Blæs til hugarfarsbyltingar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. ágúst 2017 20:04 Fríða stýrir Facebookhópnum Áhugafólk um sanngjörn vöruskipti. Fríða Kolbrúnar Þorkelsdóttir „Ég er tilbúin að borga meira fyrir vörur ef það þýðir að enginn hafi þurft að þjást við gerð þeirra,“ segir Fríða Kolbrúnar Þorkelsdóttir sem stýrir Facebookhópnum „Áhugafólk um sanngjörn vöruskipti“ sem settur var á laggirnar í byrjun árs. Það er Fríðu mikilvægt að almenningur sé meðvitaður um það að enn sé fólk í þrælavinnu. „Það eru börn við saumavélina, í námunum og á ökrunum,“ segir Fríða. Aðspurð, segist Fríða hafa vaknað til vitundar um aðbúnað verkafólks í fjarlægum löndum um svipað leyti og hún hætti að borða kjöt. „Auðvitað hef ég lengi vitað að aðstæður verkafólks í fjarlægum löndum geta verið hræðilegar. Ég held að flestir hafi að minnsta kosti heyrt af því.“ Hún segist sjálf, á árum áður, hafa farið til útlanda með tóma tösku og fyllt hana með varningi úr H&M, Forever 21 og öðrum búðum.Fataverksmiðja í Kína.Vísir/afp/ mynd tengist frétt ekki beintÞegar Fríða hóf að kynna sér dýraníð og umhverfisspjöll beindi hún jafnframt sjónum sínum að aðstæðum verkafólks í fjarlægum löndum. „Í fyrsta sinn á ævinni hugsaði ég virkilega út í það hvers konar iðnað ég var að styrkja þegar ég fór út í búð,“ segir Fríða sem bætir við að hún hafi orðið að hugsa til fólksins „sem situr inni í dimmum verksmiðjum og þrælar sér út alla daga svo ég geti keypt mér geggjað ódýran bol sem endist í þrjá mánuði.“ Að sögn Fríðu felast sanngjörn og siðleg viðskipti í því að „í öllu framleiðsluferlinu hafi enginn verið svikinn, notaður eða látinn vinna við óviðunandi aðstæður. Það getur verið mjög erfitt að komast að því hvar og hvernig vörur eru framleiddar nema að það sé hreinlega stefna viðkomandi fyrirtækis að sýna neytandanum að það hafi ekkert að fela.“ Í hópnum „Áhugafólk um sanngjörn vöruskipti“ skiptast meðlimir á upplýsingum um verslanir sem eru til fyrirmyndar. „Hópurinn er góður vettvangur til að deila með öðrum því sem maður hefur komist að í sambandi við málefnið. Við deilum heimildamyndum, vefverslunum og fleira. Mér finnst sérstaklega mikilvægt að hafa íslenskan hóp því þá er auðveldara að fá upplýsingar um markaðinn hér.“En hvaða ráðleggingar gefurðu þeim sem vilja fikra sig í áttina að sanngjarnari viðskiptum? „Mitt helsta og besta ráð er að breyta hugarfarinu. Í stað þess að endurnýja fataskápinn á nokkurra mánaða fresti - því að fötin eru annað hvort komin úr tísku eða hreinlega ónýt því þau voru svo ódýr - legg ég til að líta á fatnað sem verðmæti líkt og fólk gerði áður fyrr.“ Í dag lítur Fríða á fatnað sem fjárfestingu. „Ég kaupi vönduð föt sem ég veit hvaðan koma og úr hverju eru. Það er miklu líklegra að maður fari vel með föt sem kosta aðeins meira og að þau endist lengur. Persónulega finnst mér miklu skemmtilegra að eiga flíkur sem mér þykir vænt um og ég veit að munu endast mér lengi,“ segir Fríða.Fataverksmiðja í Indónesíu.Vísir/afp/ mynd tengist frétt ekki beintFríða segist reyna að vera bjartsýn á að vakning meðal almennings sé í augsýn en segir jafnframt: „það sést samt að flestum er alveg sama, sérstaklega þegar maður sér allan spenninginn í kringum opnun H&M á Íslandi og ótrúlega magnið af drasli sem fólk pantar sér á AliExpress.“Hvaða lausnir eru vænlegar til árangurs? „Þetta er stórt og flókið mál sem við erum að tala um,“ segir Fríða, „framleiðendur um allan heim og risavaxin fyrirtæki gera allt til að blekkja neytandann og fela fyrir honum það sem raunverulega gengur á.“ Fríða er þeirrar skoðunar að taka þurfi til hendinni á vettvangi stjórnmálanna. Hún stingur upp á því að hægt sé að lækka skatta á viðgerðar-og saumaþjónustu og hvetja þannig, á sama tíma, fólk til þess að hugsa betur um hlutina sína. Þá telur hún upplýsingagjöfina varðandi framleiðsluhætti fyrirtækja talsvert ábótavant. „Ég er ekki alveg búin að finna lausnina á þessu öllu saman,“ segir Fríða sem heitir því að láta okkur vita um leið og hún finni hana. Hún hvetur að endingu fólk til að slást í för með sér í alhliða hugarfarsbrytingu og skrá sig í Facebookhópinn „Áhugafólki um sanngjörn vöruskipti“ og ræða mögulegar lausnir. Tengdar fréttir „Við erum komin á endastöð í neyslunni“ „Það má hins vegar segja sér það að fyrirtæki sem ganga út á að skila hluthöfum sem mestum arði munu alltaf reyna að fá neytendur til að kaupa meira og meira auk þess sem þau reyna að lækka allan kostnað við framleiðsluna eins og frekast er unnt, þar með talið aðbúnað og kjör verkafólks.“ 28. ágúst 2017 20:40 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
„Ég er tilbúin að borga meira fyrir vörur ef það þýðir að enginn hafi þurft að þjást við gerð þeirra,“ segir Fríða Kolbrúnar Þorkelsdóttir sem stýrir Facebookhópnum „Áhugafólk um sanngjörn vöruskipti“ sem settur var á laggirnar í byrjun árs. Það er Fríðu mikilvægt að almenningur sé meðvitaður um það að enn sé fólk í þrælavinnu. „Það eru börn við saumavélina, í námunum og á ökrunum,“ segir Fríða. Aðspurð, segist Fríða hafa vaknað til vitundar um aðbúnað verkafólks í fjarlægum löndum um svipað leyti og hún hætti að borða kjöt. „Auðvitað hef ég lengi vitað að aðstæður verkafólks í fjarlægum löndum geta verið hræðilegar. Ég held að flestir hafi að minnsta kosti heyrt af því.“ Hún segist sjálf, á árum áður, hafa farið til útlanda með tóma tösku og fyllt hana með varningi úr H&M, Forever 21 og öðrum búðum.Fataverksmiðja í Kína.Vísir/afp/ mynd tengist frétt ekki beintÞegar Fríða hóf að kynna sér dýraníð og umhverfisspjöll beindi hún jafnframt sjónum sínum að aðstæðum verkafólks í fjarlægum löndum. „Í fyrsta sinn á ævinni hugsaði ég virkilega út í það hvers konar iðnað ég var að styrkja þegar ég fór út í búð,“ segir Fríða sem bætir við að hún hafi orðið að hugsa til fólksins „sem situr inni í dimmum verksmiðjum og þrælar sér út alla daga svo ég geti keypt mér geggjað ódýran bol sem endist í þrjá mánuði.“ Að sögn Fríðu felast sanngjörn og siðleg viðskipti í því að „í öllu framleiðsluferlinu hafi enginn verið svikinn, notaður eða látinn vinna við óviðunandi aðstæður. Það getur verið mjög erfitt að komast að því hvar og hvernig vörur eru framleiddar nema að það sé hreinlega stefna viðkomandi fyrirtækis að sýna neytandanum að það hafi ekkert að fela.