„Fáfræði og fljótræði stýra för og réttindi eru fótum troðin“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 29. janúar 2017 18:27 Fjármálaráðherra segir þyngra en tárum taki að horfa upp á það sem sé að gerast í Bandaríkjunum. Vísir/Ernir „Þetta er nánast þyngra en tárum taki að horfa á hvað er að gerast þarna. Ég bjó í Bandaríkjunum í sex og hálft ár og á þar marga vini og það var auðvitað ýmislegt sem gekk á en það var aldrei neitt þessu líkt,“ sagði Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra í Sprengisandi á Bylgjunni. Benedikt var spurður út í tilskipun Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem kveður á um að ríkisborgurum sjö þjóða verði meinuð innganga í Bandaríkin næstu þrjá mánuðina. Þjóðirnar sjö eru Íran, Írak, Sýrland, Sómalía, Jemen, Súdan og Líbía. „Að sjá hvað er að gerast núna þar sem menn eru að loka landinu, bæði með því að hleypa fólki ekki inn, með því að ætla að reisa múra, með því að ætla að loka fyrir innflutning. Þetta er skelfileg þróun og afar hættuleg. Sem betur fer og ég er hreykinn af því og stoltur að vera Íslendingur þar sem við höfnuðum þessum popúlísku flokkum,“ sagði Benedikt. Benedikt sagði að nú þurfi að íhuga það vel hvernig hægt sé að bregðast við. „Á maður að hætta að umgangast Bandaríkjamenn? Þetta er þó vinaþjóð okkar. Þetta er þjóð sem var leiðandi lýðræðisþjóð og hefur verið það og nú reynir auðvitað á stofnanir Bandaríkjanna. Hvað ætla menn að gera núna? [...] Sættum við okkur bara við þetta? Höldum við okkur bara til hlés og vonum það besta? Getur réttarkerfið og pólitíska kerfið sætt sig við þetta? Trump er ekki einvaldur þó hann láti eins og hann sé það.“ Þá segir hann á Facebook að Íslendingar hljóti að styðja frelsið og lýsa vanþóknun á aðgerðum forsetans. „Það er hræðilegt til þess að hugsa hvernig komið er fyrir Bandaríkjunum, þessari vöggu lýðræðis og frelsis í heiminum þegar fordómar ráða nú ríkjum; fáfræði og fljótræði stýra för og réttindi eru fótum troðin. Nú reynir á innviði réttarríkisins, en við getum ekki horf þegjandi á þegar forystuþjóð vestrænna gilda er breytt í andhverfu sína. Íslendingar hljóta allir að styðja frelsið og lýsa vanþóknun á stefnu og aðgerðum Trumps.“ Hlusta má á viðtalið við Benedikt í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Utanríkisráðherra harmar ákvörðun Trumps Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segist harma ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta sem meinar íbúum sjö múslimaríkja inngöngu í Bandaríkin tímabundið. 29. janúar 2017 19:00 Óttar Proppé um „múslímabann“ Trump: „Mótmælum öll!“ Óttar Proppé, heilbrigðisráðherra, gagnrýnir harðlega fyrirskipun Trump, um innflytjendur. 29. janúar 2017 15:59 Óska eftir fundi í utanríkismálanefnd Alþingis vegna Trump Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkonur Vinstri grænna í utanríkismálanefnd Alþingis hafa óskað eftir því að nefndin fundi hið fyrsta með utanríkisráðherra til að ræða viðbrögð við fyrirskipun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að banna fólki frá sjö löndum að ferðast til Bandaríkjanna. 29. janúar 2017 11:45 Skora á ríkisstjórn Íslands að taka afstöðu gegn landnemabyggðum í Ísrael Ungir jafnaðarmenn, skora á ríkisstjórn Íslands og ráðherra utanríkismála að koma á framfæri mótmælum við Ísraelsk yfirvöld vegna uppbyggingu landnemabyggða. 29. janúar 2017 11:14 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sjá meira
„Þetta er nánast þyngra en tárum taki að horfa á hvað er að gerast þarna. Ég bjó í Bandaríkjunum í sex og hálft ár og á þar marga vini og það var auðvitað ýmislegt sem gekk á en það var aldrei neitt þessu líkt,“ sagði Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra í Sprengisandi á Bylgjunni. Benedikt var spurður út í tilskipun Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem kveður á um að ríkisborgurum sjö þjóða verði meinuð innganga í Bandaríkin næstu þrjá mánuðina. Þjóðirnar sjö eru Íran, Írak, Sýrland, Sómalía, Jemen, Súdan og Líbía. „Að sjá hvað er að gerast núna þar sem menn eru að loka landinu, bæði með því að hleypa fólki ekki inn, með því að ætla að reisa múra, með því að ætla að loka fyrir innflutning. Þetta er skelfileg þróun og afar hættuleg. Sem betur fer og ég er hreykinn af því og stoltur að vera Íslendingur þar sem við höfnuðum þessum popúlísku flokkum,“ sagði Benedikt. Benedikt sagði að nú þurfi að íhuga það vel hvernig hægt sé að bregðast við. „Á maður að hætta að umgangast Bandaríkjamenn? Þetta er þó vinaþjóð okkar. Þetta er þjóð sem var leiðandi lýðræðisþjóð og hefur verið það og nú reynir auðvitað á stofnanir Bandaríkjanna. Hvað ætla menn að gera núna? [...] Sættum við okkur bara við þetta? Höldum við okkur bara til hlés og vonum það besta? Getur réttarkerfið og pólitíska kerfið sætt sig við þetta? Trump er ekki einvaldur þó hann láti eins og hann sé það.“ Þá segir hann á Facebook að Íslendingar hljóti að styðja frelsið og lýsa vanþóknun á aðgerðum forsetans. „Það er hræðilegt til þess að hugsa hvernig komið er fyrir Bandaríkjunum, þessari vöggu lýðræðis og frelsis í heiminum þegar fordómar ráða nú ríkjum; fáfræði og fljótræði stýra för og réttindi eru fótum troðin. Nú reynir á innviði réttarríkisins, en við getum ekki horf þegjandi á þegar forystuþjóð vestrænna gilda er breytt í andhverfu sína. Íslendingar hljóta allir að styðja frelsið og lýsa vanþóknun á stefnu og aðgerðum Trumps.“ Hlusta má á viðtalið við Benedikt í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Utanríkisráðherra harmar ákvörðun Trumps Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segist harma ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta sem meinar íbúum sjö múslimaríkja inngöngu í Bandaríkin tímabundið. 29. janúar 2017 19:00 Óttar Proppé um „múslímabann“ Trump: „Mótmælum öll!“ Óttar Proppé, heilbrigðisráðherra, gagnrýnir harðlega fyrirskipun Trump, um innflytjendur. 29. janúar 2017 15:59 Óska eftir fundi í utanríkismálanefnd Alþingis vegna Trump Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkonur Vinstri grænna í utanríkismálanefnd Alþingis hafa óskað eftir því að nefndin fundi hið fyrsta með utanríkisráðherra til að ræða viðbrögð við fyrirskipun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að banna fólki frá sjö löndum að ferðast til Bandaríkjanna. 29. janúar 2017 11:45 Skora á ríkisstjórn Íslands að taka afstöðu gegn landnemabyggðum í Ísrael Ungir jafnaðarmenn, skora á ríkisstjórn Íslands og ráðherra utanríkismála að koma á framfæri mótmælum við Ísraelsk yfirvöld vegna uppbyggingu landnemabyggða. 29. janúar 2017 11:14 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sjá meira
Utanríkisráðherra harmar ákvörðun Trumps Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segist harma ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta sem meinar íbúum sjö múslimaríkja inngöngu í Bandaríkin tímabundið. 29. janúar 2017 19:00
Óttar Proppé um „múslímabann“ Trump: „Mótmælum öll!“ Óttar Proppé, heilbrigðisráðherra, gagnrýnir harðlega fyrirskipun Trump, um innflytjendur. 29. janúar 2017 15:59
Óska eftir fundi í utanríkismálanefnd Alþingis vegna Trump Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkonur Vinstri grænna í utanríkismálanefnd Alþingis hafa óskað eftir því að nefndin fundi hið fyrsta með utanríkisráðherra til að ræða viðbrögð við fyrirskipun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að banna fólki frá sjö löndum að ferðast til Bandaríkjanna. 29. janúar 2017 11:45
Skora á ríkisstjórn Íslands að taka afstöðu gegn landnemabyggðum í Ísrael Ungir jafnaðarmenn, skora á ríkisstjórn Íslands og ráðherra utanríkismála að koma á framfæri mótmælum við Ísraelsk yfirvöld vegna uppbyggingu landnemabyggða. 29. janúar 2017 11:14