breyst

„Ég er búinn að vera spara mig fyrir þennan leik og þetta er allt að koma,“ sagði Kári við Vísi fyrir æfingu íslenska liðsins í Parma í dag.

Kári segir að hann hefði ekki viljað taka neina áhættu með því að fara of snemma af stað, ekki bara landsleiksins vegna. „Það hefði verið mikil áhætta á því að brotna aftur og það hefði kostað mig enn fleiri vikur. En ég er kominn með grænt ljós á að spila núna.“

Þrátt fyrir að hann hafi ekki spilað mikið síðustu vikurnar segir hann ástæðulaust að hafa áhyggjur. Hann hefði hvort eð er ekki spilað mikið á þessum árstíma með gamla liði sínu, Malmö í Svíþjóð, en þaðan fór hann til Kýpur fyrr á þessu ári.

„Ég væri ekki í betra leikformi með Malmö, enda bara æfingaleikir á undirbúningstímabili. Nú hef ég náð að æfa vel í mánuð og spila einn og hálfan leik þar að auki. Það lítur því vel út.“

Hann á von á að íslenska varnarlínan muni hafa nóg að gera gegn öflugu liði Kósóvó á föstudag. „Það er engin ástæða fyrir okkur að vanmeta þetta lið. Þeir beita mikið af skyndisóknum og eru með góða framherja. Þetta er örugglega ekki ósvipað því sem maður þekkir úr ensku deildunum.“


Tengdar fréttir

Ef ég væri Heimir myndi ég setja mig í liðið

Emil Hallfreðsson er lykilmaður í Udinese á Ítalíu, liði sem spilar í einni sterkustu deild heims. Hann segist hafa persónulega orðið fyrir vonbrigðum á EM en hann bíður rólegur eftir tækifæri sínu með landsliðinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.