Bjarki: Auðveldara en ég átti von á Arnar Björnsson skrifar 3. maí 2017 19:15 Bjarki Þór fyrir bardagann. mynd/mjölnir/sóllilja baltasarsdóttir Bardagakappinn Bjarki Þór Pálsson vann um helgina sinn þriðja bardaga sem atvinnumaður í bardagaíþróttum er hann mætti Alan Procter. Bjarki Þór, sem er þrítugur, keppti í kraftlyftingum og íshokkí en heillaðist af bardagaíþróttum fyrir sjö árum. Hann ákvað að helga sig íþróttinni, vann sinn fyrsta bardaga sem áhugamaður en tapaði öðrum bardaganum. Bjarki vann síðan sex bardaga og ákvað að gerast atvinnumaður og keppir í veltivigt. Hann vann hinn pólskættaða Adam Szczepaniak í júní í fyrra og fylgdi sigrinum eftir með því að vinna Englendinginn, Alan Procter í desember. Bjarka var dæmdur sigurinn eftir að Procter hafði rotað Íslendinginn með ólöglegu hnésparki. Um helgina mættust þeir félagar á nýjan leik. „Hann ætlaði að slá mig niður sem fyrst. Ég var fljótur að ná honum niður í gólfið og stjórnaði bardaganum þar. Ég endaði svo með því að klára hann í annarri lotu,“ segir Bjarki en var þetta auðveldara en hann átti von á? „Já, þetta var aðeins auðveldara sem var gott. Þetta var ekki of erfitt og ekki of auðvelt.“ Bjarki þjálfar hjá Mjölni á meðan hann reynir að klifra upp skalann í von um að komast að hjá UFC eða Bellator. Er þetta þess virði? „Ég hef gaman af þessu. Þá er ég ekki að leggja neitt á mig. Þetta er bara það sem ég elska að gera. Takist Bjarka ekki að komast að hjá stærra sambandi ætlar hann að vinna tvo bardaga í viðbót og fá titilbardaga hjá Fightstar-bardagasambandinu. „Ég hef bætt mig mikið og mun halda áfram að bæta mig.“ MMA Tengdar fréttir Bjarki sigraði Proctor öðru sinni Bjarki Thor Pálsson er enn ósigraður sem atvinnumaður í MMA. 30. apríl 2017 11:31 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Fleiri fréttir Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sjá meira
Bardagakappinn Bjarki Þór Pálsson vann um helgina sinn þriðja bardaga sem atvinnumaður í bardagaíþróttum er hann mætti Alan Procter. Bjarki Þór, sem er þrítugur, keppti í kraftlyftingum og íshokkí en heillaðist af bardagaíþróttum fyrir sjö árum. Hann ákvað að helga sig íþróttinni, vann sinn fyrsta bardaga sem áhugamaður en tapaði öðrum bardaganum. Bjarki vann síðan sex bardaga og ákvað að gerast atvinnumaður og keppir í veltivigt. Hann vann hinn pólskættaða Adam Szczepaniak í júní í fyrra og fylgdi sigrinum eftir með því að vinna Englendinginn, Alan Procter í desember. Bjarka var dæmdur sigurinn eftir að Procter hafði rotað Íslendinginn með ólöglegu hnésparki. Um helgina mættust þeir félagar á nýjan leik. „Hann ætlaði að slá mig niður sem fyrst. Ég var fljótur að ná honum niður í gólfið og stjórnaði bardaganum þar. Ég endaði svo með því að klára hann í annarri lotu,“ segir Bjarki en var þetta auðveldara en hann átti von á? „Já, þetta var aðeins auðveldara sem var gott. Þetta var ekki of erfitt og ekki of auðvelt.“ Bjarki þjálfar hjá Mjölni á meðan hann reynir að klifra upp skalann í von um að komast að hjá UFC eða Bellator. Er þetta þess virði? „Ég hef gaman af þessu. Þá er ég ekki að leggja neitt á mig. Þetta er bara það sem ég elska að gera. Takist Bjarka ekki að komast að hjá stærra sambandi ætlar hann að vinna tvo bardaga í viðbót og fá titilbardaga hjá Fightstar-bardagasambandinu. „Ég hef bætt mig mikið og mun halda áfram að bæta mig.“
MMA Tengdar fréttir Bjarki sigraði Proctor öðru sinni Bjarki Thor Pálsson er enn ósigraður sem atvinnumaður í MMA. 30. apríl 2017 11:31 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Fleiri fréttir Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sjá meira
Bjarki sigraði Proctor öðru sinni Bjarki Thor Pálsson er enn ósigraður sem atvinnumaður í MMA. 30. apríl 2017 11:31