Fimm ríkisstofnanir rafbílavæðast fyrir 25 milljónir króna Sigurður Mikael Jónsson skrifar 21. desember 2017 08:00 Sjö Nissan Leaf-rafbílar munu bætast við ríkisstofnanaflotann í byrjun næsta árs. Fréttablaðið/Pjetur Fimm ríkisstofnanir fá á næstu vikum afhenta sjö vel útbúna Nissan Leaf-rafbíla frá BL að undangengnu útboði hjá Ríkiskaupum. Kaupverð bifreiðanna sjö er rúmar 25 milljónir króna en forsvarsmenn Ríkiskaupa segja vaxandi áhuga hjá stjórnendum og rekstraraðilum ríkisstofnana að auka vægi vistvænna bifreiða í þjónustu þeirra. Halldór Sigurðsson, forstjóri Ríkiskaupa, segir að Háskóli Íslands muni kaupa þrjá bíla en ÁTVR, Landbúnaðarháskóli Íslands, Náttúrufræðistofnun og Tollstjóri einn hver. Aðspurður um kaupverðið segir Halldór að tilboð BL hafi hljóðað upp á 3.590.000 krónur fyrir hvern bílanna sjö en hverjum þeirra fylgja vetrar- og sumardekk, heimahleðslustöð og þriðji lykill. Ljóst er að Ríkiskaup hafa náð hagstæðum innkaupum á rafbílunum. „Bifreiðarnar eru mjög vel búnar. 360 gráðu myndavél, sólarsella í vindskeið, led-aðalljós, svartar felgur, svartir speglar og svartar rúður.“ Ný tegund Nissan Leaf-rafbíla, með nýtt útlit, stærri rafhlöðu og aukið drægi er væntanleg á markað á næsta ári en Halldór segir að bílarnir sem keyptir voru séu eldri gerðin með 30 kWh rafhlöðu. Ríkiskaup segja kaup á vistvænni bifreiðum vera að aukast jafnt og þétt hjá ríkisstofnunum en í dag eru um 4,5 prósent bifreiðaflota ríkisins vistvænni bifreiðar á borð við rafmagns- og hybrid-bifreiðar. Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar, segir rafbílinn koma til með að leysa af Hyundai-smábíl sem starfsmenn stofnunarinnar nota innanbæjar og í styttri ferðir á höfuðborgarsvæðinu. Bifreiðin hafi sparað dýrar ferðir til Reykjavíkur eftir að stofnunin flutti í Urriðaholt í Garðabæ. Jón Gunnar segir flestar aðrar stofnanir nota leigubíla í sambærilegar ferðir, sem væri dýrari kostur fyrir Náttúrufræðistofnun. Bifreiðin hafi verið komin á tíma og því ákveðið að endurnýja. „Rafmagnsbíll ætti að auka enn á þennan sparnað í rekstri,“ segir Jón Gunnar en segir enga ákvörðun hafa verið tekna um endurnýjun á jeppum stofnunarinnar sem báðir séu komnir á tíma. „Við viljum rafvæða ef það er mögulegt.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Sjá meira
Fimm ríkisstofnanir fá á næstu vikum afhenta sjö vel útbúna Nissan Leaf-rafbíla frá BL að undangengnu útboði hjá Ríkiskaupum. Kaupverð bifreiðanna sjö er rúmar 25 milljónir króna en forsvarsmenn Ríkiskaupa segja vaxandi áhuga hjá stjórnendum og rekstraraðilum ríkisstofnana að auka vægi vistvænna bifreiða í þjónustu þeirra. Halldór Sigurðsson, forstjóri Ríkiskaupa, segir að Háskóli Íslands muni kaupa þrjá bíla en ÁTVR, Landbúnaðarháskóli Íslands, Náttúrufræðistofnun og Tollstjóri einn hver. Aðspurður um kaupverðið segir Halldór að tilboð BL hafi hljóðað upp á 3.590.000 krónur fyrir hvern bílanna sjö en hverjum þeirra fylgja vetrar- og sumardekk, heimahleðslustöð og þriðji lykill. Ljóst er að Ríkiskaup hafa náð hagstæðum innkaupum á rafbílunum. „Bifreiðarnar eru mjög vel búnar. 360 gráðu myndavél, sólarsella í vindskeið, led-aðalljós, svartar felgur, svartir speglar og svartar rúður.“ Ný tegund Nissan Leaf-rafbíla, með nýtt útlit, stærri rafhlöðu og aukið drægi er væntanleg á markað á næsta ári en Halldór segir að bílarnir sem keyptir voru séu eldri gerðin með 30 kWh rafhlöðu. Ríkiskaup segja kaup á vistvænni bifreiðum vera að aukast jafnt og þétt hjá ríkisstofnunum en í dag eru um 4,5 prósent bifreiðaflota ríkisins vistvænni bifreiðar á borð við rafmagns- og hybrid-bifreiðar. Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar, segir rafbílinn koma til með að leysa af Hyundai-smábíl sem starfsmenn stofnunarinnar nota innanbæjar og í styttri ferðir á höfuðborgarsvæðinu. Bifreiðin hafi sparað dýrar ferðir til Reykjavíkur eftir að stofnunin flutti í Urriðaholt í Garðabæ. Jón Gunnar segir flestar aðrar stofnanir nota leigubíla í sambærilegar ferðir, sem væri dýrari kostur fyrir Náttúrufræðistofnun. Bifreiðin hafi verið komin á tíma og því ákveðið að endurnýja. „Rafmagnsbíll ætti að auka enn á þennan sparnað í rekstri,“ segir Jón Gunnar en segir enga ákvörðun hafa verið tekna um endurnýjun á jeppum stofnunarinnar sem báðir séu komnir á tíma. „Við viljum rafvæða ef það er mögulegt.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Sjá meira