Geir Jón segir lögreglu veikari í dag en í Búsáhaldabyltingunni: „Í dag værum við ekki með þann lögreglumassa sem þyrfti á að halda“ Anton Egilsson skrifar 8. desember 2017 21:46 Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, segir að í því andrúmslofti sem ríkti í samfélaginu á tíma Búsáhaldabyltingarinnar hafi lögreglan unnið kraftaverk með því að koma í veg fyrir að einhverjir skyldu láta lífið. Geir Jón var viðmælandi þáttarins Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og var meðal annars inntur eftir svörum um hvort að lögregla hefði sýnt af sér of mikla lin kind í aðgerðum sínum í tengslum við mótmæli á eftirhruns árunum. „Við þurftum að glíma við fordæmalaus mótmæli sem lögregla hafði aldrei áður lent í. Það var ákvörðun að reyna að taka á þessu af eins mikilli mildi og hægt var og það beindist hvað helst að lögreglunni sjálfri,“ sagði Geir Jón. Hann sagði að reynt hafi verið að láta mótmælin á Austurvelli klárast þannig að sem minnst yrði um átök. Þrátt fyrir að einungis örlítill hópur mótmælenda hafi ráðist gegn lögreglumönnum hafi menn alltaf verið mjög smeykir um hvernig hinn fjölmenni hópur sem þar var saman kominn hefði brugðist við handtökum af hálfu lögreglu. Lögregla hafi viljað halda í við hópinn svo að allt færi ekki í bál og brand. „Hvað hefði gerst ef lögreglumenn hefðu vaðið í að handtaka þessa menn ? Við vissum ekki hvað baklandið væri stórt.“Ekki hægt að handtaka alla sem mótmæltu við heimahúsEins og kom fram í frétt Vísis í gær telur Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, lögreglu og önnur yfirvöld hafi brugðist þegar hún varð fyrir sýruárás í kjölfar mótmæla við heimili hennar árið 2009. Rannveig kærði árásina en málið var látið niður falla. Geir Jón sagðist sagðist ekki þekkja til málalykta í máli Rannveigar en sagði að varðandi mótmæli sem fram fóru við heimahús hafi lögregla reynt að tryggja öryggi fólks til hins ítrasta og halda frá fólki sem hafði sig frammi. „Lögregla fór strax á vettvang á alla þessa staði þegar hún fékk tilkynningu um slíkt. Þið verðið að átta ykkur á því að lögregla gat ekki bara handtekið alla þá sem komu að þessum heimahúsum. Hún reyndi að tryggja öryggi fólksins sem bjó í þessum húsum og halda fólkinu frá en fólkið var náttúrulega á almannafæri. Það voru kannski örfáir sem höfði sig frammi við lögreglu og lögregla reyndi að vísa þeim á burt.“Lögregla veikari í dag en í BúsáhaldabyltingunniAðspurður um hvort að hann hefði eftir á að hyggja viljað gera hlutina öðruvísi sagði Geir Jón: „ Þið verðið að átta ykkur á því að fjöldi lögreglumanna sem kom að þessum aðgerðum voru miklu færri en fólk gerði sér grein fyrir. Við þurftum að beita ýmsu til þess að láta líta svo út að við værum miklu fleiri.“ „Það má eflaust ýmislegt finna að mér og öðrum í lögreglunni en ég held að menn hafi gert það ótrúlega og bara unnið kraftaverk í öllu því andrúmslofti og allri þeirri reiði og öðru sem var í gangi á samfélaginu á þessum tíma að ná að koma í veg fyrir að einhverjir létu lífið. “ Þá sagði hann lögregluna fámennari og veikari í dag en í Búsáhaldabyltingunni. Lögreglumönnum hafi fækkað um í kringum 100 manns frá þeim tíma og þar af um 40-50 manns á höfuðborgarsvæðinu. „Í dag værum við ekki með þann lögreglumassa sem þyrfti á að halda.“ Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Sjá meira
Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, segir að í því andrúmslofti sem ríkti í samfélaginu á tíma Búsáhaldabyltingarinnar hafi lögreglan unnið kraftaverk með því að koma í veg fyrir að einhverjir skyldu láta lífið. Geir Jón var viðmælandi þáttarins Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og var meðal annars inntur eftir svörum um hvort að lögregla hefði sýnt af sér of mikla lin kind í aðgerðum sínum í tengslum við mótmæli á eftirhruns árunum. „Við þurftum að glíma við fordæmalaus mótmæli sem lögregla hafði aldrei áður lent í. Það var ákvörðun að reyna að taka á þessu af eins mikilli mildi og hægt var og það beindist hvað helst að lögreglunni sjálfri,“ sagði Geir Jón. Hann sagði að reynt hafi verið að láta mótmælin á Austurvelli klárast þannig að sem minnst yrði um átök. Þrátt fyrir að einungis örlítill hópur mótmælenda hafi ráðist gegn lögreglumönnum hafi menn alltaf verið mjög smeykir um hvernig hinn fjölmenni hópur sem þar var saman kominn hefði brugðist við handtökum af hálfu lögreglu. Lögregla hafi viljað halda í við hópinn svo að allt færi ekki í bál og brand. „Hvað hefði gerst ef lögreglumenn hefðu vaðið í að handtaka þessa menn ? Við vissum ekki hvað baklandið væri stórt.“Ekki hægt að handtaka alla sem mótmæltu við heimahúsEins og kom fram í frétt Vísis í gær telur Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, lögreglu og önnur yfirvöld hafi brugðist þegar hún varð fyrir sýruárás í kjölfar mótmæla við heimili hennar árið 2009. Rannveig kærði árásina en málið var látið niður falla. Geir Jón sagðist sagðist ekki þekkja til málalykta í máli Rannveigar en sagði að varðandi mótmæli sem fram fóru við heimahús hafi lögregla reynt að tryggja öryggi fólks til hins ítrasta og halda frá fólki sem hafði sig frammi. „Lögregla fór strax á vettvang á alla þessa staði þegar hún fékk tilkynningu um slíkt. Þið verðið að átta ykkur á því að lögregla gat ekki bara handtekið alla þá sem komu að þessum heimahúsum. Hún reyndi að tryggja öryggi fólksins sem bjó í þessum húsum og halda fólkinu frá en fólkið var náttúrulega á almannafæri. Það voru kannski örfáir sem höfði sig frammi við lögreglu og lögregla reyndi að vísa þeim á burt.“Lögregla veikari í dag en í BúsáhaldabyltingunniAðspurður um hvort að hann hefði eftir á að hyggja viljað gera hlutina öðruvísi sagði Geir Jón: „ Þið verðið að átta ykkur á því að fjöldi lögreglumanna sem kom að þessum aðgerðum voru miklu færri en fólk gerði sér grein fyrir. Við þurftum að beita ýmsu til þess að láta líta svo út að við værum miklu fleiri.“ „Það má eflaust ýmislegt finna að mér og öðrum í lögreglunni en ég held að menn hafi gert það ótrúlega og bara unnið kraftaverk í öllu því andrúmslofti og allri þeirri reiði og öðru sem var í gangi á samfélaginu á þessum tíma að ná að koma í veg fyrir að einhverjir létu lífið. “ Þá sagði hann lögregluna fámennari og veikari í dag en í Búsáhaldabyltingunni. Lögreglumönnum hafi fækkað um í kringum 100 manns frá þeim tíma og þar af um 40-50 manns á höfuðborgarsvæðinu. „Í dag værum við ekki með þann lögreglumassa sem þyrfti á að halda.“
Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Sjá meira