“ Í hópnum „Áhugafólk um sanngjörn vöruskipti“ skiptast meðlimir á upplýsingum um verslanir sem eru til fyrirmyndar. „Hópurinn er góður vettvangur til að deila með öðrum því sem maður hefur komist að í sambandi við málefnið. Við deilum heimildamyndum, vefverslunum og fleira. Mér finnst sérstaklega mikilvægt að hafa íslenskan hóp því þá er auðveldara að fá upplýsingar um markaðinn hér.“En hvaða ráðleggingar gefurðu þeim sem vilja fikra sig í áttina að sanngjarnari viðskiptum? „Mitt helsta og besta ráð er að breyta hugarfarinu. Í stað þess að endurnýja fataskápinn á nokkurra mánaða fresti - því að fötin eru annað hvort komin úr tísku eða hreinlega ónýt því þau voru svo ódýr - legg ég til að líta á fatnað sem verðmæti líkt og fólk gerði áður fyrr.“ Í dag lítur Fríða á fatnað sem fjárfestingu. „Ég kaupi vönduð föt sem ég veit hvaðan koma og úr hverju eru. Það er miklu líklegra að maður fari vel með föt sem kosta aðeins meira og að þau endist lengur. Persónulega finnst mér miklu skemmtilegra að eiga flíkur sem mér þykir vænt um og ég veit að munu endast mér lengi,“ segir Fríða.Fataverksmiðja í Indónesíu.Vísir/afp/ mynd tengist frétt ekki beintFríða segist reyna að vera bjartsýn á að vakning meðal almennings sé í augsýn en segir jafnframt: „það sést samt að flestum er alveg sama, sérstaklega þegar maður sér allan spenninginn í kringum opnun H&M á Íslandi og ótrúlega magnið af drasli sem fólk pantar sér á AliExpress.“Hvaða lausnir eru vænlegar til árangurs? „Þetta er stórt og flókið mál sem við erum að tala um,“ segir Fríða, „framleiðendur um allan heim og risavaxin fyrirtæki gera allt til að blekkja neytandann og fela fyrir honum það sem raunverulega gengur á.“ Fríða er þeirrar skoðunar að taka þurfi til hendinni á vettvangi stjórnmálanna. Hún stingur upp á því að hægt sé að lækka skatta á viðgerðar-og saumaþjónustu og hvetja þannig, á sama tíma, fólk til þess að hugsa betur um hlutina sína. Þá telur hún upplýsingagjöfina varðandi framleiðsluhætti fyrirtækja talsvert ábótavant. „Ég er ekki alveg búin að finna lausnina á þessu öllu saman,“ segir Fríða sem heitir því að láta okkur vita um leið og hún finni hana. Hún hvetur að endingu fólk til að slást í för með sér í alhliða hugarfarsbrytingu og skrá sig í Facebookhópinn „Áhugafólki um sanngjörn vöruskipti“ og ræða mögulegar lausnir.
Tengdar fréttir „Við erum komin á endastöð í neyslunni“ „Það má hins vegar segja sér það að fyrirtæki sem ganga út á að skila hluthöfum sem mestum arði munu alltaf reyna að fá neytendur til að kaupa meira og meira auk þess sem þau reyna að lækka allan kostnað við framleiðsluna eins og frekast er unnt, þar með talið aðbúnað og kjör verkafólks.“ 28. ágúst 2017 20:40 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
„Við erum komin á endastöð í neyslunni“ „Það má hins vegar segja sér það að fyrirtæki sem ganga út á að skila hluthöfum sem mestum arði munu alltaf reyna að fá neytendur til að kaupa meira og meira auk þess sem þau reyna að lækka allan kostnað við framleiðsluna eins og frekast er unnt, þar með talið aðbúnað og kjör verkafólks.“ 28. ágúst 2017 20:40
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent