Hæstiréttur snýr við fangelsisdómi í fjárdráttarmáli Kjartan Kjartansson skrifar 23. nóvember 2017 17:40 Dómarar Hæstaréttar voru ekki ánægðir með rannsókn sérstaks saksóknara á málinu. Vísir/GVA Níu mánaða skilorðsbundnum fangelsisdómi yfir framkvæmdastjóra einkahlutafélags fyrir að hafa dregið að sér rúmar 79 milljónir króna var snúið við í Hæstarétti í dag. Hæstiréttur taldi að ákæruvaldið hafði ekki sýnt fram á að maðurinn hefði ekki aðeins verið að koma sér undan að greiða opinber gjöld. Maðurinn var sakaður um að hafa dregið að sér tugi milljóna úr félaginu sem hann átti helmingshlut í, vann hjá og var í forsvari fyrir. Hann hefði greitt reikninga vegna byggingar húss og framkvæmda við iðnaðarhúsnæði í sinni eigu af bankareikningi félagsins. Þá hafi hann fært fjármuni yfir á eigin reikninga, stundum með þeim skýringum að um væri að ræða laun til sín. Héraðsdómur Suðurlands dæmdi manninn í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi í júní í fyrra. Hann áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar. Krafðist hann meðal annars frávísunar á þeim forsendum að ríkisskattstjóri hefði þegar bætt álagi við gjaldstofna við endurákvörðun gjalda hans. Með því væri verið að lögsækja hann að nýju fyrir brot sem hann hefði þegar verið sakfelldur fyrir í trássi við mannréttindasáttmála Evrópu. Því hafnaði Hæstiréttur. Álag ríkisskattstjóra hafi varðað skil mannsins á efnislega röngum skattframtölum. Í þessu máli væri hann ákærður fyrir fjárdrátt.Rannsókn málsins áfáttAftur á móti átaldi Hæstiréttur rannsókn sérstaks saksóknara, forvera embættis héraðssaksóknara. Henni hefði verið áfátt og engin teljandi gögn hefðu verið lögð fram um fjárhag félagsins, færslur í bókhaldi þess eða stöðu einstakra reikningsliða þar á mismunandi tímum. Ekkert lægi fyrir um afdrif þeirra eigna sem færðar hefðu verið í bókhaldi félagsins á síðari stigum og ákæruvaldið ekkert leitt í ljós um þau atvik sem gætu falið í sér að maðurinn hefði tileinkað sér þau verðmæti að einhverju eða öllu leyti. Væri því ósannað að tilgangur mannsins hefði verið annar en sá að koma sér undan því um sinn að greiða opinber gjöld af endurgjaldi fyrir vinnu sína í þágu félagsins og annarri úthlutun verðmæta frá því. Var maðurinn því sýknaður af kröfum ákæruvaldsins. Ríkið þarf jafnframt að greiða allan sakarkostnað í héraði og áfrýjunarkostnað við málið. Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Sjá meira
Níu mánaða skilorðsbundnum fangelsisdómi yfir framkvæmdastjóra einkahlutafélags fyrir að hafa dregið að sér rúmar 79 milljónir króna var snúið við í Hæstarétti í dag. Hæstiréttur taldi að ákæruvaldið hafði ekki sýnt fram á að maðurinn hefði ekki aðeins verið að koma sér undan að greiða opinber gjöld. Maðurinn var sakaður um að hafa dregið að sér tugi milljóna úr félaginu sem hann átti helmingshlut í, vann hjá og var í forsvari fyrir. Hann hefði greitt reikninga vegna byggingar húss og framkvæmda við iðnaðarhúsnæði í sinni eigu af bankareikningi félagsins. Þá hafi hann fært fjármuni yfir á eigin reikninga, stundum með þeim skýringum að um væri að ræða laun til sín. Héraðsdómur Suðurlands dæmdi manninn í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi í júní í fyrra. Hann áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar. Krafðist hann meðal annars frávísunar á þeim forsendum að ríkisskattstjóri hefði þegar bætt álagi við gjaldstofna við endurákvörðun gjalda hans. Með því væri verið að lögsækja hann að nýju fyrir brot sem hann hefði þegar verið sakfelldur fyrir í trássi við mannréttindasáttmála Evrópu. Því hafnaði Hæstiréttur. Álag ríkisskattstjóra hafi varðað skil mannsins á efnislega röngum skattframtölum. Í þessu máli væri hann ákærður fyrir fjárdrátt.Rannsókn málsins áfáttAftur á móti átaldi Hæstiréttur rannsókn sérstaks saksóknara, forvera embættis héraðssaksóknara. Henni hefði verið áfátt og engin teljandi gögn hefðu verið lögð fram um fjárhag félagsins, færslur í bókhaldi þess eða stöðu einstakra reikningsliða þar á mismunandi tímum. Ekkert lægi fyrir um afdrif þeirra eigna sem færðar hefðu verið í bókhaldi félagsins á síðari stigum og ákæruvaldið ekkert leitt í ljós um þau atvik sem gætu falið í sér að maðurinn hefði tileinkað sér þau verðmæti að einhverju eða öllu leyti. Væri því ósannað að tilgangur mannsins hefði verið annar en sá að koma sér undan því um sinn að greiða opinber gjöld af endurgjaldi fyrir vinnu sína í þágu félagsins og annarri úthlutun verðmæta frá því. Var maðurinn því sýknaður af kröfum ákæruvaldsins. Ríkið þarf jafnframt að greiða allan sakarkostnað í héraði og áfrýjunarkostnað við málið.
Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Sjá meira