Rifjar upp erfiða fæðingu á afmæli sonarins: „Ég þakkaði guði fyrir andardráttinn hans“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 21. desember 2017 20:30 Eitt ár er liðið síðan Joshua Jr. kom í heiminn. Vísir / Skjáskot af Instagram Leikkonan Katherine Heigl, sem er hvað þekktust úr þáttunum Grey's Anatomy, deildi einlægri færslu á Instagram í gær þar sem hún rifjaði upp fæðingu sonar síns, Joshua Bishop Jr., í tilefni af eins árs afmæli hans. Með færslunni birtir hún myndir af sér óléttri og myndir af sjúkrahúsinu. „Klukkan 9 um morgun fyrir einu ári síðan bað ég @joshbkelley að taka þessa mynd af mér svo ég gæti munað hve ólétt ég hefði verið rétt áður en ég fór á sjúkrahúsið í keisaraskurð sem var búið að tímasetja klukkan 12 á hádegi,“ skrifar Katherine, en Josh B. Kelley er eiginmaður hennar. A post shared by Katherine Heigl (@katherineheigl) on Dec 20, 2017 at 9:44am PST Fæðingin gekk ekki vel en litli snáðinn er heilbrigður í dag.Vísir / Skjáskot af Instagram Andaði ekki strax Katherine ákvað að fara í keisaraskurð því Joshua Jr. hafði snúið öfugt, með rassinn niður, í meira en mánuð. Hún segir að hún hafi verið „ótrúlega taugaóstyrk og örlítið hrædd á þessum tíma fyrir ári síðan.“ Leikkonan hafði aldrei áður farið í skurðaðgerð en keisaraskurðurinn gekk ekki eins og í sögu þar sem drengurinn sat fastur. „Þegar hann var tekinn út klukkan akkúrat 12.33 andaði hann ekki og honum var strax gefið súrefni til að koma lungunum í gang,“ skrifar Katherina og bætir við að eiginmaður hennar hafi séð þegar sonur þeirra andaði í fyrsta sinn. Stoltur pabbi.Vísir / Skjáskot af Instagram „Ég þakkaði guði fyrir andardráttinn hans, lífið hans og fyrir að gera mig þriggja barna móður,“ skrifar hún, en þau hjónin eiga einnig dæturnar Nancy Leigh, níu ára og Adalaide Marie Hope, fimm ára. Svo brothættur og viðkvæmur Katherine segist varla trúa því hve vel drengurinn hefur dafnað þegar hún rifjar upp þessa átakamiklu fæðingu. „Hann var svo lítill og nýr, svo brothættur og viðkvæmur. Samt erum við hér, heilu ári síðar, og þetta eru einu myndirnar sem minna mig á að ærslafulli drengurinn minn var einhvern tímann svona nýr og lítill! Núna er hann tólf kíló af rúllandi, dettandi, grípandi, hlæjandi, öskrandi, forvitinni, glaðlegri orku!“ A post shared by Katherine Heigl (@katherineheigl) on Oct 5, 2017 at 5:32pm PDT Til hamingju með daginn litli karlinn minn! Leikkonan er svo þakklát fyrir soninn og vill helst að komandi ár líði aðeins hægar. „Hann er allt sem ég vonaði eftir, og meira til, og hann hefur fært fjölskyldunni okkar jafnvel meiri gleði, ást, hlátur, gnægð, sælu og já, þreytu og hamagang líka! Þetta er búið að vera svakalegt ár og ég gæti ekki verið þakklátari fyrir það og hann. Til hamingju með daginn litli karlinn minn! Kannski getur við látið næsta ár líða aðeins hægar!“ A post shared by Katherine Heigl (@katherineheigl) on Oct 23, 2017 at 8:37am PDT Mest lesið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira
Leikkonan Katherine Heigl, sem er hvað þekktust úr þáttunum Grey's Anatomy, deildi einlægri færslu á Instagram í gær þar sem hún rifjaði upp fæðingu sonar síns, Joshua Bishop Jr., í tilefni af eins árs afmæli hans. Með færslunni birtir hún myndir af sér óléttri og myndir af sjúkrahúsinu. „Klukkan 9 um morgun fyrir einu ári síðan bað ég @joshbkelley að taka þessa mynd af mér svo ég gæti munað hve ólétt ég hefði verið rétt áður en ég fór á sjúkrahúsið í keisaraskurð sem var búið að tímasetja klukkan 12 á hádegi,“ skrifar Katherine, en Josh B. Kelley er eiginmaður hennar. A post shared by Katherine Heigl (@katherineheigl) on Dec 20, 2017 at 9:44am PST Fæðingin gekk ekki vel en litli snáðinn er heilbrigður í dag.Vísir / Skjáskot af Instagram Andaði ekki strax Katherine ákvað að fara í keisaraskurð því Joshua Jr. hafði snúið öfugt, með rassinn niður, í meira en mánuð. Hún segir að hún hafi verið „ótrúlega taugaóstyrk og örlítið hrædd á þessum tíma fyrir ári síðan.“ Leikkonan hafði aldrei áður farið í skurðaðgerð en keisaraskurðurinn gekk ekki eins og í sögu þar sem drengurinn sat fastur. „Þegar hann var tekinn út klukkan akkúrat 12.33 andaði hann ekki og honum var strax gefið súrefni til að koma lungunum í gang,“ skrifar Katherina og bætir við að eiginmaður hennar hafi séð þegar sonur þeirra andaði í fyrsta sinn. Stoltur pabbi.Vísir / Skjáskot af Instagram „Ég þakkaði guði fyrir andardráttinn hans, lífið hans og fyrir að gera mig þriggja barna móður,“ skrifar hún, en þau hjónin eiga einnig dæturnar Nancy Leigh, níu ára og Adalaide Marie Hope, fimm ára. Svo brothættur og viðkvæmur Katherine segist varla trúa því hve vel drengurinn hefur dafnað þegar hún rifjar upp þessa átakamiklu fæðingu. „Hann var svo lítill og nýr, svo brothættur og viðkvæmur. Samt erum við hér, heilu ári síðar, og þetta eru einu myndirnar sem minna mig á að ærslafulli drengurinn minn var einhvern tímann svona nýr og lítill! Núna er hann tólf kíló af rúllandi, dettandi, grípandi, hlæjandi, öskrandi, forvitinni, glaðlegri orku!“ A post shared by Katherine Heigl (@katherineheigl) on Oct 5, 2017 at 5:32pm PDT Til hamingju með daginn litli karlinn minn! Leikkonan er svo þakklát fyrir soninn og vill helst að komandi ár líði aðeins hægar. „Hann er allt sem ég vonaði eftir, og meira til, og hann hefur fært fjölskyldunni okkar jafnvel meiri gleði, ást, hlátur, gnægð, sælu og já, þreytu og hamagang líka! Þetta er búið að vera svakalegt ár og ég gæti ekki verið þakklátari fyrir það og hann. Til hamingju með daginn litli karlinn minn! Kannski getur við látið næsta ár líða aðeins hægar!“ A post shared by Katherine Heigl (@katherineheigl) on Oct 23, 2017 at 8:37am PDT
Mest lesið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira