Vilja frekari skorður við kaupum útlendinga Jón Hákon Halldórsson skrifar 1. september 2017 07:00 Neðri-Dalur í Biskupsstungum er með Geysissvæðið nánast í bakgarðinum hjá sér. Mynd/Stakkafell Átta af hverjum tíu sem afstöðu taka í nýrri könnun Fréttablaðsins eru hlynntir því að settar verði frekari skorður við kaupum útlendinga á jörðum hér á landi. Um 20 prósent telja að það eigi ekki að setja frekari skorður. Fréttablaðið greindi frá því á mánudag að Kínverjar vildu kaupa Neðri-Dal í Biskupstungum, sem er rétt við Geysissvæðið. Samkvæmt lögum um eignarrétt og afnotarétt fasteigna er íslenskur ríkisborgararéttur eða íslenskt lögheimili skilyrði fyrir því að einstaklingur geti fengið eignarrétt eða afnotarétt yfir fasteignum á Íslandi, þar á meðal veiðirétt, vatnsréttindi eða önnur fasteignaréttindi. Íbúar á EES-svæðinu hafa sömu réttindi og íslenskir ríkisborgarar. Það hefur hins vegar þótt flækja málið að ráðherra hefur heimild til að víkja frá þessum skilyrðum. Ráðherra getur því veitt íbúum utan EES-svæðisins heimild til að kaupa jarðir á Íslandi.Lilja ?AlfreðsdóttirLilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, telur að undanþágur í lögunum séu of margar og betra væri að Alþingi, en ekki ráðherra, tæki ákvarðanir um undanþágur. „Það getur vel verið að það komi fjárfesting sem sé mjög hagkvæm og sátt yrði um. Þá viljum við ekki loka á hana, en það væri sniðugt að auka valdsvið þingsins í þessu. En númer eitt, tvö og þrjú þá þarf að skýra þetta,“ segir Lilja. Í reglugerð dómsmálaráðuneytisins segir að aðilar með erlent ríkisfang geti ekki keypt jörð sem er stærri en 25 hektarar. Lilja vill meðal annars fá betur á hreint hvort sú regla sé viðmiðunarregla sem ráðherra geti vikið frá, eða hvort hún er ófrávíkjanleg. Í febrúar 2013 var mikið rætt um áhuga Kínverjans Huang Nubo á að kaupa Grímsstaði á fjöllum. Í könnun Fréttablaðsins var spurt hvort fólk vildi setja frekari hömlur á rétt útlendinga til að kaupa land á Íslandi. Þá tóku 83 prósent afstöðu til spurningarinnar. Liðlega helmingur, eða 56 prósent, sögðu já en 44 prósent sögðu nei. Andstaðan er því talsvert meiri núna. Könnun Fréttablaðsins var gerð þannig að hringt var í 1.063 manns í Reykjavík þar til náðist í 791 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki þann 28. og 29. ágúst. Svarhlutfallið var 74,4 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Spurt var: Telur þú að setja ætti frekari skorður við kaupum erlendra aðila á jörðum hér á landi? Alls tóku 82,9 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Átta af hverjum tíu sem afstöðu taka í nýrri könnun Fréttablaðsins eru hlynntir því að settar verði frekari skorður við kaupum útlendinga á jörðum hér á landi. Um 20 prósent telja að það eigi ekki að setja frekari skorður. Fréttablaðið greindi frá því á mánudag að Kínverjar vildu kaupa Neðri-Dal í Biskupstungum, sem er rétt við Geysissvæðið. Samkvæmt lögum um eignarrétt og afnotarétt fasteigna er íslenskur ríkisborgararéttur eða íslenskt lögheimili skilyrði fyrir því að einstaklingur geti fengið eignarrétt eða afnotarétt yfir fasteignum á Íslandi, þar á meðal veiðirétt, vatnsréttindi eða önnur fasteignaréttindi. Íbúar á EES-svæðinu hafa sömu réttindi og íslenskir ríkisborgarar. Það hefur hins vegar þótt flækja málið að ráðherra hefur heimild til að víkja frá þessum skilyrðum. Ráðherra getur því veitt íbúum utan EES-svæðisins heimild til að kaupa jarðir á Íslandi.Lilja ?AlfreðsdóttirLilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, telur að undanþágur í lögunum séu of margar og betra væri að Alþingi, en ekki ráðherra, tæki ákvarðanir um undanþágur. „Það getur vel verið að það komi fjárfesting sem sé mjög hagkvæm og sátt yrði um. Þá viljum við ekki loka á hana, en það væri sniðugt að auka valdsvið þingsins í þessu. En númer eitt, tvö og þrjú þá þarf að skýra þetta,“ segir Lilja. Í reglugerð dómsmálaráðuneytisins segir að aðilar með erlent ríkisfang geti ekki keypt jörð sem er stærri en 25 hektarar. Lilja vill meðal annars fá betur á hreint hvort sú regla sé viðmiðunarregla sem ráðherra geti vikið frá, eða hvort hún er ófrávíkjanleg. Í febrúar 2013 var mikið rætt um áhuga Kínverjans Huang Nubo á að kaupa Grímsstaði á fjöllum. Í könnun Fréttablaðsins var spurt hvort fólk vildi setja frekari hömlur á rétt útlendinga til að kaupa land á Íslandi. Þá tóku 83 prósent afstöðu til spurningarinnar. Liðlega helmingur, eða 56 prósent, sögðu já en 44 prósent sögðu nei. Andstaðan er því talsvert meiri núna. Könnun Fréttablaðsins var gerð þannig að hringt var í 1.063 manns í Reykjavík þar til náðist í 791 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki þann 28. og 29. ágúst. Svarhlutfallið var 74,4 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Spurt var: Telur þú að setja ætti frekari skorður við kaupum erlendra aðila á jörðum hér á landi? Alls tóku 82,9 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira