David Attenborough: Heimshöfunum aldrei verið ógnað jafn mikið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. desember 2017 10:12 David Attenborough segir að mannkynið hafi ríka skyldu til að huga að höfum heimsins. vísir/getty Heimshöfunum hefur aldrei verið ógnað jafn mikið segir Sir David Attenborough, einn þekktasti sjónvarpsmaður og náttúrufræðingur heims. Höfin séu gríðarlega mikilvægur hluti af vistkerfi heimsins svo allt líf á jörðinni ræðst af því hvað maðurinn gerir í framtíðinni. Attenborough mun vekja athygli í þessu í lokaþætti þáttaraðar sinnar Blue Planet 2. Í þættinum mun hann fjalla ítarlega um hvaða áhrif loftslagsbreytingar, plastmengun, ofveiði og jafnvel hávaði hefur á heimshöfin og lífríki þeirra, að því er fram kemur á vef Guardian. Attenborough hefur stundum sætt gagnrýni fyrir að fjalla ekki nógu mikið um skaðleg áhrif mannsins á náttúruna í sjónvarpsþáttum sínum sem jafnan njóta gríðarlegra vinsælda. „Í mörg ár héldum við að höfin væru svo víðfeðm og íbúar þeirra svo óendanlega margir að ekkert sem við gerðum myndi hafa áhrif. Nú vitum við að við höfðum rangt fyrir okkur,“ segir Attenborough. „Það er augljóst að gjörðir okkar hafa mikil áhrif á heimshöfin og þeim hefur aldrei verið ógnað jafn mikið í sögunni. Margir telja að nú sé komið að straumhvörfum hvað varðar höfin og stöðu þeirra.“Gríðarlega mikið af plasti er í sjónum og er það einn helsti mengunarvaldurinn í höfum heimsins.vísir/gettySumt myndefnið of átakanlegt til þess að sjónvarpa því Attenborough segir að mannkynið hafi ríka skyldu til að huga að höfum heimsins þar sem framtíð mannsins og alls annars lífs á jörðinni reiði sig á hvað maðurinn sjálfur geri. Þáttur Attenborough er á dagskrá Breska ríkisútvarpsins, BBC. Yfirmenn þar höfðu áhyggjur af því að þátturinn yrði of pólitískur og létu kanna þær staðreyndir sem þar komu fram. Þær stóðust allar. Framleiðandinn, Mark Brownlow, segir að það hafi verið ómögulegt að líta fram hjá þeim skaða sem verið er að valda í höfunum. „Við gátum einfaldlega ekki hundsað þetta og það hefði þá heldur ekki verið rétt frásögn af því sem er að gerast í höfum heimsins. Við erum ekki í einhverri baráttu, við erum bara að sýna hlutina eins og þeir eru,“ segir Brownlow. Hann sagði jafnframt að myndefni sem hefði verið tekið af albatrosaungum þar sem þeir borða plast sem þeir halda að sé fæða og deyja svo í kjölfarið hafi verið of átakanlegt til þess að hægt væri að sjónvarpa því. Loftslagsbreytingar valda því að hitastig sjávar hækkar. Þetta hefur skaðleg áhrif á lífríki sjávar, til að mynda kóralla sem eru lífsnauðsynlegir vistkerfinu. Þá er hávaði sem berst frá skipum, ferðamennsku og vinnslu jarðefnaeldsneytis einnig talinn skaðlegur fyrir heimshöfin og lífríki þeirra. Plast er síðan úti um allt í sjónum en tökulið Blue Planet 2 fann plast alls staðar þar sem það fór um. Þátturinn verður sýndur á BBC 1 á sunnudagskvöld. Tengdar fréttir Líklega áframhaldandi hlýnun hér á landi: „Afleiðingar loftlagsbreytinga fyrir náttúrufar og dýralíf verða mjög víðtækar“ Halldór Björnsson sérfræðingur í loftlagsbreytingum hélt í dag erindi á Umhverfisþingi í Hörpu. 20. október 2017 11:15 Afkvæmi sjávardýra í mestri hættu Súrnun sjávar mun hafa mikil áhrif á lífríki sjávar ef ekki tekst að grípa í taumana og draga úr útblæstri á jörðinni. 23. október 2017 07:13 Frekari súrnun sjávar mun hafa áhrif á allt sjávarlíf Ný rannsókn sem unnið hefur verið að í átta ár með aðkomu 250 vísindamanna sýnir að afkvæmi sjávardýra eru í mestri hættu. 23. október 2017 15:24 Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Heimshöfunum hefur aldrei verið ógnað jafn mikið segir Sir David Attenborough, einn þekktasti sjónvarpsmaður og náttúrufræðingur heims. Höfin séu gríðarlega mikilvægur hluti af vistkerfi heimsins svo allt líf á jörðinni ræðst af því hvað maðurinn gerir í framtíðinni. Attenborough mun vekja athygli í þessu í lokaþætti þáttaraðar sinnar Blue Planet 2. Í þættinum mun hann fjalla ítarlega um hvaða áhrif loftslagsbreytingar, plastmengun, ofveiði og jafnvel hávaði hefur á heimshöfin og lífríki þeirra, að því er fram kemur á vef Guardian. Attenborough hefur stundum sætt gagnrýni fyrir að fjalla ekki nógu mikið um skaðleg áhrif mannsins á náttúruna í sjónvarpsþáttum sínum sem jafnan njóta gríðarlegra vinsælda. „Í mörg ár héldum við að höfin væru svo víðfeðm og íbúar þeirra svo óendanlega margir að ekkert sem við gerðum myndi hafa áhrif. Nú vitum við að við höfðum rangt fyrir okkur,“ segir Attenborough. „Það er augljóst að gjörðir okkar hafa mikil áhrif á heimshöfin og þeim hefur aldrei verið ógnað jafn mikið í sögunni. Margir telja að nú sé komið að straumhvörfum hvað varðar höfin og stöðu þeirra.“Gríðarlega mikið af plasti er í sjónum og er það einn helsti mengunarvaldurinn í höfum heimsins.vísir/gettySumt myndefnið of átakanlegt til þess að sjónvarpa því Attenborough segir að mannkynið hafi ríka skyldu til að huga að höfum heimsins þar sem framtíð mannsins og alls annars lífs á jörðinni reiði sig á hvað maðurinn sjálfur geri. Þáttur Attenborough er á dagskrá Breska ríkisútvarpsins, BBC. Yfirmenn þar höfðu áhyggjur af því að þátturinn yrði of pólitískur og létu kanna þær staðreyndir sem þar komu fram. Þær stóðust allar. Framleiðandinn, Mark Brownlow, segir að það hafi verið ómögulegt að líta fram hjá þeim skaða sem verið er að valda í höfunum. „Við gátum einfaldlega ekki hundsað þetta og það hefði þá heldur ekki verið rétt frásögn af því sem er að gerast í höfum heimsins. Við erum ekki í einhverri baráttu, við erum bara að sýna hlutina eins og þeir eru,“ segir Brownlow. Hann sagði jafnframt að myndefni sem hefði verið tekið af albatrosaungum þar sem þeir borða plast sem þeir halda að sé fæða og deyja svo í kjölfarið hafi verið of átakanlegt til þess að hægt væri að sjónvarpa því. Loftslagsbreytingar valda því að hitastig sjávar hækkar. Þetta hefur skaðleg áhrif á lífríki sjávar, til að mynda kóralla sem eru lífsnauðsynlegir vistkerfinu. Þá er hávaði sem berst frá skipum, ferðamennsku og vinnslu jarðefnaeldsneytis einnig talinn skaðlegur fyrir heimshöfin og lífríki þeirra. Plast er síðan úti um allt í sjónum en tökulið Blue Planet 2 fann plast alls staðar þar sem það fór um. Þátturinn verður sýndur á BBC 1 á sunnudagskvöld.
Tengdar fréttir Líklega áframhaldandi hlýnun hér á landi: „Afleiðingar loftlagsbreytinga fyrir náttúrufar og dýralíf verða mjög víðtækar“ Halldór Björnsson sérfræðingur í loftlagsbreytingum hélt í dag erindi á Umhverfisþingi í Hörpu. 20. október 2017 11:15 Afkvæmi sjávardýra í mestri hættu Súrnun sjávar mun hafa mikil áhrif á lífríki sjávar ef ekki tekst að grípa í taumana og draga úr útblæstri á jörðinni. 23. október 2017 07:13 Frekari súrnun sjávar mun hafa áhrif á allt sjávarlíf Ný rannsókn sem unnið hefur verið að í átta ár með aðkomu 250 vísindamanna sýnir að afkvæmi sjávardýra eru í mestri hættu. 23. október 2017 15:24 Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Líklega áframhaldandi hlýnun hér á landi: „Afleiðingar loftlagsbreytinga fyrir náttúrufar og dýralíf verða mjög víðtækar“ Halldór Björnsson sérfræðingur í loftlagsbreytingum hélt í dag erindi á Umhverfisþingi í Hörpu. 20. október 2017 11:15
Afkvæmi sjávardýra í mestri hættu Súrnun sjávar mun hafa mikil áhrif á lífríki sjávar ef ekki tekst að grípa í taumana og draga úr útblæstri á jörðinni. 23. október 2017 07:13
Frekari súrnun sjávar mun hafa áhrif á allt sjávarlíf Ný rannsókn sem unnið hefur verið að í átta ár með aðkomu 250 vísindamanna sýnir að afkvæmi sjávardýra eru í mestri hættu. 23. október 2017 15:24