Akranesbær styður meiri byggðafestu í kvótakerfið Kristján Már Unnarsson skrifar 12. maí 2017 20:30 Bæjarstjóri Akraness segir að ekkert verði gefið eftir til að tryggja að þar verði áfram útgerð og segir bæjaryfirvöld styðja hugmyndir um meiri byggðafestu í kvótakerfið. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Það var þungt hljóð í starfsmönnum frystihúss HB Granda á Akranesi í gær eftir að tilkynnt var að þeim yrði öllum sagt upp og vinnslunni lokað. Væntingar um störf hjá HB Granda í Reykjavík slá ekki á áhyggjur, eins og heyra mátti í viðtölum, sem sjá má hér að ofan.Sesselja Andrésdóttir, starfsmaður í fiskvinnslu HB Granda.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þetta er áfall. Það er verið að kippa fótunum undan mörgum af okkur. Við vitum ekkert hvernig framtíðin er. Hvar fáum við vinnu? Fáum við vinnu?“ spurði Sesselja Andrésdóttir, starfsmaður HB Granda. „Þegar svona stór vinnustaður fer, þá eru það ekki bara við. Það eru allir þeir sem tengjast þessu; búðir, þjónustufyrirtæki, - bara allt. Þetta er alveg rosastór biti þegar svona fer,“ sagði Skúlína Hlíf Guðmundsdóttir trúnaðarmaður, sem segir að Akranes sé að verða svefnbær.Skúlína Hlíf Guðmundsdóttir, trúnaðarmaður í frystihúsinu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness, segir að staðið verði við þau áform að stækka höfnina, en bærinn sendi í dag frá sér yfirlýsingu vegna ákvörðunar HB Granda. En verður hún til þess að bæjaryfirvöld krefjist þess að kvótakerfið verði endurskoðað? Bæjarstjórinn vísar til þess að nefnd sé að hefja störf til að fara yfir þau mál. „Við munum auðvitað fylgja því vel eftir að hér geti orðið útgerð á Akranesi. Það er alveg klárt. Við munum ekki gefa neitt eftir hvað það varðar. Það hefur komið fram að það eigi að tryggja það að það sé meiri byggðafesta í kvótakerfinu. Við munum styðja við allar slíkar hugmyndir,“ segir Sævar. Einnig var fjallað um málið í frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi. Tengdar fréttir Fiskverkakona á Akranesi: „Það er bara búið að reka okkur öll“ Alls missa 86 manns vinnuna þegar botnfiskvinnslu HB Granda verður lokað á Skaganum þann 1. september næstkomandi og sameinuð vinnslunni í Reykjavík. 11. maí 2017 16:02 Forstjóri HB Granda: Fólk var dapurt og leitt „Við munum bjóða öllum vinnu en langflestum í Reykjavík. Það verður að koma í ljós hversu margir geta þegið það boð.“ 11. maí 2017 16:14 Akraneskaupstaður í viðræðum við aðila til að tryggja útgerð og fiskvinnslu Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá sveitarfélaginu vegna ákvörðunar HB Granda að segja upp öllu starfsfólki upp sem vann við botnfisksvinnslu hjá fyrirtækinu á Akranesi í gær. 12. maí 2017 14:15 86 starfsmönnum HB Granda á Akranesi sagt upp Botnsfiskvinnslan á Akranesi lokar þann 1. september næstkomandi. 11. maí 2017 15:32 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Bæjarstjóri Akraness segir að ekkert verði gefið eftir til að tryggja að þar verði áfram útgerð og segir bæjaryfirvöld styðja hugmyndir um meiri byggðafestu í kvótakerfið. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Það var þungt hljóð í starfsmönnum frystihúss HB Granda á Akranesi í gær eftir að tilkynnt var að þeim yrði öllum sagt upp og vinnslunni lokað. Væntingar um störf hjá HB Granda í Reykjavík slá ekki á áhyggjur, eins og heyra mátti í viðtölum, sem sjá má hér að ofan.Sesselja Andrésdóttir, starfsmaður í fiskvinnslu HB Granda.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þetta er áfall. Það er verið að kippa fótunum undan mörgum af okkur. Við vitum ekkert hvernig framtíðin er. Hvar fáum við vinnu? Fáum við vinnu?“ spurði Sesselja Andrésdóttir, starfsmaður HB Granda. „Þegar svona stór vinnustaður fer, þá eru það ekki bara við. Það eru allir þeir sem tengjast þessu; búðir, þjónustufyrirtæki, - bara allt. Þetta er alveg rosastór biti þegar svona fer,“ sagði Skúlína Hlíf Guðmundsdóttir trúnaðarmaður, sem segir að Akranes sé að verða svefnbær.Skúlína Hlíf Guðmundsdóttir, trúnaðarmaður í frystihúsinu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness, segir að staðið verði við þau áform að stækka höfnina, en bærinn sendi í dag frá sér yfirlýsingu vegna ákvörðunar HB Granda. En verður hún til þess að bæjaryfirvöld krefjist þess að kvótakerfið verði endurskoðað? Bæjarstjórinn vísar til þess að nefnd sé að hefja störf til að fara yfir þau mál. „Við munum auðvitað fylgja því vel eftir að hér geti orðið útgerð á Akranesi. Það er alveg klárt. Við munum ekki gefa neitt eftir hvað það varðar. Það hefur komið fram að það eigi að tryggja það að það sé meiri byggðafesta í kvótakerfinu. Við munum styðja við allar slíkar hugmyndir,“ segir Sævar. Einnig var fjallað um málið í frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi.
Tengdar fréttir Fiskverkakona á Akranesi: „Það er bara búið að reka okkur öll“ Alls missa 86 manns vinnuna þegar botnfiskvinnslu HB Granda verður lokað á Skaganum þann 1. september næstkomandi og sameinuð vinnslunni í Reykjavík. 11. maí 2017 16:02 Forstjóri HB Granda: Fólk var dapurt og leitt „Við munum bjóða öllum vinnu en langflestum í Reykjavík. Það verður að koma í ljós hversu margir geta þegið það boð.“ 11. maí 2017 16:14 Akraneskaupstaður í viðræðum við aðila til að tryggja útgerð og fiskvinnslu Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá sveitarfélaginu vegna ákvörðunar HB Granda að segja upp öllu starfsfólki upp sem vann við botnfisksvinnslu hjá fyrirtækinu á Akranesi í gær. 12. maí 2017 14:15 86 starfsmönnum HB Granda á Akranesi sagt upp Botnsfiskvinnslan á Akranesi lokar þann 1. september næstkomandi. 11. maí 2017 15:32 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Fiskverkakona á Akranesi: „Það er bara búið að reka okkur öll“ Alls missa 86 manns vinnuna þegar botnfiskvinnslu HB Granda verður lokað á Skaganum þann 1. september næstkomandi og sameinuð vinnslunni í Reykjavík. 11. maí 2017 16:02
Forstjóri HB Granda: Fólk var dapurt og leitt „Við munum bjóða öllum vinnu en langflestum í Reykjavík. Það verður að koma í ljós hversu margir geta þegið það boð.“ 11. maí 2017 16:14
Akraneskaupstaður í viðræðum við aðila til að tryggja útgerð og fiskvinnslu Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá sveitarfélaginu vegna ákvörðunar HB Granda að segja upp öllu starfsfólki upp sem vann við botnfisksvinnslu hjá fyrirtækinu á Akranesi í gær. 12. maí 2017 14:15
86 starfsmönnum HB Granda á Akranesi sagt upp Botnsfiskvinnslan á Akranesi lokar þann 1. september næstkomandi. 11. maí 2017 15:32