Fimm ríkisstofnanir rafbílavæðast fyrir 25 milljónir króna Sigurður Mikael Jónsson skrifar 21. desember 2017 08:00 Sjö Nissan Leaf-rafbílar munu bætast við ríkisstofnanaflotann í byrjun næsta árs. Fréttablaðið/Pjetur Fimm ríkisstofnanir fá á næstu vikum afhenta sjö vel útbúna Nissan Leaf-rafbíla frá BL að undangengnu útboði hjá Ríkiskaupum. Kaupverð bifreiðanna sjö er rúmar 25 milljónir króna en forsvarsmenn Ríkiskaupa segja vaxandi áhuga hjá stjórnendum og rekstraraðilum ríkisstofnana að auka vægi vistvænna bifreiða í þjónustu þeirra. Halldór Sigurðsson, forstjóri Ríkiskaupa, segir að Háskóli Íslands muni kaupa þrjá bíla en ÁTVR, Landbúnaðarháskóli Íslands, Náttúrufræðistofnun og Tollstjóri einn hver. Aðspurður um kaupverðið segir Halldór að tilboð BL hafi hljóðað upp á 3.590.000 krónur fyrir hvern bílanna sjö en hverjum þeirra fylgja vetrar- og sumardekk, heimahleðslustöð og þriðji lykill. Ljóst er að Ríkiskaup hafa náð hagstæðum innkaupum á rafbílunum. „Bifreiðarnar eru mjög vel búnar. 360 gráðu myndavél, sólarsella í vindskeið, led-aðalljós, svartar felgur, svartir speglar og svartar rúður.“ Ný tegund Nissan Leaf-rafbíla, með nýtt útlit, stærri rafhlöðu og aukið drægi er væntanleg á markað á næsta ári en Halldór segir að bílarnir sem keyptir voru séu eldri gerðin með 30 kWh rafhlöðu. Ríkiskaup segja kaup á vistvænni bifreiðum vera að aukast jafnt og þétt hjá ríkisstofnunum en í dag eru um 4,5 prósent bifreiðaflota ríkisins vistvænni bifreiðar á borð við rafmagns- og hybrid-bifreiðar. Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar, segir rafbílinn koma til með að leysa af Hyundai-smábíl sem starfsmenn stofnunarinnar nota innanbæjar og í styttri ferðir á höfuðborgarsvæðinu. Bifreiðin hafi sparað dýrar ferðir til Reykjavíkur eftir að stofnunin flutti í Urriðaholt í Garðabæ. Jón Gunnar segir flestar aðrar stofnanir nota leigubíla í sambærilegar ferðir, sem væri dýrari kostur fyrir Náttúrufræðistofnun. Bifreiðin hafi verið komin á tíma og því ákveðið að endurnýja. „Rafmagnsbíll ætti að auka enn á þennan sparnað í rekstri,“ segir Jón Gunnar en segir enga ákvörðun hafa verið tekna um endurnýjun á jeppum stofnunarinnar sem báðir séu komnir á tíma. „Við viljum rafvæða ef það er mögulegt.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Fimm ríkisstofnanir fá á næstu vikum afhenta sjö vel útbúna Nissan Leaf-rafbíla frá BL að undangengnu útboði hjá Ríkiskaupum. Kaupverð bifreiðanna sjö er rúmar 25 milljónir króna en forsvarsmenn Ríkiskaupa segja vaxandi áhuga hjá stjórnendum og rekstraraðilum ríkisstofnana að auka vægi vistvænna bifreiða í þjónustu þeirra. Halldór Sigurðsson, forstjóri Ríkiskaupa, segir að Háskóli Íslands muni kaupa þrjá bíla en ÁTVR, Landbúnaðarháskóli Íslands, Náttúrufræðistofnun og Tollstjóri einn hver. Aðspurður um kaupverðið segir Halldór að tilboð BL hafi hljóðað upp á 3.590.000 krónur fyrir hvern bílanna sjö en hverjum þeirra fylgja vetrar- og sumardekk, heimahleðslustöð og þriðji lykill. Ljóst er að Ríkiskaup hafa náð hagstæðum innkaupum á rafbílunum. „Bifreiðarnar eru mjög vel búnar. 360 gráðu myndavél, sólarsella í vindskeið, led-aðalljós, svartar felgur, svartir speglar og svartar rúður.“ Ný tegund Nissan Leaf-rafbíla, með nýtt útlit, stærri rafhlöðu og aukið drægi er væntanleg á markað á næsta ári en Halldór segir að bílarnir sem keyptir voru séu eldri gerðin með 30 kWh rafhlöðu. Ríkiskaup segja kaup á vistvænni bifreiðum vera að aukast jafnt og þétt hjá ríkisstofnunum en í dag eru um 4,5 prósent bifreiðaflota ríkisins vistvænni bifreiðar á borð við rafmagns- og hybrid-bifreiðar. Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar, segir rafbílinn koma til með að leysa af Hyundai-smábíl sem starfsmenn stofnunarinnar nota innanbæjar og í styttri ferðir á höfuðborgarsvæðinu. Bifreiðin hafi sparað dýrar ferðir til Reykjavíkur eftir að stofnunin flutti í Urriðaholt í Garðabæ. Jón Gunnar segir flestar aðrar stofnanir nota leigubíla í sambærilegar ferðir, sem væri dýrari kostur fyrir Náttúrufræðistofnun. Bifreiðin hafi verið komin á tíma og því ákveðið að endurnýja. „Rafmagnsbíll ætti að auka enn á þennan sparnað í rekstri,“ segir Jón Gunnar en segir enga ákvörðun hafa verið tekna um endurnýjun á jeppum stofnunarinnar sem báðir séu komnir á tíma. „Við viljum rafvæða ef það er mögulegt.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira