Innlent

Íbúar kjósa ekki um Herjólfsmálið

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Vestmannaeyingar eiga í viðræðum um yfirtöku á Herjólfi.
Vestmannaeyingar eiga í viðræðum um yfirtöku á Herjólfi. Vísir/eyþór
Bæjarráð Vestmannaeyja hafnaði í gær þeirri hugmynd eins Eyjamanns að efnt yrði til íbúakosningar vegna fyrirhugaðs samnings um rekstur bæjarins á ferjunni Herjólfi.

„Tilgangur með störfum í bæjarstjórn er enda að sameina fólk um mikilvæg mál frekar en að sundra. Til að fyrirbyggja misskilning vill bæjarráð benda bréfritara á að samkvæmt viljayfirlýsingu sem kynnt hefur verið er eingöngu unnið út frá því að Vestmannaeyjabær reki Herjólf í 2,5 ár og að skýrt sé að framlög ríkisins standi undir kostnaði við reksturinn. Áhættan er því afar takmörkuð ef samningur verður yfirhöfuð gerður,“ segir bæjarráðið.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×