Í tilkynningu frá lögreglu segir að vettvangur verði rannsakaður með aðstoð tæknideildar lögreglu eins og venja er þegar líkamsleifar finnast á víðavangi. Ljóst sé að dánarorsök mun ekki liggja fyrir fyrr en að aflokinni krufningu.
Frekari upplýsingar verða ekki veittar um málið að sinni segir í tilkynningu frá lögreglu.