Leitar að bíræfnum þjóf sem stal bíl af áttræðum manni Anton Egilsson skrifar 18. nóvember 2017 22:02 Hinn stolni bíll. Einar Ágúst Baldvinsson Maður sem er íbúi á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík varð fyrir barðinu á bíræfnum þjóf þegar hann sótti húsfund í sal hjúkrunarheimilisins á fimmtudaginn síðastliðinn. Þjófurinn hnuplaði þá jakka af manninum sem hafði að geyma bíllykla hans og ók síðan á brott á bíl hans sem lagður var í bílastæði fyrir utan. Einar Ágúst Baldvinsson, barnabarn unnustu mannsins, ritaði í gær færslu á Facebook síðu sinni þar sem hann óskar eftir aðstoð við að finna hinn stolna bíl sem er af gerðinni Toyota Prius. „Kæri óþokki, vonandi líður þér vel með sjálfan þig að hafa stolið bíl af 80 ára gömlum manni,” ritar Einar í lok færslu sinnar. Í samtali við Vísi segir Einar að engir sjónarvottar hafi verið að stuldinum en samkvæmt upptökum úr myndavélakerfi hjúkrunarheimilisins sjáist maður grípa umræddan jakka sem hengdur var upp í fatahengi fyrir utan sal hjúkrunarheimilisins. Hann hafi svo farið inn á salerni og komið út skömmu síðar með bakpoka sem hann hafði komið jakkanum fyrir í. Þar næst hafi hann svo sest upp í bíl og ekið burt. Hann segir að bílleysið sé mjög erfitt bæði fyrir manninn og ömmu hans enda eina farartækið sem þau hafa til umráða. Amma hans sé afar slæm í baki og far þannig hvergi labbandi. Vill hann því biðla til allra að hafa augun opin eftir bílnum. „Bíllinn er: ljós-platínugrár Toyota Prius með bílnúmerinu JN-H85, vel með farinn, 2012 árgerð sem ekinn er um 27.000 km. Þetta var milli kl. 17-18 þann 16. nóv. 2017. Ef þú gætir hafa rekist á viðkomandi óþokka, hefur mögulega séð bílinn á ferð eða ert með myndavél í bílnum þínum sem gæti hafa tekið upp myndskeið af ferðum bifreiðarinnar þá mátt þú vinsamlegast fara strax til lögreglunnar með upplýsingarnar.“ Þeir sem hafa nánari upplýsingar um málið eru beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444-1000. Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Maður sem er íbúi á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík varð fyrir barðinu á bíræfnum þjóf þegar hann sótti húsfund í sal hjúkrunarheimilisins á fimmtudaginn síðastliðinn. Þjófurinn hnuplaði þá jakka af manninum sem hafði að geyma bíllykla hans og ók síðan á brott á bíl hans sem lagður var í bílastæði fyrir utan. Einar Ágúst Baldvinsson, barnabarn unnustu mannsins, ritaði í gær færslu á Facebook síðu sinni þar sem hann óskar eftir aðstoð við að finna hinn stolna bíl sem er af gerðinni Toyota Prius. „Kæri óþokki, vonandi líður þér vel með sjálfan þig að hafa stolið bíl af 80 ára gömlum manni,” ritar Einar í lok færslu sinnar. Í samtali við Vísi segir Einar að engir sjónarvottar hafi verið að stuldinum en samkvæmt upptökum úr myndavélakerfi hjúkrunarheimilisins sjáist maður grípa umræddan jakka sem hengdur var upp í fatahengi fyrir utan sal hjúkrunarheimilisins. Hann hafi svo farið inn á salerni og komið út skömmu síðar með bakpoka sem hann hafði komið jakkanum fyrir í. Þar næst hafi hann svo sest upp í bíl og ekið burt. Hann segir að bílleysið sé mjög erfitt bæði fyrir manninn og ömmu hans enda eina farartækið sem þau hafa til umráða. Amma hans sé afar slæm í baki og far þannig hvergi labbandi. Vill hann því biðla til allra að hafa augun opin eftir bílnum. „Bíllinn er: ljós-platínugrár Toyota Prius með bílnúmerinu JN-H85, vel með farinn, 2012 árgerð sem ekinn er um 27.000 km. Þetta var milli kl. 17-18 þann 16. nóv. 2017. Ef þú gætir hafa rekist á viðkomandi óþokka, hefur mögulega séð bílinn á ferð eða ert með myndavél í bílnum þínum sem gæti hafa tekið upp myndskeið af ferðum bifreiðarinnar þá mátt þú vinsamlegast fara strax til lögreglunnar með upplýsingarnar.“ Þeir sem hafa nánari upplýsingar um málið eru beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444-1000.
Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira