Vilja þyngri dóm yfir góðkunningja sérsveitarinnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. nóvember 2017 10:34 Þjónustukjarninn í Rangárseli þar sem Sigurður Almar var vistaður. Hann var dæmdur fyrir að ráðast á starfsfólk kjarnans. Vísir/Vilhelm Ríkissaksóknari hefur áfrýjað tólf mánaða dómi yfir Sigurði Almari Sigurðssyni frá því í lok september og vill að dómurinn verði þyngdur. Sigurður var dæmdur fyrir þrjár líkamsárásir, gegn unnustu sinni annars vegar og starfsmönnum Reykjavíkurborgar við þjónustukjarna í Rangárseli í Reykjavík. Saksóknari fór fram á tveggja ára fangelsi í héraði.Hefur Sigurður verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 21. desember á meðan mál hans bíður meðferðar fyrir Hæstarétti.Fjallað var um dóminn á Vísi í september. Unnustan, sem Sigurður var dæmdur fyrir að ráðast á, breytti framburði sínum fyrir dómi og sagði hund hafa ráðist á sig. Þá hefur starfsfólk þjónustukjarnans sagst hrætt við hann og óskaði einn starfsmaður nafnleyndar fyrir dómi vegna ótta við Sigurð. Sigurður hefur á síðustu tíu árum verið dæmdur til um sjö ára óskilorðsbundinnar fangelsisvistar er segir í greinargerð lögreglu sem fylgdi kröfunni um gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna.Metinn sakhæfur Sigurður gekkst undir geðheilbrigðisrannsókn undir rannsókn framangreindra mála. Niðurstaða fjölskipaðs dóms þar sem sat geðlæknir sem sérfróður meðdómari, var sú að enginn vafi var talinn leika á því að dómfelldi hefði verið sakhæfur þegar hann framdi brot þau sem hann var ákærður fyrir. Lögregla telur að gangi Sigurður laus muni hann ekki eingöngu brjóta af sér fljótlega á nýjan leik heldur muni hann valda sjálfum sér og/eða öðrum verulegu tjóni. Hann sé verulega hættulegur einstaklingur sem lýsi sér í því að iðulega sé notast við sérsveit er afskipti séu höfð af honum enda hafi hann margítrekað gerst sekur um ofbeldisbrot. Þá hafi hann tilhneigingu til að bregðast illa við afskiptum lögreglu og annarra yfirvalda eins og segir í greinargerðinni. Sigurður hefur verið í gæsluvarðhaldi frá 17. júní síðastliðnum. Hann er fæddur árið 1984 og á að baki sakaferil frá árinu 2002. Hann hefur þrívegis hlotið refsidóma fyrir brot gegn valdstjórninni og þá eru líkamsárásar- og þjófnaðarbrot hans margítrekuð. Tengdar fréttir 14 mánaða fangelsi fyrir margvísleg ofbeldisbrot og hótanir gegn sambýliskonu sinni Karlmaður á fertugsaldri braut nálgunarbann, keyrði undir áhrifum vímuefna og var tekinn með amfetamín. 16. nóvember 2015 16:50 Flúði úr bíl á ferð til að komast undan árás Karlmaður á fertugsaldri var dæmdur í 12 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir þrjár líkamsárásir, meðal annars gegn unnustu sinni. 28. september 2017 23:15 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur áfrýjað tólf mánaða dómi yfir Sigurði Almari Sigurðssyni frá því í lok september og vill að dómurinn verði þyngdur. Sigurður var dæmdur fyrir þrjár líkamsárásir, gegn unnustu sinni annars vegar og starfsmönnum Reykjavíkurborgar við þjónustukjarna í Rangárseli í Reykjavík. Saksóknari fór fram á tveggja ára fangelsi í héraði.Hefur Sigurður verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 21. desember á meðan mál hans bíður meðferðar fyrir Hæstarétti.Fjallað var um dóminn á Vísi í september. Unnustan, sem Sigurður var dæmdur fyrir að ráðast á, breytti framburði sínum fyrir dómi og sagði hund hafa ráðist á sig. Þá hefur starfsfólk þjónustukjarnans sagst hrætt við hann og óskaði einn starfsmaður nafnleyndar fyrir dómi vegna ótta við Sigurð. Sigurður hefur á síðustu tíu árum verið dæmdur til um sjö ára óskilorðsbundinnar fangelsisvistar er segir í greinargerð lögreglu sem fylgdi kröfunni um gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna.Metinn sakhæfur Sigurður gekkst undir geðheilbrigðisrannsókn undir rannsókn framangreindra mála. Niðurstaða fjölskipaðs dóms þar sem sat geðlæknir sem sérfróður meðdómari, var sú að enginn vafi var talinn leika á því að dómfelldi hefði verið sakhæfur þegar hann framdi brot þau sem hann var ákærður fyrir. Lögregla telur að gangi Sigurður laus muni hann ekki eingöngu brjóta af sér fljótlega á nýjan leik heldur muni hann valda sjálfum sér og/eða öðrum verulegu tjóni. Hann sé verulega hættulegur einstaklingur sem lýsi sér í því að iðulega sé notast við sérsveit er afskipti séu höfð af honum enda hafi hann margítrekað gerst sekur um ofbeldisbrot. Þá hafi hann tilhneigingu til að bregðast illa við afskiptum lögreglu og annarra yfirvalda eins og segir í greinargerðinni. Sigurður hefur verið í gæsluvarðhaldi frá 17. júní síðastliðnum. Hann er fæddur árið 1984 og á að baki sakaferil frá árinu 2002. Hann hefur þrívegis hlotið refsidóma fyrir brot gegn valdstjórninni og þá eru líkamsárásar- og þjófnaðarbrot hans margítrekuð.
Tengdar fréttir 14 mánaða fangelsi fyrir margvísleg ofbeldisbrot og hótanir gegn sambýliskonu sinni Karlmaður á fertugsaldri braut nálgunarbann, keyrði undir áhrifum vímuefna og var tekinn með amfetamín. 16. nóvember 2015 16:50 Flúði úr bíl á ferð til að komast undan árás Karlmaður á fertugsaldri var dæmdur í 12 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir þrjár líkamsárásir, meðal annars gegn unnustu sinni. 28. september 2017 23:15 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sjá meira
14 mánaða fangelsi fyrir margvísleg ofbeldisbrot og hótanir gegn sambýliskonu sinni Karlmaður á fertugsaldri braut nálgunarbann, keyrði undir áhrifum vímuefna og var tekinn með amfetamín. 16. nóvember 2015 16:50
Flúði úr bíl á ferð til að komast undan árás Karlmaður á fertugsaldri var dæmdur í 12 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir þrjár líkamsárásir, meðal annars gegn unnustu sinni. 28. september 2017 23:15