Bíræfinn þjófur með smekk fyrir myndlist Benedikt Bóas skrifar 1. maí 2017 07:00 Andri og Jeanine Cohen fyrir framan eitt af verkum hennar sem var til sýnis. Mynd/Einkasafn „Þetta er falleg sýning og eftirsóknarverðir munir en það var fulllangt gengið að taka verkið af veggnum,“ segir Andri Lúthersson en hann elti uppi þjóf á föstudaginn sem hafði stolið verki úr seríunni Angles eftir listakonuna Jeanine Cohen úr Hverfisgalleríi. Eiginkona Andra, Sigríður L. Gunnarsdóttir, á og rekur galleríið. Andri segir að þjófurinn hafi greinilega góðan smekk því verkið sé fallegt. „Ég var bara eiginmaður á gólfi að reyna að aðstoða eitthvað. Svo verður mér starsýnt á mann sem kemur inn, því það klingir bjalla þegar einhver kemur inn eða fer út úr galleríinu. Maðurinn gekk hröðum skrefum inn í aðalsalinn þar sem þessi fallega sýning, The space between eftir Cohen stendur. Hann stóð við aðalvegginn í nokkrar sekúndur og mér fannst þetta strax eitthvað skrítið. Þegar ég heyri aftur í bjöllunni fór ég inn í sal og sá strax að það vantaði verk á vegginn. Þannig að ég hljóp út á götu og sá kauða með verkið undir höndunum og elti hann uppi. Reif í öxlina á honum og spurði hvað hann væri eiginlega að gera. Hann svaraði frekar rólega: „Ég veit það ekki alveg,“ réttir mér verkið og gengur rólega burt. Þannig að ég gekk til baka, hengdi verkið upp og settist aftur í stólinn minn hálf hissa á þessu öllu saman,“ segir Andri.Listamaðurinn fyrir framan verkið sem þjófurinn tók.Mynd/HverfisgalleríHann segir að verkið sé óskemmt og hann hafi aldrei lent í álíka lífsreynslu. „Listþráin bar þjófinn greinilega ofurliði. En verkið er fallegt og þetta er smekkmaður, en í galleríinu er allt til sölu í en ekki til sjálftöku,“ segir hann léttur. „Hann var með talsverða upphæð undir hendinni þar sem hann gekk eftir Hverfisgötunni. Maðurinn var vel til fara og þetta tók ekki nema svona 12-15 sekúndur.“ Sigríður varð ekki þjófsins vör og brá eðlilega þegar Andri gekk inn í galleríið með verkið og söguna sem hafði góðan endi. „Hún vissi ekki af þessu, ekki fyrr en ég var búinn að setja verkið aftur upp og kominn á minn stað í stólinn.“ Sýningu Cohen lauk um helgina en fram undan eru fjölmargar spennandi sýningar. „Þetta er kannski til marks um samtímalistasenuna á Íslandi, hér er margt að gerast og fólk hefur áhuga en þetta var full mikill áhugi sem þessi ungi maður sýndi.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Sjá meira
„Þetta er falleg sýning og eftirsóknarverðir munir en það var fulllangt gengið að taka verkið af veggnum,“ segir Andri Lúthersson en hann elti uppi þjóf á föstudaginn sem hafði stolið verki úr seríunni Angles eftir listakonuna Jeanine Cohen úr Hverfisgalleríi. Eiginkona Andra, Sigríður L. Gunnarsdóttir, á og rekur galleríið. Andri segir að þjófurinn hafi greinilega góðan smekk því verkið sé fallegt. „Ég var bara eiginmaður á gólfi að reyna að aðstoða eitthvað. Svo verður mér starsýnt á mann sem kemur inn, því það klingir bjalla þegar einhver kemur inn eða fer út úr galleríinu. Maðurinn gekk hröðum skrefum inn í aðalsalinn þar sem þessi fallega sýning, The space between eftir Cohen stendur. Hann stóð við aðalvegginn í nokkrar sekúndur og mér fannst þetta strax eitthvað skrítið. Þegar ég heyri aftur í bjöllunni fór ég inn í sal og sá strax að það vantaði verk á vegginn. Þannig að ég hljóp út á götu og sá kauða með verkið undir höndunum og elti hann uppi. Reif í öxlina á honum og spurði hvað hann væri eiginlega að gera. Hann svaraði frekar rólega: „Ég veit það ekki alveg,“ réttir mér verkið og gengur rólega burt. Þannig að ég gekk til baka, hengdi verkið upp og settist aftur í stólinn minn hálf hissa á þessu öllu saman,“ segir Andri.Listamaðurinn fyrir framan verkið sem þjófurinn tók.Mynd/HverfisgalleríHann segir að verkið sé óskemmt og hann hafi aldrei lent í álíka lífsreynslu. „Listþráin bar þjófinn greinilega ofurliði. En verkið er fallegt og þetta er smekkmaður, en í galleríinu er allt til sölu í en ekki til sjálftöku,“ segir hann léttur. „Hann var með talsverða upphæð undir hendinni þar sem hann gekk eftir Hverfisgötunni. Maðurinn var vel til fara og þetta tók ekki nema svona 12-15 sekúndur.“ Sigríður varð ekki þjófsins vör og brá eðlilega þegar Andri gekk inn í galleríið með verkið og söguna sem hafði góðan endi. „Hún vissi ekki af þessu, ekki fyrr en ég var búinn að setja verkið aftur upp og kominn á minn stað í stólinn.“ Sýningu Cohen lauk um helgina en fram undan eru fjölmargar spennandi sýningar. „Þetta er kannski til marks um samtímalistasenuna á Íslandi, hér er margt að gerast og fólk hefur áhuga en þetta var full mikill áhugi sem þessi ungi maður sýndi.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Sjá meira