Rifjar upp erfiða fæðingu á afmæli sonarins: „Ég þakkaði guði fyrir andardráttinn hans“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 21. desember 2017 20:30 Eitt ár er liðið síðan Joshua Jr. kom í heiminn. Vísir / Skjáskot af Instagram Leikkonan Katherine Heigl, sem er hvað þekktust úr þáttunum Grey's Anatomy, deildi einlægri færslu á Instagram í gær þar sem hún rifjaði upp fæðingu sonar síns, Joshua Bishop Jr., í tilefni af eins árs afmæli hans. Með færslunni birtir hún myndir af sér óléttri og myndir af sjúkrahúsinu. „Klukkan 9 um morgun fyrir einu ári síðan bað ég @joshbkelley að taka þessa mynd af mér svo ég gæti munað hve ólétt ég hefði verið rétt áður en ég fór á sjúkrahúsið í keisaraskurð sem var búið að tímasetja klukkan 12 á hádegi,“ skrifar Katherine, en Josh B. Kelley er eiginmaður hennar. A post shared by Katherine Heigl (@katherineheigl) on Dec 20, 2017 at 9:44am PST Fæðingin gekk ekki vel en litli snáðinn er heilbrigður í dag.Vísir / Skjáskot af Instagram Andaði ekki strax Katherine ákvað að fara í keisaraskurð því Joshua Jr. hafði snúið öfugt, með rassinn niður, í meira en mánuð. Hún segir að hún hafi verið „ótrúlega taugaóstyrk og örlítið hrædd á þessum tíma fyrir ári síðan.“ Leikkonan hafði aldrei áður farið í skurðaðgerð en keisaraskurðurinn gekk ekki eins og í sögu þar sem drengurinn sat fastur. „Þegar hann var tekinn út klukkan akkúrat 12.33 andaði hann ekki og honum var strax gefið súrefni til að koma lungunum í gang,“ skrifar Katherina og bætir við að eiginmaður hennar hafi séð þegar sonur þeirra andaði í fyrsta sinn. Stoltur pabbi.Vísir / Skjáskot af Instagram „Ég þakkaði guði fyrir andardráttinn hans, lífið hans og fyrir að gera mig þriggja barna móður,“ skrifar hún, en þau hjónin eiga einnig dæturnar Nancy Leigh, níu ára og Adalaide Marie Hope, fimm ára. Svo brothættur og viðkvæmur Katherine segist varla trúa því hve vel drengurinn hefur dafnað þegar hún rifjar upp þessa átakamiklu fæðingu. „Hann var svo lítill og nýr, svo brothættur og viðkvæmur. Samt erum við hér, heilu ári síðar, og þetta eru einu myndirnar sem minna mig á að ærslafulli drengurinn minn var einhvern tímann svona nýr og lítill! Núna er hann tólf kíló af rúllandi, dettandi, grípandi, hlæjandi, öskrandi, forvitinni, glaðlegri orku!“ A post shared by Katherine Heigl (@katherineheigl) on Oct 5, 2017 at 5:32pm PDT Til hamingju með daginn litli karlinn minn! Leikkonan er svo þakklát fyrir soninn og vill helst að komandi ár líði aðeins hægar. „Hann er allt sem ég vonaði eftir, og meira til, og hann hefur fært fjölskyldunni okkar jafnvel meiri gleði, ást, hlátur, gnægð, sælu og já, þreytu og hamagang líka! Þetta er búið að vera svakalegt ár og ég gæti ekki verið þakklátari fyrir það og hann. Til hamingju með daginn litli karlinn minn! Kannski getur við látið næsta ár líða aðeins hægar!“ A post shared by Katherine Heigl (@katherineheigl) on Oct 23, 2017 at 8:37am PDT Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Sjá meira
Leikkonan Katherine Heigl, sem er hvað þekktust úr þáttunum Grey's Anatomy, deildi einlægri færslu á Instagram í gær þar sem hún rifjaði upp fæðingu sonar síns, Joshua Bishop Jr., í tilefni af eins árs afmæli hans. Með færslunni birtir hún myndir af sér óléttri og myndir af sjúkrahúsinu. „Klukkan 9 um morgun fyrir einu ári síðan bað ég @joshbkelley að taka þessa mynd af mér svo ég gæti munað hve ólétt ég hefði verið rétt áður en ég fór á sjúkrahúsið í keisaraskurð sem var búið að tímasetja klukkan 12 á hádegi,“ skrifar Katherine, en Josh B. Kelley er eiginmaður hennar. A post shared by Katherine Heigl (@katherineheigl) on Dec 20, 2017 at 9:44am PST Fæðingin gekk ekki vel en litli snáðinn er heilbrigður í dag.Vísir / Skjáskot af Instagram Andaði ekki strax Katherine ákvað að fara í keisaraskurð því Joshua Jr. hafði snúið öfugt, með rassinn niður, í meira en mánuð. Hún segir að hún hafi verið „ótrúlega taugaóstyrk og örlítið hrædd á þessum tíma fyrir ári síðan.“ Leikkonan hafði aldrei áður farið í skurðaðgerð en keisaraskurðurinn gekk ekki eins og í sögu þar sem drengurinn sat fastur. „Þegar hann var tekinn út klukkan akkúrat 12.33 andaði hann ekki og honum var strax gefið súrefni til að koma lungunum í gang,“ skrifar Katherina og bætir við að eiginmaður hennar hafi séð þegar sonur þeirra andaði í fyrsta sinn. Stoltur pabbi.Vísir / Skjáskot af Instagram „Ég þakkaði guði fyrir andardráttinn hans, lífið hans og fyrir að gera mig þriggja barna móður,“ skrifar hún, en þau hjónin eiga einnig dæturnar Nancy Leigh, níu ára og Adalaide Marie Hope, fimm ára. Svo brothættur og viðkvæmur Katherine segist varla trúa því hve vel drengurinn hefur dafnað þegar hún rifjar upp þessa átakamiklu fæðingu. „Hann var svo lítill og nýr, svo brothættur og viðkvæmur. Samt erum við hér, heilu ári síðar, og þetta eru einu myndirnar sem minna mig á að ærslafulli drengurinn minn var einhvern tímann svona nýr og lítill! Núna er hann tólf kíló af rúllandi, dettandi, grípandi, hlæjandi, öskrandi, forvitinni, glaðlegri orku!“ A post shared by Katherine Heigl (@katherineheigl) on Oct 5, 2017 at 5:32pm PDT Til hamingju með daginn litli karlinn minn! Leikkonan er svo þakklát fyrir soninn og vill helst að komandi ár líði aðeins hægar. „Hann er allt sem ég vonaði eftir, og meira til, og hann hefur fært fjölskyldunni okkar jafnvel meiri gleði, ást, hlátur, gnægð, sælu og já, þreytu og hamagang líka! Þetta er búið að vera svakalegt ár og ég gæti ekki verið þakklátari fyrir það og hann. Til hamingju með daginn litli karlinn minn! Kannski getur við látið næsta ár líða aðeins hægar!“ A post shared by Katherine Heigl (@katherineheigl) on Oct 23, 2017 at 8:37am PDT
Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Sjá meira