Innlent

Margir vilja ekki sjá blóð

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Blóð selt á brúsum.
Blóð selt á brúsum. vísir/vilhelm
Blóðið sem Sigríður Hjálmarsdóttir saknar svo í sláturgerðinni og fjallað var um í Fréttablaðinu í gær, fer í úrgang.

„Ástæðan fyrir því að það fylgir aðeins einn lítri með þremur slátrum hjá okkur er að það eru margir sem vilja ekki sjá blóðið. Þess vegna fórum við þá leið að bjóða líka upp á að fólk taki slátur án blóðs ef það vill,“ segir Guðmundur Svavarsson, framleiðslustjóri hjá Sláturfélagi Suðurlands. Fólki gefst þó kostur á að kaupa auka flösku af blóði, vilji það nota meira blóð en það sem fylgir slátrunum.

„Við notum mjög mikið af blóði í okkar eigin blóðmörsframleiðslu. Það nýtist hins vegar ekki í annað,“ segir Guðmundur og bætir við: „Blóðið er eiginlega það eina sem eftir situr af lambinu hjá okkur. Annars er allt hirt; gæran, barkar og lungu, allur innmaturinn, garnir, vambir, þindar og tittlingar,“ segir Guðmundur. Aðspurður segir hann að það sem ekki sé nýtt til manneldis fari í dýrafóður og áburð.


Tengdar fréttir

Húsmæður vilja ekta vambir og meira blóð

Húsmóðir í Smáíbúðahverfinu er ósátt við gervivambir og vill meira blóð í sláturgerðina. Dregið hefur úr sláturgerð á íslenskum heimilum. Máltíðin kostar rúmar 100 krónur fyrir einn. Fréttablaðið kannaði verð og úrval í yfirstandandi sláturtíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×