Innlent

Nauðsynlegt að auka fjárframlög til menntamála

Höskuldur Kári Schram skrifar
Auka þarf árleg fjárframlög til menntamála um 15 til 20 milljarða til að koma í veg fyrir að Ísland dragist aftur úr nágrannaríkjum. Formaður Kennarasambands Íslands segir skóla glíma við mikinn rekstrarvanda og að í mörgum tilvikum sé kennslubúnaður orðin gamall og úreltur.

Opinber útgjöld til menntamála drógust saman um 13,5 prósent á árunum 2008 til 2016. Í yfirlýsingu sem stjórn Kennarasambands Íslands sendi frá sér í dag er lýst yfir áhyggjum af þróun mála en Þórður Hjaltested formaður sambandsins segir að skólar glími almennt við mikinn rekstrarvanda vegna niðurskurðar í fjárframlögum.

„Þetta lýsir sér í því að skólarnir eru í vandræðum með sinn rekstur. Kaupa ekki inn og endurnýja ekki muni og tæki og það er verulega slæmt,“ segir Þórður

Árið 2008 námu opinber útgjöld til menntamála að meðaltali um 555 þúsund krónum á mann. Í dag er talan komin niður í 480 þúsund samkvæmt útreikningum Kennarasambandsins.

„Þarna munar frá árinu 2008 einum 15 milljörðum sem þarf að bæta í bara til þess að halda sömu stöðu,“ segir Þórður. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×