Nicholson, sem hefur unnið til þrennra Óskarsverðlauna á ferlinum, mun leika á móti Kristen Wiig en þetta verður fyrsta hlutverk hans í kvikmynd frá árinu 2010, rómantísku gamanmyndinni How Do You Know.
Nicholson, sem verður áttatíu ára á árinu, er sagður mikill aðdáandi upprunalegu myndarinnar frá Þýskalandi og hafði samband við forsvarsmenn kvikmyndaversins Paramount með það í huga að endurgera myndina.
Þess má geta að Toni Erdmann verður frumsýnd á þýskum bíódögum í Bíó Pardís á föstudag og fer svo í almennar sýningar eftir það.