Jöfnuður milli kynjanna mælist hvergi meiri í heiminum en á Íslandi Birgir Olgeirsson skrifar 2. nóvember 2017 17:13 Ísland í fyrsta sæti 9. árið í röð. Vísir/Getty Hvergi í heiminum mælist meiri jöfnuður milli kynjanna en á Íslandi samkvæmt mælingum Alþjóðaefnahagsráðsins árið 2017 og trónir Ísland í efsta sæti 9. árið í röð. Í kynningu á niðurstöðunum er sérstaklega fjallað um hvað ræður góðri frammistöðu Íslendinga á þessu sviði.Greint er frá þessu á vef velferðarráðuneytisins en þar kemur fram að Alþjóðefnahagsráðið hafi birt skýrslur um stöðu kynjajafnréttis í heiminum frá árinu 2016. Samkvæmt niðurstöðum fyrir árið 2017 eru Ísland, Noregur og Finnland í þremur efstu sætunum en lestina reka Sýrland, Pakistan og Jemen sem er í botnsæti þeirra 144 þjóða sem mælingin tekur til. Kvarðinn sem WEF byggir mat sitt á (e. Global Gender Gap Index) felur í sér mælingar á fjórum sviðum sem taka til stöðu kynjajafnréttis á sviði heilbrigðis, menntunar, efnahagslífs og stjórnmála. Á efnahagssviðinu er m.a. horft til launamunar kynjanna, atvinnuþátttöku og kynjahlutfalla í hópi stjórnenda. Menntunarþátturinn er metinn út frá menntunarstigi karla og kvenna, heilbrigðisþátturinn tekur m.a. mið af lífslíkum og jafnfrétti á sviði stjórnmála er metið út frá stjórnmálaþátttöku kynjanna en staða Íslands árið 2017 miðar við hlutfall kvenna á Alþingi fyrir kosningarnar 28. október sl. Ein af meginniðurstöðum skýrslu þessa árs er að eftir tíu ára hægfara framfarir á heimsvísu þar sem kynjabilið hefur minnkað, sýna niðurstöður ársins 2017 bakslag. Dregið hefur sundur með körlum og konum á öllum sviðum, hvort sem horft er til heilbrigðis, menntunar, stjórnmála eða efnahagslífs. Bakslagið mælist þó einkum þegar horft er til stöðunnar á vinnumarkaði og í stjórnmálum. Klaus Schwab, stofnandi og stjórnarformaður WEF, segir kynjamisréttið fela í sér gríðarlega sóun á mannauði og njóti þar með minni verðmætasköpunar. Það sé því jafnt siðferðilega og efnahagslega bráðnauðsynlegt að sigrast á þeim þáttum sem standa jafnrétti kvenna og karla fyrir þrifum. Samkvæmt mælingum WEF hefur 87% kynjabilsins á Íslandi verið brúað og frá því að WEF hóf mælingar árið 2006 hefur kynjabilið minnkað um 10% sem skipar Íslandi í sæti þeirra ríkja þar sem jafnrétti kynjanna eykst hvað hraðast. Árangur Íslands sem skorar hæst á jafnréttiskvarða WEF níunda árið í röð vekur athygli og óskaði WEF eftir umfjöllun frá jafnréttisteymi velferðarráðuneytisins um það hvaða þættir kunni helst að ráða góðum árangri landsins á sviði jafnréttismála. Grein þessa efnis var birt á vef WEF samhliða skýrslunni Global Gender Gap Report og er aðgengileg hér að neðan. Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra segir ánægjulegt að mælingin endurspegli þann árangur sem markvissar aðgerðir á sviði kynjajafnréttismála hafa skilað undanfarin áratug. „Það er mikill heiður fyrir Ísland að vera enn og aftur í toppsæti lista Alþjóðaefnahagsráðsins og þeim heiðri fylgir sú ábyrgð að halda áfram að vera til fyrirmyndar og tryggja að fullu jöfn tækifæri og jafna stöðu kvenna og karla á öllum sviðum samfélagsins.“ WEF hafa birt stutt myndband um stöðu jafnréttismála á Íslandi með áherslu á aðgerðir til þess að draga úr launamun kynjanna, m.a. með lögleiðingu jafnlaunavottunar. Myndbandið er aðgengilegt á facebook og er vísað á það hér að neðan. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Maðurinn fundinn Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Hvergi í heiminum mælist meiri jöfnuður milli kynjanna en á Íslandi samkvæmt mælingum Alþjóðaefnahagsráðsins árið 2017 og trónir Ísland í efsta sæti 9. árið í röð. Í kynningu á niðurstöðunum er sérstaklega fjallað um hvað ræður góðri frammistöðu Íslendinga á þessu sviði.Greint er frá þessu á vef velferðarráðuneytisins en þar kemur fram að Alþjóðefnahagsráðið hafi birt skýrslur um stöðu kynjajafnréttis í heiminum frá árinu 2016. Samkvæmt niðurstöðum fyrir árið 2017 eru Ísland, Noregur og Finnland í þremur efstu sætunum en lestina reka Sýrland, Pakistan og Jemen sem er í botnsæti þeirra 144 þjóða sem mælingin tekur til. Kvarðinn sem WEF byggir mat sitt á (e. Global Gender Gap Index) felur í sér mælingar á fjórum sviðum sem taka til stöðu kynjajafnréttis á sviði heilbrigðis, menntunar, efnahagslífs og stjórnmála. Á efnahagssviðinu er m.a. horft til launamunar kynjanna, atvinnuþátttöku og kynjahlutfalla í hópi stjórnenda. Menntunarþátturinn er metinn út frá menntunarstigi karla og kvenna, heilbrigðisþátturinn tekur m.a. mið af lífslíkum og jafnfrétti á sviði stjórnmála er metið út frá stjórnmálaþátttöku kynjanna en staða Íslands árið 2017 miðar við hlutfall kvenna á Alþingi fyrir kosningarnar 28. október sl. Ein af meginniðurstöðum skýrslu þessa árs er að eftir tíu ára hægfara framfarir á heimsvísu þar sem kynjabilið hefur minnkað, sýna niðurstöður ársins 2017 bakslag. Dregið hefur sundur með körlum og konum á öllum sviðum, hvort sem horft er til heilbrigðis, menntunar, stjórnmála eða efnahagslífs. Bakslagið mælist þó einkum þegar horft er til stöðunnar á vinnumarkaði og í stjórnmálum. Klaus Schwab, stofnandi og stjórnarformaður WEF, segir kynjamisréttið fela í sér gríðarlega sóun á mannauði og njóti þar með minni verðmætasköpunar. Það sé því jafnt siðferðilega og efnahagslega bráðnauðsynlegt að sigrast á þeim þáttum sem standa jafnrétti kvenna og karla fyrir þrifum. Samkvæmt mælingum WEF hefur 87% kynjabilsins á Íslandi verið brúað og frá því að WEF hóf mælingar árið 2006 hefur kynjabilið minnkað um 10% sem skipar Íslandi í sæti þeirra ríkja þar sem jafnrétti kynjanna eykst hvað hraðast. Árangur Íslands sem skorar hæst á jafnréttiskvarða WEF níunda árið í röð vekur athygli og óskaði WEF eftir umfjöllun frá jafnréttisteymi velferðarráðuneytisins um það hvaða þættir kunni helst að ráða góðum árangri landsins á sviði jafnréttismála. Grein þessa efnis var birt á vef WEF samhliða skýrslunni Global Gender Gap Report og er aðgengileg hér að neðan. Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra segir ánægjulegt að mælingin endurspegli þann árangur sem markvissar aðgerðir á sviði kynjajafnréttismála hafa skilað undanfarin áratug. „Það er mikill heiður fyrir Ísland að vera enn og aftur í toppsæti lista Alþjóðaefnahagsráðsins og þeim heiðri fylgir sú ábyrgð að halda áfram að vera til fyrirmyndar og tryggja að fullu jöfn tækifæri og jafna stöðu kvenna og karla á öllum sviðum samfélagsins.“ WEF hafa birt stutt myndband um stöðu jafnréttismála á Íslandi með áherslu á aðgerðir til þess að draga úr launamun kynjanna, m.a. með lögleiðingu jafnlaunavottunar. Myndbandið er aðgengilegt á facebook og er vísað á það hér að neðan.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Maðurinn fundinn Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira