Enn allt á huldu um dularfullan leka geislavirks efnis í Evrópu Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 30. nóvember 2017 07:30 Rúþen finnst ekki að staðaldri í náttúrunni. Fréttablaðið/Getty Vísindamönnum í Evrópu hefur ekki enn tekist að rekja uppruna geislavirka efnisins rúþen-106 sem mældist í miklu magni í álfunni fyrr í þessum mánuði. Efnið mældist ekki hér á landi. „Þetta er mjög óvenjulegt mál,“ segir Sigurður M. Magnússon, forstjóri Geislavarna ríkisins. „Ýmsar stofnanir hafa reiknað sig til baka og tekið mið af veðuraðstæðum og dreifilíkönunum og uppruni efnanna er talinn vera við Úralfjöll.“ Rússneska veðurfræðistofnunin staðfesti á dögunum að geislavirka efnið hefði mælst í óvenju miklu magni í Argayash-héraði í suðurhluta Úralfjalla. Þar var magnið 986 sinnum meira en venjulega. Í 20 kílómetra fjarlægð frá Argayash er landsvæðið Mayak en þar stunduðu Rússar umfangsmikla kjarnorkuvinnslu á tímum kalda stríðsins. Rússnesk yfirvöld segja það af og frá að óhapp hafi átt sér stað. Sigurður hjá Geislavörnum ríkisins bendir á að margs konar efni kastist út í andrúmsloftið við slíka atburði, en aðeins rúþen-106 hafi greinst. Efnið greindist á mælum víðsvegar um Evrópu en undir venjulegum kringumstæðum mælist rúþen ekki í andrúmsloftinu. „Það er ekki svo að kjarnorkuslys hafi átt sér stað. Þá hefðu menn verið að greina miklu fleiri efni sem eru lýsandi fyrir kjarnasundrun.“ Ekki er talið að lekinn geti haft skaðleg áhrif á heilsu manna. Rúþen-106, sem myndast við kjarnahvörf þar sem úraníum eða plútóníum eru upphaflegu eldsneytisgjafarnir, er oftast notað í krabbameinslækningum. Grænfriðungar hafa farið fram á að lekinn verði rannsakaður hið snarasta og hafa gert því skóna að rússnesk yfirvöld freisti þess nú að hylma yfir kjarnorkuslys. Enn sem komið er er ekkert vitað um uppruna lekans. „Uppruninn hefur ekki verið staðfestur og það er mjög mikilvægt að komast að því,“ segir Sigurður. Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Vísindamönnum í Evrópu hefur ekki enn tekist að rekja uppruna geislavirka efnisins rúþen-106 sem mældist í miklu magni í álfunni fyrr í þessum mánuði. Efnið mældist ekki hér á landi. „Þetta er mjög óvenjulegt mál,“ segir Sigurður M. Magnússon, forstjóri Geislavarna ríkisins. „Ýmsar stofnanir hafa reiknað sig til baka og tekið mið af veðuraðstæðum og dreifilíkönunum og uppruni efnanna er talinn vera við Úralfjöll.“ Rússneska veðurfræðistofnunin staðfesti á dögunum að geislavirka efnið hefði mælst í óvenju miklu magni í Argayash-héraði í suðurhluta Úralfjalla. Þar var magnið 986 sinnum meira en venjulega. Í 20 kílómetra fjarlægð frá Argayash er landsvæðið Mayak en þar stunduðu Rússar umfangsmikla kjarnorkuvinnslu á tímum kalda stríðsins. Rússnesk yfirvöld segja það af og frá að óhapp hafi átt sér stað. Sigurður hjá Geislavörnum ríkisins bendir á að margs konar efni kastist út í andrúmsloftið við slíka atburði, en aðeins rúþen-106 hafi greinst. Efnið greindist á mælum víðsvegar um Evrópu en undir venjulegum kringumstæðum mælist rúþen ekki í andrúmsloftinu. „Það er ekki svo að kjarnorkuslys hafi átt sér stað. Þá hefðu menn verið að greina miklu fleiri efni sem eru lýsandi fyrir kjarnasundrun.“ Ekki er talið að lekinn geti haft skaðleg áhrif á heilsu manna. Rúþen-106, sem myndast við kjarnahvörf þar sem úraníum eða plútóníum eru upphaflegu eldsneytisgjafarnir, er oftast notað í krabbameinslækningum. Grænfriðungar hafa farið fram á að lekinn verði rannsakaður hið snarasta og hafa gert því skóna að rússnesk yfirvöld freisti þess nú að hylma yfir kjarnorkuslys. Enn sem komið er er ekkert vitað um uppruna lekans. „Uppruninn hefur ekki verið staðfestur og það er mjög mikilvægt að komast að því,“ segir Sigurður.
Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira